Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 61 UMRÆÐAN Viðburður í Borgarleikhúsinu ÞAÐ sætir tíðindum þegar ás- tælasta gamanleikkona okkar, Edda Björgvinsdóttir, sést á fjölum leikhúss í borginni. Eg varð því að vonum eftirvæntingarfull um leið og fréttist að vænta mætti einleiks með leikkonunni á litla sviði Borg- arleikhússins. Þegar ég fer í leikhús er ævin- lega kýrskýrt í huga mínum hvort mér líkar það sem fyrir augu og eyru ber eða ekki. Eg hef á hinn bóginn litla þjálfun í að setja hug- leiðingar mínar þar að lútandi á blað en geri mér þó ljóst að þegar Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. BIQDROGA snyrtivörur *Q-10* húðkremið cSÍ tella Bankastræti 3, sími 551 3635. Póstkröfusendum sínum broslegu og dapurlegu fylg- iiiskum. Tímaferðalag Þrúðu færir okkur einnig inn í árdaga nýaldar, kvennabaráttu og vakningar kyn- hverfra en síðast og ekki síst fjallar verkið um manneskjur. Það er síst ofsagt að Edda hafi með einleik þessum róið á önnur mið en við eigum að venjast; þarna sýnir hún nýjar hliðar fjölbreyttra hæfíleika og þó er ekki eins og leik- konan hafi verið við eina fjölina felld í þeim efnum, þvert á nióti. Eddu lætur eins og nærri má geta vel að fara með spaugilegar hliðar persónanna en hápunktur Leiklist Edda Björgvinsdóttir nær valdi yfir áhorfend- um sínum, segir Sigríð- ur Halldórsdóttir, og tekst að halda þeim í greip sinni heila kvöldstund. sýningarinnar er harmrænni kaflar verksins. í meðferð þeirra fór leik- konan á slíkum kostum að tæpast var þurran hvai*m að finna í röðum áhorfenda á frumsýningu. Það er ekki á færi annarra en fremstu leikhúslistamanna að halda uppi rúmlega tveggja stunda langri sýningu og vera einn um öll hlutverkin. Edda Björgvinsdóttir nær valdi yfir áhorfendum sínum og tekst að halda þeim í greip sinni heila kvöldstund, leika á tilfinningar þeirra eins og hljóðfæri og fá þá til að hlæja og gráta á víxl. Slík eni hamskipti Eddu á milli þeirra nítján persóna sem hún túlk- ar að henni er fullkomlega óþarft að taka á sig andlitsgervi eða hafa búningaskipti. Viðtökur áhorfenda voru í takt við það sem fram fór á litla sviði Borgarleikhússins frumsýningar- kvöldið. I leikslok risu áhorfendur úr sætum sínum og vottuðu leik- konunni aðdáun með því langvinn- asta lófataki sem ég hef orðið vitni að í íslensku leikhúsi. Ég þakka aðstandendum Leitar- innar að vísbendingu um vitsmuna- líf í alheiminum fyrir þennan við- burð í íslensku leiklistarlífí og óska Borgarleikhúsinu til hamingju. __________________________________ Höfundur fæst við þýðingar. Sigríður Halldórsdóttir þarf að hafa skoðanir á skapandi störfum annarra þá er ekki við neitt annað að styðjast en eigið brjóstvit og smekk. A því byggjast eftirfar- andi skrif. Stöku sinnum heyrist talað um leiksigra sem unnist hafa í leikhúsi. A frumsýningu á einleiknum Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í al- heiminum í Borgarleikhúsinu föstudaginn 5. nóvember sl., varð ég ásamt 120 öðrum áhorfendum vitni að slíkum sigri og gott betur því áhorfendur á frumsýningu virt- ust á einu máli um að einleikurinn væri afrek í sjálfu sér. Einleikur þessi á rætur að rekja til vesturálfu og ekki verður fram- hjá því lítið hve giftusamlega hefur tekist að færa hann yfír Atlantshaf- ið. Svo klókindalega er efnið sam- sett og staðfærslan hugkvæm að á köflum var engu líkara en verkið hefði í upphafi verið skrifað með ís- lenskar aðstæður í huga. Aðalpersóna verksins Þrúða leið- ir okkur gegnum þrjátíu ára um- brotasamt tímabil íslensks popp- kúltúrs og pólitískra hræringa. Ahorfandinn er dreginn inn í tíða- randa hippamenningarinnar sem, eins og alkunna er, náði svo ræki- legri fótfestu hér á sínum tíma að enn eimir eftir af henni með öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.