Morgunblaðið - 20.11.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 20.11.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________LÁÚGARDAGÚR 20, NÓVEMBER 1999 ‘ 39 LISTIR Salurinn, Kópavogi Trompet og básúna í aðalhlut- verkum EIRÍKUR Öm Pálsson trompet- leikari og Sigurður Þorbergsson básúnuleikari halda einleikstón- leika í Salnum sunnudagskvöldið 21. nóvember kl. 20.30. Eiríkur Öm og Sigurður leika verk eftir nokkur af þekktustu tón- skáldum líðandi aldar svo sem Karlheinz Stockhausen og Paul Hindemith auk verka eftir Eirík Öm, Folke Rabe, W. Kraft, Toro Takemitsu og Boris Blacher. Aðrir flytjendur á tónleikunum em þau Judith Þorbergsson píanó, Pétur Grétarsson slagverk, Asgeir H. Steingrímsson trompet og Einar S. Jónsson trompet. Tónleikarnir em hluti af röð ein- leikstónleika sem CAPUT-hópur- inn stendur fyrir.Miðaverð er kr. 1.200. ------♦ ♦♦------ Tnö Óla Stef. á Múlanum TRÍÓ Ólafs Stephensen leikur á Múlanum á Sóloni Islandusi í kvöld, sunnudagskvöld kl. 21. f tríóinu leika þeir Guðmundur R. Einarsson á trommur og Tómas R. Einarsson á bassa, auk píanó- leikarans Ólafs Stephensen píanó- leikara. Tríóið er helst þekkt fyrir að leika tónlist tengda New York sjötta áratugarins. A tónleikunum munu þeir m.a. leika lög af nýjum geisladiski sínum, Betren annað verra, en einnig bregða þeir fyrir sig þjóðlögum, sálmum og íslensk- um sönglögum og leika þau með sinni eigin sveiflu, segir í fréttatil- kynningu. Tríóið hefur ferðast víða að und- anfömu, t.d. til Argentínu, Fær- eyja og Malasíu. í næsta mánuði verða þeir væntanlega á Hornafirði og í Washington DC. Miðaverð 1000 kr. en 500 fyrir nema og eldri borgara. ------♦-♦-♦---- Gler og ull í Safnhúsi Borg- arfjarðar SÝNING á verkum Ólafar Sig. Davíðsdóttur og Snjólaugar Guð- mundsdóttur verður opnuð á morg- un, sunnudag, kl. 16 í Safnhúsi Borgarfjarðar, Borgarnesi. A sýn- ingunni em verk unnin úr ull og gleri. Snjólaug Guðmundsdóttir er vef- ari, en hún vinnur jafnframt verk í flóka, aðallega landslagsmyndir og ýmsa aðra muni. Hún hefur haldið þrjár einkasýningar auk þess að taka þátt í samsýningum og ýmsum handverkssýningum. Ólöf Sig. Davíðsdóttir glerlista- kona vinnur öll sín verk úr endur- unnu gleri. Hún hefur haldið þrjár einkasýningar og tekið þátt í þrem- ur samsýningum. Á opnunardaginn kl. 16.15 fremja listakonurnar gjörning. Sýningin stendur til 3. desember og er opin alla virka daga kl. 13-18. ------♦ ♦ ♦----- Land og litir í Árskógum MARÍA Lofts opnar mynd- listarsýningu í félagsmiðstöðinni Árskógum 4 á sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 9-16.30 virka daga. Morgunblaðið/Ásdís Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, á æfingu. Hátíðartónleikar í Fríkirkjunni HÁTÍÐARTÓNLEIKAR verða í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Tónleikarnir em í tilefni ald- arafmælis Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. A efnisskránni verður Messa heilagrar Sesselju, eða Missa Cell- ensis eftir Josef Haydn, fyrir fjóra einsöngvara, kór og hljómsveit. Þessi messa er ein sú um- fangsmesta sem Haydn samdi um dagana en dagur heilagrar Ses- selju, verndara blindra og tónlist- arinnar, er 22. nóvember. Messan hefur aðeins einu sinni verið flutt áður hór á landi, og var það árið 1993, með kór Langholts- kirkju, segir í frétt frá kómum. Einsöngvarar era Sigrún Hjálmtýsdótlir sópran, Soffia Stefánsdóttir alt, Þorbjöm Rúnar- sson tenór og Eiríkur Hreinn Helgason bassi. Aðgangur: kr. 1000,500 fyrir ellilífeyrisþega. Nýjar bækur Inn í ljóðtímann • LJÓÐTÍMASKYN er tíunda ljóðabók Sigurðar Pálssonar. í kynningu segir: „Bókin skipt- ist í fimm þætti sem heita Ljóð- tímaskyn, Burt, Söngtími, Svart- hvítt og Stundir. I þeim orðum er hluti af galdri verksins fólginn: Sá sem nálgast þessi ljóð mun sann- reyna hvernig hægt er að komast burt frá svart-hvítum stundum, inn í veröld söngsins, inn í ljóðtímann.“ Auk ljóðabóka hefur Sigurður sent frá sér leikrit fyrir leiksvið og sjónvarp og þýtt frönsk bók- menntaverk. I fyrra kom út skáldsagan Parísarhjólið eftir Sig- urð. Menningar- málaráðherra Frakklands sæmdi Sigurð riddaraorðu bókmennta og lista árið 1990 og kom úrval ljóða Sigurðar út í franskri þýðingu í París árið 1994. Út- gefandi er For- lagið. Bókin er 70 bls. prentuð í Odda. Kápuhönnun: Hunang.Verð: 2.680 kr. Tríó Romance hleypur í skarðið TÓNLEIKUM píanóleikarans Liene Circene frá Lettlandi, sem áttu að vera á Tíbrártónleikum í Salnum á þriðjudagskvöld, er frest- að. Þess í stað verða tónleikar með Tríó Romance kl. 20.30. Tríóið skipa þau Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau flautuleikarar, ás- amt píanóleikaranum Peter Maté. Á efnisskrá Trio Romance eru bæði klassísk, rómantísk og yngri verk. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og það er Islandsbanki sem styrkir þessa tónleikaröð. % Aukahlutur á mynd: stærri dekk FULL E 1.830.000 te Rétta verðið fyrir rétta veðrið! Suzuki Vitara - raunhæft ráð gegn íslenskum vetri Traustur, upphækkanlegur, alvöru 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn I rúðum og speglum • • styrktarbita f hurðum • Sjálfskipting kostar 150.000 KR. $ SUZUKI SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www. suzukibilar. is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.