Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 70
—70 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utskrifast frá fram- haldsdeild KHÍ Jdlakort Styrktarfélags vangefínna SALA er hafin á jólakortum Styrktarfélags vangefinna. Að þessu sinni er um tvær myndir að ræða eftir listakonuna Kristínu Gunnlaugsdóttur. Annað kortið, Langferð, er í tveimur stærðum, það minna með eða án kveðjunnar Gleðileg jól og heillaríkt nýtt ár, það stærra án texta. Hitt kortið, María mey með jesúbamið, er að- , eins til í minni stærðinni, en bæði með og án texta. Minni kortin kosta 75 kr. stk., en þau stærri 90 kr. stk. Minni kortin fást einnig 8 í búnt á 600 kr. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins í Skipholti 50e, 3. hæð, í Bjarkarási, Stjömugróf 9, Lækjar- ási, Stjörnugróf 7, Lyngási, Safa- mýri 5, Ási Brautarholti 6, Iðju- bergi, Gerðubergi 1, Þroskahjálp, Suðurlandsbraut 22, Öryrkja- bandalagi íslands, Hátúni 10, .Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11-13, Blómálfin- um, Vesturgötu 4, Blómabúðinni Kringlunni, Nesapóteki, Eiðistorgi 17, Efnalauginni Björg, Álfabakka 12, Háaleitisbraut 58-60 og Smára- torgi og Skipholtsapóteki, Skip- holti 50c. HINN 5. nóvember sl. braut- skráðust eftirtaldir nemendur frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Islands: Meistaragráða: Guðlaug Guðrún Teitsdóttir Sylvía Guðmundsdóttir Diplóma: Uppeldis- og menntunarfræði (30 e) Stefanía V. Stefánsdóttir Tölvu- og upplýsingatækni (15 e) Anna Ólafsdóttir Ásthildur Björg Jónsdóttir Eygló Björnsdóttir Garðar Gíslason Guðrún Björg Egilsdóttir Guðrún Jónasdóttir Gylfi Guðmundsson Halldór Leifsson Harpa Hreinsdóttir Hilda Torfadóttir Jóhanna Geirsdóttir Jóna Pálsdóttir Þorbjörg Stefanía Þorsteinsdóttir Þórunn Óskarsdóttir Meistaraprófsritgerð Guðlaug- ar Guðrúnar Teitsdóttur ber heit- ið „Þegar himinninn verður blár. Utangarðs í skólakerfinu - reynsla nokkurra ungmenna“. í ritgerðinni varpar höfundur ljósi á líf og reynslu fjögurra ungmenna sem lent hafa utangarðs í skóla- kerfinu vegna félags- eða tilfinn- ingalegra erfiðleika. Tilgangurinn er að lýsa áhrifum þess að vera ut- angarðs á sjálfsmynd og tilfinn- ingalíf frá sjónarhorni ungmenn- anna sjálfra. Leiðsögukennari Guðlaugar var dr. Helgi Gunn- laugsson, dósent við Háskóla Is- lands. Prófdómari var dr. Gestur Guðmundsson félagsfræðingur. Meistaraprófsritgerð Sylvíu Guðmundsdóttur heitir „Plægja þarf akurinn. Athugun á tölvu- notkun fimmtán kennara í sér- kennslu“ og greinir frá rannsókn sem gerð var í sex grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem m.a. var byggt á vettvangsathugunum og viðtölum. Þessi rannsókn mun vera hin fyrsta sem gerð er á þessu sviði hér á landi. Leiðsögu- kennarar Sylvíu voru dr. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Islands, og dr. Allyson Macdonald, forstöðumað- ur Rannsóknarstofnunar skólans. Prófdómari var dr. Jón Torfi Jón- asson, prófessor við Háskóla ís- lands. Við þessa brautskráningu voru í fyrsta sinn útskrifaðir nemendur af tölvu- og upplýsingatækni- braut, en mjög hefur vantað kenn- ara með framhaldsmenntun á þessu sviði. Dr. Sólveig Jakobs- dóttir lektor hefur haft yfirumsjón með uppbyggingu þessa nýja náms. Aðalkennarar, auk Sólveig- ar, voru þau Salvör Gissurardóttir og Torfi Hjartarson. Athygli er vakin á því að hægt er að skoða verkefni nemenda á vef náms- brautarinnar: http://soljak.is- mennt.is/khitolvupp. I haust hófu 36 nýir nemendur framhaldsnám í tölvu- og upplýsingatækni, en sér- stök aukafjárveiting frá mennta- málaráðuneytinu gerði kleift að taka stærri hóp í þetta nám en ætlað hafði verið. AUs stunda nú um 200 nemend- ur framhaldsnám við Kennarahá- skóla Islands á sex námsbrautum. Námsbrautimar eru: íslenska, sérkennslufræði, stjómun, tölvu- og upplýsingatækni, uppeldis- og kennslufræði, auk meistaranáms. Námið er að mestu með fjarnáms- sniði sem nemendur stunda með starfi. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér framhaldsnámið er bent á vef Kennaraháskólans: www.khi.is. Morgunblaðið/Arni Sæberg Börn hanna gullskeiðar JÓLASVEINASKEIÐ Gull- og silfursmiðjunnar Ernu fyrir jólin 1999 er nú framleidd fimmta árið í röð eftir teikningu 11-12 ára grunnskólanema. Þetta er fimmta árið í röð sem haldin er teiknimyndasamkeppni 11 og 12 ára nemenda um bestu hugmynd að jólaskeiðinni og í ár sigraði Bjarni V. Birgisson, nemandi í Fossvogsskóla í Reykjavík. Það var Ragnhildur Sif Reynisdóttir gullsmiður sem afhenti Bjarna verðlaunin. Prentsýn - silkiprentun Ný prentsmiðja í Kópavogi NÝ PRENTSMIÐJA var opnuð 1. október sl. á Skemmuvegi 4 í Kópa- vogi. Það er silkiprentstofan Prent- sýn ehf. en hún mun bjóða auglýs- ingaáprentun á boli og fatnað sem og áprentun á margs konar smá- vöru til markaðssóknar fyrir fyrir- tæki. Eigendur eru Hexa ehf. og Hrafnhildur Pálsdóttir. Fram- kvæmdastjóri er Gunnar Einars- son. ■ Á AÐALFUNDI Alþýðu- flokksfélags Hafnarfjarðar sem haldinn var nýlega voru gerðar lagabreytingar með tilliti til að- ildar Alþýðuflokksfélags Hafnar- fjarðar málafélags í Hafnarfirði. „Allmiklar og jákvæðar um- ræður urðu um Samfylkingarmál- in og horfa menn til bjartari tíma um samvinnu lýðræðislegra jafn- aðarmanna í framtíðinni. Þar sem menn munu fylkja liði til baráttu gegn öfgum á hægri væng stjórn- málanna með aðstoð Framsóknar þar sem málstaður einkavæðing- ar og hinna ríku er hafður að leið- arljósi gegn þeim er minna mega sín sem vissulega er eitt aðal bar- áttuefni Jafnaðarmanna, jafnrétti fyrir alla,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Nýr formaður Alþýðuflokksfé- lags Hafnarfjarðar er Jón Kr. Óskarsson. Pnrkot ohf flytur í qlæsilogt húsnæði að Ba&járlind 14-1‘j Frábær opnunartilboð Opið i dag laugardag frá kl 10 -15 Allir sem staðfesta pöntun á borðaparketi i dag fá undirlag og trélím ókeypis Eík 14 mm gegnheil 7.S30,- 2.190,- Eik 10 mm gegnheil 2.300,- 1.790,- Merbau 14 mm gegnheilt 3.Gb0.- 2.850.- Merbau 10 mm gegnheilt 2..G30,- 1.950.- Eik natur borð.ip.irkot >,^,„1 3,500,- 2.890.- Merbau boröaparket (py>k ftnmi > 42100.- 3.330,- Fjöldi annarra tegunda á opnunartilboði sem gildir til 1. desember Verið vclkomin % Parket ehf Bæjarlind 14-16, sími 554 7002, lax 554 7012 Jólakort Soroptimista- klúbbs Kópavogs EINS og mörg undanfarin ár gefur Soroptimistaklúbbur Kópavogs út jólakort. Jólakortin hafa verið ein aðal uppistaða í tekjuöflun klúbbsins. Soroptimistaklúbbur Kópavogs hefur sl. 20 ár stutt við uppbyggingu hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar í Kópavogi og m.a. gefið þangað tæki til endurhæfingar og annan búnað, auk þess að styrkja ýmis önnur mannúðar- mál. Kortið er hannað af listakonunni Jónínu Magnúsdóttur (Ninný), sem er klúbbfélagi í Soroptimistaklúbbi Kópa- vogs. Nefnir hún myndina sína „Kyrrð“. Soroptimistakonur sjá um sölu og dreifingu kortanna. Jólakort Umsjónar- félags einhverfra KOMIN eru út jólakort Umsjónarfélags einhverfra. Eins og undanfarin ár eru það einhverfir einstaklingar sem myndskreyta kortin. I ár hafa orðið fyrir valinu myndir eftir Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur og ísak Óla Sævarsson. Kortunum er pakkað í 10 og 5 stykkja pakkningar. Fyrirtækjum gefst einnig kostur á að fá kort með sér- kveðju og/eða merld fyrirtækisins. Hægt er að nálgast kortin hjá Umsjónarfélagi ein- hverfra á Tryggvagötu 26. Einnig munu verslanirnar Sólhof á Laugavegi 28 og hannyrðaverslunin Mánagull í Glæsibæ selja kortin. Eigendaskipti á Flóka HÁRGREIÐSLUSTOFAN Flóki, Staðarbergi 2-4, hefur skipt um eigendur og er nýr eigandi Rakel Ársælsdóttir. Einnig hefur verið skipt um starfsfólk. Hárgreiðslustofan býður upp á alhliða þjónustu og er hún opin frá kl. 9-18 mánudaga til fimmtudaga, kl. 9-19 föstudaga og kl. 10-16 laug- ardaga. Starfsfólk Hárgreiðslustofunnar Flóka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.