Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 49 MARGMIÐLUN 'legt magn af óvinum Snúist til varnar SEM vonlegt er hafa kvikmynda- framleiðendur brugðist illa við því að tekist hafi að brjóta upg höfund- arréttarlás DVD-mynda. í kjölfar- ið hafa þeir og hamast að þeim sem dreift hafa DeCSS-hugbúnaðinum, sem brýtur upp DVD-myndir, en látið þá eiga sig sem taka afritin, enda ekki stætt á því að amast við því. Skammt er síðan lög voru sett um það vestur í Bandaríkjunum sem banna mönnum að brjóta upp höfundarréttarlæsingar eða selja eða gefa hug- eða vélbúnað sem gerir það. I skjóli þeirra laga hafa réttindasamtök kvikmyndafram- leiðenda hótað þeim sem gefið haf^. aðgang að DeCSS á síðum sínum öllu illu. Þrátt fyrir það er hugbún- aðurinn víða fáanlegur og verður væntanlega nenni menn að leita. I löggjöfinni sem kvikmynda- framleiðendur beita fyrir sig er ákvæði um að óheimilt sé að afrita það sem búið er að læsa með dul- ritun, en það hefur ekki enn tekið gildi því menn deila um hversu víð- tækt slíkt bann ætti að verða. Bannið myndi þannig koma í veg fyrir að einkaaðailar geti afritað DVD-diska, þó það sé látið að- gerðalaust er menn taka afrit af tónlistardiskum eða snældum. LEIKIR Star Wars: The Phantom Menace. LucasArts gaf nýlega út leik fyrir PlayStation, leikurinn er byggður á nýjustu mynd George Lucas og nefnist Star Wars: The Phantom Menace, leikurinn er hasarlcikur í gegn og er á einum diski, minniskort er nauðsynlegt ef ein- hver ætlar sér að klára hann. EFTIR AÐ nýja Star Wars- myndin kom út voru fá fyrirtæki sem ekki reyndu að græða á ein- hvern hátt, frá skólatöskum til nammis; allir fengu sinn hlut. Ekki voru þó allir ánægðir með myndina og meginástæðan fyrir því var að margra mati að myndin hefði feng- ið of mikla umfjöllun og stæði því ekki undir allra vonum. Leikurinn Star Wars: The Phantom Menace fylgir söguþræði myndarinnar niður í minnstu smá- atriði. Þetta veldur því að fólk sem hafði ekki gaman af myndinni sjálfri mun líklega ekki hafa gaman af leiknum. Spilendur berjast í gegnum fjöl- mörg borð sem ein af fjölmörgum meginsöguhetjum myndarinnar, þar á meðal Amidala drottning og Obi Wan Kenobi. Hægt er að geyma hvar sem er í leiknum, en án þess væri leikurinn ómöguleg- ur vegna erfiðleika sumra borð- anna. Stjórnin í leiknum er nokkurn- Talnapúkinn á margmiðl- unardiski veginn eins einföld og hún getur orðið. Það er sama hvort barist er við fjölmarga óvini í einu eða ein- faldlega hlaup- ið í leit að hin- um ótrúlega pirrandi Jar Jar Binks, stjórnin breytist lítið. Það getur hins vegar verið þreytandi að reyna að hoppa á milli staða þar sem myndavél leiksins er afar dræm. Ótrúlegt magn af óvinum fyllir hvert einasta borð. Spilendur geta varist óvinaskotum með sverðinu sínu en eftir fyrstu 300 óvinina get- ur það orðið ansi pirrandi að ekk- ert nýtt gerist. Grafíkin í leiknum er afar góð og starfsmenn LucasArts eyddu mikl- um tíma í að fínstilla hvert einasta smátriði. Þó nær leikurinn ekki leikjum eins og Tony Hawk eða NHL 2000 í upplausn. Rétt eins og myndin er leikurinn líklega fórnarlamb of mikils umtals og nær því miður ekki að uppfylla þær væntingar sem flestir hafa ef- laust gert til hans. Leikur sem hefði getað verið betur gerður en til þess að græða sem mest hefur hann ekki verið kláraður almenni- lega fyrir útgáfu. Ingvi M. Árnason Handunnin húsgögn Gamaldags klukkur Úrval liósa . og gjafavöru SlgUVSt]aVfia Opið kl. 12-18, lau. kl. 12-15. Fákafeni (Bláu húsin), sími 588 4545. Nýkomnir hlýir og fallegir barnakuldaskór með ekta ullarfóðri Stærðir 22-35 Litir blátt-rautt- grænt-vínrautt-gult. Verð 3.995 TALNAPÚKINN eftir Bergljótu Arnalds, höfund Stafakarlanna, er kominn út á margmiðlunardiski, en sagan er ætluð til að kenna bömum tölumar og talnagildi. Á diskinum eru einnig fimm sjálfstæðir leikir þar sem bamið öðlast meiri fæmi í reikningi og getur leikið sér með persónur sögunnar og búið til myndir. I fréttatilkynningu frá Japis kem- ur fram að í bók Bergljótar sé talna- púkinn vera sem býr í helli í miðju jarðar. „Frá hellinum liggja mörg göng, ein að hverju landi. Talnapúk- inn veit ekkert skemmtilegra en að telja en þar sem hann getur ekki talið nema upp að níu þá málar hann aðra stórutána á sér svarta svo hún sjáist ekki. Loks ákveður Talnapúk- inn að leggja af stað út í hinn stóra heim og læra að þekkja fleiri tölur. Hann ferðast um allar álfur heims- ins og bamið lærir ekki aðeins um tölurnar heldur fræðist örlítið um önnur lönd í leiðinni." Bergijót er höfundur bókarinar og disksins sem byggir á henni. Gerð hreyfimynda var í höndum Eydísar Marinósdóttur en mynd- ii’nar teiknaði Ómar Örn Hauksson. Um leikraddir sáu Bergur Þór Ing- ólfsson og Bergljót Arnalds en tón- listin er eftir Baldur Jóhann Bald- ursson. Forritun og samsetning er í höndum Dimon hugbúnaðarhúss en höfundur sá um listræna stjórnun á verkinu. Virago sf. gefur diskinn út en Japís dreifir. Full búð af nýjum vörum Kjólar toppar pils jakkar peysur buxur Opið: mán.-fim. 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 13-17 Oxford Street Faxafeni 8 108 Reykjavík sími: 533 1555 OXFORD STREET
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.