Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nýir evrópskir öryggismálasamningar undirritaðir Lífsreglur ÖSE á 21. öld Istanbúl. Reuters, AFP. ^ * AP Jacques Chirac Frakkiandsforseti (t.v.) heilsar Gerhard Schröder Þýzkalandskanzlara fram hjá Bill Clin- ton Bandaríkjaforseta undir lok leiðtogafundar ÖSE í Istanbúl í gær, er leiðtogar 54 ríkja undirrituðu nýja öryggismálasamninga. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fylgist með. LEIÐTOGAR 54 aðildarríkja Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, luku tveggja daga fundi sínum í Istanbúl í gær með því að undirrita tvo mikilvæga samninga um evrópsk öryggismál, auk lokayfirlýsingar Istanbúl-fund- arins. Fyrri samninginn undirrituðu fulltrúar þeirra þrjátíu ríkja sem aðild eiga að samningnum um nið- urskurð hefðbundins herafla í Evrópu, CFE-samningnum svok- allaða frá árinu 1990. Upprunalegi CFE-samningurinn var undirritað- ur af 22 ríkjum og var settur upp sem tvíhliða samningur milli í-íkja Atlantshafsbandalagsins annai-s vegar og Varsjárbandalagsins hins vegar. Þau ríki sem nú hafa bætzt við eru flest fyrrverandi Sovétlýð- veldi. CFE-samningurinn hefur að markmiði að lágmarka hættuna af óvæntri árás yfir landamæri í Evrópu. I honum er kveðið á um hámarksfjölda skriðdreka, bryn- vagna, stórskotaliðsvopna, orrustu- þotna og árásarþyrlna. Breyting- arnar fela í sér frekari niðurskurð á hefðbundnum vígbúnaði í Evrópu auk þess sem eftirlitskerfi samn- ingsins er styrkt og ákvæðið um upplýsingaskyldu hert. Þá gefst nýjum ríkjum kostur á að gerast aðilar að samningnum. „Sáttmáli um öryggi í Evrópu“ En ólíkt samningnum frá 1990 er sérstaklega tilgreint hver mörkin eru fyrir hvert einstakt aðildarríki samningins og kveðið sérstaklega á um lægri mörk fyrir landamæra- svæði. I gamla samningnum, sem gerður var á lokaskeiði kalda stríðsins, voru aðeins tilgreind slík mörk fyrir hvora „blokk“ íyrir sig, NATO-ríkin annars vegar og Aust- urblokkina hins vegar. Að hinum samningnum sem leið- togarnir undirrituðu, „Sáttmála um öryggi í Evrópu“, hefur verið unnið í tvö ár og tilgreinir hann hlutverk ÖSE á 21. öld. Texti þessa samn- ings var frágenginn strax á fyrsta degi fundarins, en ágreiningur um hvort geta bæri Tsjetsjníu í loka- kafla samningsins, sem er í raun pólitísk yfirlýsing, hindraði undir- ritun fram á síðustu stundu. Rússar viðurkenndu að þeir brytu með sókn sinni inn í Tsjetsjníu ákvæði um hámarksherafla á Kákasus- svæðinu, en Vesturlönd féllust á að skrifa undir eftir að ráðamenn í Rússlandi hétu því að draga aftur úr liðsstyrk sínum á svæðinu um leið og friður væri kominn á í Tsjetsjrúu. I sáttmálanum er lagður grund- völlur að starfi ÖSE á nýrri öld, þar sem áhersla er lögð á að styrkja mannréttindi, sérstaklega réttindi þjóðernisminnihluta, og aðrar að- gerðir til að koma í veg fyrir átök. Itrekað er mikilvægi lýðræðisþró- unar og reglur réttarríkisins sem grundvöllur eðlilegra framfara í að- ildarríkjunum. Þar er eftirfarandi lýst yfir: „Að- ildarríkin bera ábyrgð gagnvart borgurum sínum og hvert öðru, að því er varðar að standa við aðildar- skuldbindingar sínar [að ÖSE]. Við álítum þessar skuldbindingar vera sameiginlegan ávinning okkar og teljum þær því varða beina hags- muni aðildarríkjanna allra.“ Vestrænir erindrekar sögðu þetta kjamaákvæði vera til þess ætlað að aftra einstökum aðildar- löndum frá því að lýsa innanlands- átök á borð við Tsjetsjníustríðið vera hreint innanríkismál sem eng- um öðrum komi við. Samningur um olíuleiðslu í Mið-Asíu Hefur mikla pólitíska þýðingu Istanbul. AP, AFP, The Washington Post. RÍKISSTJÓRNIR Tyrklands, Georgíu og Aserbaídsjan undirrit- uðu á fimmtudag samning um lagningu olíuleiðslu frá Svartahafi að austurströnd Miðjarðarhafs. Samningurinn var undirritaður af leiðtogum ríkjanna á ráðstefnu Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem nýlega er lokið í Ist- anbúl í Tyrklandi. Samningurinn hefur verið lengi í bígerð og mun ekki aðeins hafa áhrif á efnahagslíí í samningslöndunum heldur er hann einnig talinn geta haft mikla pólitíska þýðingu. Bandaríkin hafa lengi hvatt ríkin til að ganga frá samningnum en hann er gerður í óþökk Rússa og er einnig talinn vera áfall fyrir stjómvöld í Iran. Efasemdir um hagkvæmni Olíuleiðslan mun liggja frá Bakú höfuðborg Aserbaídsjan um tæp- lega 2.000 kílómetra leið gegnum Georgíu að tyrknesku hafnarborg- inni Ceyhan við Miðjarðarhaf. Um 600.000 tonn af olíu úr olíulindum við Kaspíahaf munu árlega streyma um leiðsluna. Einnig var á leiðtogafundi ÖSE undirritaður samningur um lagn- ingu gasleiðslu þvert yfir Kaspía- haf milli Túrkmenistan og Aserba- ídsjan. Fyrirhugað er að leggja gasleiðslu samhliða olíuleiðslunni alla leið að Miðjarðárhafi. Samningurinn um olíuleiðsluna er eins konar viljayfirlýsing ríkis- stjóma Georgíu, Tyrklands og As- erbaidsjan um að vinna að smíði hennar. Olíufélög sem stunda olíu- vinnslu við Svartahaf, undir for- ystu BP Amoco, hafa haft uppi efa- semdir um að lagning leiðslunnar sé hagkvæm en ljóst er að stjórn- völd í ríkjunum þremur þurfa að ná samningum við félögin um fjár- mögnun framkvæmdanna. Full- trúar olíufélaganna hafa sagt að mun meira magn en áætlað er að fari um leiðsluna þyrfti að fara um hana til að bygging hennar geti tal- ist arðvænleg. Ölíuframleiðsla í Aserbaídsjan er aðeins einn tíundi hluti þeirrar framleiðslu sem þyrfti til að olíuleiðslan borgaði sig, að sögn sérfræðinga. AIls eru 100.000 tunnur af olíu framleiddar á dag í Aserbaídsjan en til saman- burðar má nefna að Sádi-Arabía framleiðir daglega 8 milljónir tunna. Markmið Bandaríkjanna Rússar hafa beitt sér fyrir því að leiðslan færi skemmri leið að hafn- arborginni Novorossiisk við Svartahaf en Tyrkir hafa lýst sig andvíga því, meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Iransstjórn hefur einnig sýnt áhuga á að ann- ast milligöngu um sölu á olíu frá Kákasus. íranir hafa haft uppi áætlanir um að koma upp eins kon- ar olíumarkaði í norðurhluta lands- ins en Bandaríkin hafa verið mjög andvíg þeirri lausn. Talið er að með því að beita sér fyrir þeirri lausn sem samningur- inn frá því á fimmtudag felur í sér hafi Bandaríkin viljað ná fram fjór- um markmiðum. I fyrsta lagi mun væntanleg olíu- leiðsla verða til þess að Kákasus- löndin verða minna háð Rússum í efnahagslegu, og þar með einnig, pólitísku tilliti. Bandaríkin hafa viljað tengja löndin nánari böndum við Vesturlönd og líta má á samn- inginn sem mikilvægan lið í þeirri viðleitni. Bandarískir embættis- menn hafa jafnvel stungið upp á því að olía verði flutt frá Kasakstan til Baku og dælt þar gegnum leiðsl- una vestur á bóginn. í öðru lagi tekst Bandaríkja- mönnum með samningum að spoma gegn auknum áhrifum Ir- ana á svæðinu sem er þeim ekki síður mikilvægt. í þriðja lagi er olíuleiðslan mikil- væg vegna þess að með henni verð- ur til ný dreifileið fyrir olíu til Vesturlanda sem eru, eins og kunnugt er, mjög háð olíuflutning- um frá Persaflóasvæðinu um Hormuzsund. Að síðustu hefur verið bent á að stuðning Bandaríkjanna við olíu- leiðsluna megi rekja til vilja þeirra til að bæta Tyrkjum upp það efna- hagslega tjón sem þeir urðu fyrir þegar olíusölubann á írak gekk í gildi. Bannið stöðvaði olíuflutninga um olíuleiðslu sem lá frá írak til hafnar í Tyrklandi og við það urðu Tyrkir af mikilvægum tekjum. Sakar Bandaríkin um að beita þrýstingi Igor Ivanoff, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði á fimmtudag Bandaríkin um að hafa beitt olíufé- lögin þrýstingi til að fá þau til að styðja samningana um olíu- og gasleiðslurnar. Sandy Berger, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta, neitaði því hins vegar að stuðningur Bandaríkjamanna við samninginn hefði haft nokkuð að gera með tilraunir þeirra til að draga úr áhrifum Rússa á svæðinu. Leiðtogar ríkjanna sem standa að samningunum hafa þakkað Bandaríkjunum fyrir að hafa beitt sér fyrir tilurð þeirra. Vonir ríkja- leiðtoga á Kákasussvæðinu eru bundnar við að þeir muni renna stoðum undir nýfengið sjálfstæði þeirra og stuðla að efnahagslegri uppbyggingu með því að skapa greiðari aðgang að vestrænum mörkuðum. Al-Fayed seg- ir að Hamilton hefði „selt móður sína" London. The Daily Telegraph, Reuters. MOHAMMED AI-Fayed, eigandi Harrods-verslunarinnar í London bar í gær vitni fyrir ddmstól í London vegna meiðyrðamáls, sem Neil Hamilton, fyrrverandi þing- maður íhaldsflokksins, hefur höfðað á hendur honum. Hamilton höfðaði málið eftir að Al-Fayed hélt því fram í sjónvarpsviðtali að þingmaðurinn hefði tekið við greiðslum frá honum gegn því að bera fram fyrirspumir í þinginu. Al-Fayed ítrekaði í vitnisburði sínum fyrri yfirlýsingar og bætti við að Hamilton væri maður er myndi „selja móður sína gegn greiðslu". Hamilton missti þingsæti sitt í síðustu kosningum árið 1997 og telur að yfirlýsingar Al-Fayeds hafi Iagt stjómmálaferil hans í rúst. Að sögn Al-Fayeds leit þing- maðurinn á hann sem „gullgæs" og sagði að hann hefði reglulega afhent honum búnt af seðlum og gjafabréf í Harrods. Þingmaður- inn hefði ítrekað haft samband við hann og farið fram á greiðslur, yf- irleitt um 2.500 pund eða rúmlega þijú hundmð þúsund krónur í hvert skipti. „I mínum augum er hann ekk- ert, hann er ekki mennskur," sagði Al-Fayed. „Hann hefur enga sjálfsvirðingu, engan heiður, ekk- ert.“ Þegar hann var spurður hvem- ig greiðslunum hefði verið háttað sagði Al-Fayed að yfirleitt hefði hann hringt í ritara sinn og beðið hann um að setja 2.500 pund í um- slag og fara með það niður til dyravarðarins. Lögmaður Al-Fayeds, sagði við upphaf málflutnings í málinu á mánudag að Hamilton hefði árið 1989 þegið tiu þúsund punda greiðslu frá olíufyrirtækinu Mobil fyrir að reyna að knýja í gegn breytingar á ljárlögum. -------♦ ♦ ♦------ Ekkja Escobars fyrir rétt VICTORIA Henao, ekkja kól- umbíska eituriyfjabarónsins Pabl- os Escobars, var handtekin í Arg- entínu í vikunni, og sést á mynd- inni færð í járn- um til yfir- heyrslu í höfuð- borginni Buenos Aires. Escobar var skotinn til bana í átökum við fíkniefnalögreglu árið 1993, og hvarf Victoria með börn þeirra frá Kólumbíu árið 1996. Fyrr á þessu ári fannst hún ásamt syni sínum, Juan Pablo, í Argentínu, þar sem þau dvöldust undir fölskum nöfn- um. Hafa þau bæði verið ákærð fyr- ir peningaþvætti og skjalafals. -------♦♦♦-------- EgyptAir-slysið Setningin aldrei sögð Washington. Reuters. EMBÆTTISMAÐUR bandaríska samgönguöryggisráðsins sagði í gær að ýmsar ágiskanir sem settar hefðu verið fram um orsakir EgyptAir-slyssins væru „allsendis rangar“. Sagði hann meðal annars að setningin „Ég hef tekið ákvörð- un, ég fel örlög mín í hendur guðs,“ sem aðstoðarflugmanninum hefur verið eignuð, hafi aldrei verið sögð. Hann hafi aðeins látið nokkur trúarleg orð falla. Ákveðið var í gær að rannsókn slyssins yrði enn um sinn í höndum samgönguöryggisráðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.