Morgunblaðið - 20.11.1999, Page 80

Morgunblaðið - 20.11.1999, Page 80
80 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNPBONP ■ "■Sjí' Bullock í ham Náttúruöflin Foces of nature ( G a m a n ) ★ ★ Framleiðandi: Susan Arnold. Leik- ^stjóri: Bronwen Hughes. Handrit: Marc Lawrence, Ian Bryce og Donna Roth. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Ben Affleck og Maura Tierney. (102 mín) Bandaríkin. ClC-myndbönd, 1999. Öllum leyfð. Þegar tveir dagar eru í brúðkaup Bens Holmes (Ben Affleck) er líkt og náttúruöflin grípi inní og þröngvi honum til að staldra við og íhuga málið. Sarah (Sandra Bullock), sem kemur askvað- andi inn í líf Bens á skrykkjóttri leið hans frá New York til Savannah þar sem brúðkaupið á að fara fram, er eins konar holdgervingur þessara afla. I þessari rómantísku gaman- mynd er spilað með ofannefnt nátt- úruaflaþema og ágætlega með það farið sem gerir frásögnina örlítið metnaðarfyllri en ella. Engu að síð- ur er kvikmyndin fyrst og fremst létt og afþreyingarkennd sem sést líklega best á þeim tónlistarmynd- bándastíl sem víða bregður fyrir. Myndin hvílir fyrst og fremst á samskiptum aðalpersónanna sem eru lifandi og vel skrifaðar. Bullock og Affleck valda hlutverkunum vel og má segja að Bullock leiki á als oddi í krafmikilli túlkun á kraftmik- illi persónu. Væri það ekki fyrir hennar frammistöðu væri sagan sem sögð er líklega á mörkum þess að ganga upp. Þessi kvikmynd er því hinn mesti fengur fyrir Söndru Bullock-aðdáendur. Heiða Jóhannsdóttir fSLENSBCUR HAGFISKUR 'S#- hagur heimilinna 5677040 Rækja, hunnar, hörpuskel,ýsa,lúða,slungur,laxofl. FRI HEIMSENDING Baneitrað samband á Njálsgötunni i : ' V' _ M - 1; Sjöfn Evertsdóttur, Margréti Pétursdóttur, Gunnari Hanssyni, Kötlu Þorgeirsdóttur, Hildigunni Þráinsdóttur og Sveini Geirssyni tekst að gera samband mæðginanna á Njálsgötunni alveg baneitrað. Mamma tekur mig1 á sálfræðinni Sumir vilja halda því fram að tímarnir breytist og mennirnir með. En á það líka við um unglingana? Mist Rúnarsdóttir ------7------—---------------------- og Asgeir Jónsson fóru með Gunnari Hanssyni leikara og Hildi Loftsdóttur fímmtán ár aftur í tímann. FRANKIE goes to Holly- wood, arabaklútar, kjarn- orkuváin og pylsur eru fastir liðir í tilveru Konráðs, aðalhetju leikritsins Baneitrað samband á Njálsgötunni eftir Auði Haralds sem nú er sýnt hjá Leikfélagi Akur- eyrar og í Islensku óperanni. Þar er átakamiklu sambandi móður og unglingsstráks lýst á gamansaman hátt og með þónokkrum munnleg- um átökum. Þrátt fyrir að hjákátlegir efnis- legir hlutir hafi vikið íyrir öðrum í tímans rás, hafa þá gildi unglings- ins gagnvart áhugamálum og hegð- un eitthvað breyst? Ýkt framkoma Mist Rúnarsdóttir og Ásgeir Jónsson, sem bæði eru í 10. bekk í Vogaskóla, hittu leikarann Gunnar Hansson í búningaaðstöðu Islensku óperunnar og ræddu við hann um unglinga nútímans og gærdagsins. Mist: Okkur finnst Konráð svolít- ið ýktur í framkomu sinni við möm- muna. Gunnar: Miðað við ykkur þá? Ásgeir: Já, hann komst upp með einum of mikið. Gunnar: Komst hann upp með það? Mist: Nei, kannski ekki til lengd- ar. En hún tekur alveg rétt á mál- unum, sem ég get ekki ímyndað mér að aðrar mömmur geri. Ásgeir: Það er frekar að þær tuði bara. Blm: Fannst ykkur Konráð skemmtilegur? Mist: Það er alltaf gaman að léttrugluðu fólki, en ég veit ekki hvort ég myndi vilja eiga hann sem besta vin. Gunnar: Hann var reyndar ekki að rífast við vini sína. Eg átti líka vin sem var mesta ljúfmenni þang- að til að hann kom heim til sín. Þá öskraði hann sig hásan. Hann náði ekki sambandi við foreldra sína. Ásgeir: Við rífumst alveg við for- eldra okkar en ekki alveg svona mikið! En maður þekkir samt alveg krakka sem haga sér svona. Mist: Mér fannst mamman alveg taka rétt á þessu. Mörgum finnst bara best að vera skammaðir, í staðinn fyrir að það sé reynt tala þá tfl. _ Ásgeir: Já, það er alveg óþolandi. VERSLUNIN HÆTTIR ENN MEIRI VERÐLÆKKUN OPIÐ ALLA DAGA Gerið hagstæð jólainnkaup iþrótt OPIÐ: Mán.-fös. 10-18, 1 o lau. 10-1 6, sun. 13-1 7. Skipholti 50d, sími 562 0025. Hvort eru það unglingarnir eða foreldramir sem em óskynsamir? spurðu þau sig. Gunnar: Maður er að fatta að maður vill stjórna sér sjálf- ur og ef maður fær ekki það sem maður vill verður svolítið stríð. Svo finnst for- eldrunum þeir líka vera að missa stjómina. Ég var eins og Konráð inni í mér. Það braust bara ekki jafn mikið út. Blm: Finnst þér þú stíga aftur í tí- mann þegar þú ert að leika Konráð? Gunnar: Það er frábært að fara aftur til þessara ára, maður þekkir svo vel pirringinn. Mér finnst ég svoddan strákur ennþá, en á reynd- ar tvö böm, fjögurra og sex ára, sem mér finnst orðin unglingar. Ég er að reyna að ala þau upp og dáist svo að mömmu Konráðs; hvernig hún heldur ró sinni. Önnur umgjörð Blm: Finnst ykkur Konráð og fé- lagar ólíkir unglingum í dag? Mist: Ekki beint, bara aðeins öðravísi umgjörð. Ásgeir: Fólk er sér kannski ekki svona meðvitandi um heimsmálin. Gunnar: Já, þetta gerist í kald- astríðinu þegar fólk lifði við ógn kjarnorkusprengjunnar og af þeim völdum var t.d. ekki hægt að flytja leikritið til dagsins í dags. Þetta er liðinn tíðarandi. Blm: Ef það yrði gert leikrit eftir 15 ár hvemig haldiði að það yrði? Gunnar: Allir með buxurnar á hælunum. Mist: Það yrði öragglega ansi skrautlegt, en samt bara svipað. Okkur þætti sjálfsagt mjög gaman að sjá svona sýningu eftir fimmtán ár. ^ Ásgeir: Já, að rifja upp þetta tímabil. Gunnar: Þótt maður sé alltaf að berjast fyrir lífi sínu á þessum ár- um, eru þau líka þau skemmtileg- ustu. Maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Prófa nýja hluti, til- hugalífið og svona. Blm: Fannst ykkur þið sjá ykkur í þessu leikriti að einhverju leyti? Ásgeir: Já, stundum. Gunnar: Haldiði að krakkar á ykkar aldri hafi gaman af leikrit- inu? Mist: Já, en ég held samt að full- orðnir hafa meira gaman af því. Það var alveg fyndið, en eldra fólkið hló samt miklu meira. Ásgeir: Já, unglingar og full- orðnir hafa náttúralega ekki sama húmor. Mist: Ég held að það sé líka út af tískunni, hún var svo fríkuð. Fólkið sér í leikritinu hvað það var rosa- lega hallærislegt, alveg eins og við eigum eftir að sjá eftir fimmtán ár. Gunnar: Var ég trúverðugur unglingur? Ásgeir: Svona, jú, jú. Mist: Já, mér fannst það. Gunnar: Ég man að ég hafði for- dóma fyrir því þegar fullorðna fólk- ið var að reyna að höfða til manns. En það hafa samt margir unglingar komið og haft gaman af. Ég er ekki svona brjálaður í alvörunni. Ásgeir: Örugglega ekki, ha, ha, ha. Morgunblaðið/Sverrir Ásgeir og Mist fannst Konráð léttruglaður. Mist: Ef ég væri mamma þá myndin ég taka svona á þessu. Gunnar: Kannski lærir þú upp- eldisaðferðir á þessu leikriti. Verð alveg brjáluð Blm: Mynduð þið vilja eiga svona mömmu? Ásgeir: Já,... nei annars. Mist: Ekki ég. Mamma er byrjuð að nota á mig sálfræðina og ég verð alveg brjáluð. Mildu brjálaðri held- ur en ég er út í hana þegar hún gargar á mig. Maður finnur að hún hefur rétt íyrir sér og svo heldur hún áfram þangað til að maður verður bara að hlaupa út. Blm: Einhver sagði að það væru ekki til unglingavandamál, bara foreldravandamál. Hvað finnst ykkur um það? Mist: Ég er nú ekki alveg sam- mála því. Samt era öragglega margir unglingar sem myndu vilja halda því fram, en það eru bara bæði til unglinga- og foreldra- vandamál. Gunnar: Finnst ykkur unglingar óskynsamir þegar þeir eru í upp- reisn við foreldrana? Mist: Það er oft þannig en ekki alltaf, stundum era það foreldrarn- ir sem eru óskynsamir. /ZSizuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.