Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 38

Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Andleg og skynræn gleði Tónskáldaþing Þorkels Sigur- björnssonar verður haldið í Eld- borg við Svartsengi við Grinda- vík í dag kl. 17.30. Bandaríska tónskáldið William Harper skrifar um Þorkel. Á 18. ÖLD hafði í Vínarborg þróast tónlistar- menning sem flestir íbúar borgarinnar tóku þátt í: tónlistin átti sitt eigið tungumál sem íbúar Vín- ar skildu og skynjuðu. Hver sem var gat skynjað aðgengilegan og meðfæddan þokka Mozarts, áreitið algleymi Beethovens og jarðbundna manngæsku Haydns. I Vín skynjuðu áheyrendur auðveldlega hárfín blæbrigði tónlistarinnar sem báru með sér blæbrigði mannlegra tilfinninga - fyndni, öfundar, kaldhæðni og sorgar. Þessi tengsl tónlistarmanna og áheyrenda finnast nú sjaldan í klassískum tónverkum. I dag hefur klassísk tónlist að mestu verið yfir- gefin sem lifandi listgrein - óperan missti sér- stöðu sína sem ein helsta afþreying manna og djasstónlistin tók við hennar hlutverki sem rót- tæk tónlistarstefna sem átti rætur sínar í samfé- lagi manna. Við lok síðari heimsstyrjaldar hópuð- ust því mörg klassísk tónskáld, full gremju, saman í ríkisreknum stofnunum og tónlistarakad- emíum og sömdu tónlist sem ein- kenndist af hávaða og loftþéttum séreigindum. Klassísk tónlist get- ur stundum virst Bandaríkja- manni sem rykfallinn og yfirgef- inn bær í Arizona þar sem aðeins búa nokkrir gamlii' sérvitringar með köttum sínum og neita að færa sig um set. Þó að Þorkell Sigurbjörnsson hafi numið með nokkrum þessara tónskálda - en þeirra á meðal eru nokkur af leiðandi tónskáldum Darmstadts og Bandarísku akad- emíunnar - þá hefur hann aldrei snúið baki við þeirri tónlist sem einkennir samfélag hans. Tónlist- arkennsla við Tónskólann í Reykjavík og sterk tengsl Þor- kels við íslensku þjóðkirkjuna hafa reynst honum akkeri. Hann hefur af hugmyndaauðgi teygt sig út í margar og ólíkar áttir og fært þjóðfélagi sínu þá andlegu og skynrænu gleði sem í tónlist hans býr. Er ég hlýddi á verk Þorkels, „Góða nótt“, á Voyages-tónlistarhátíðinni við Brown-háskóla í Bandaríkjunum sl. haust heyrði ég melódíska lag- línu sungna af messósópransöngkonunni Lynn Helding. Uppbygging og flutningur laglínunnar kallaði fram í huga mér bæði friðinn og mjúkan styrkinn sem einkenndi flutning Janet Baker á verki Elgars, „Sea Pictures.“ Tónlist Þorkels flæðir úr breskum vötnum á sama hátt og verk Elgars, Vaughn Williams og Britten, en þessi tónskáld tóku líkt og Þorkell öll mikinn þátt í tónlistarlífi samfélags síns. í „Góða nótt“ er einföldu og fallegu stefi end- urtekið velt fram. Það er teygt úr því og því þjappað saman aftur er það líð- ur frá rödd söngvara til hljómsveitar og til baka á ný. Áheyrandanum liður eins og skartgripasali, ástfanginn af gimsteini sínum, sé að sýna honum lit- og ljósbrigði steinsins. Þó að ég sé enn aðeins kunnur fáeinum verka Þorkels þá virðist ein ákveðin tónlistarfor- senda liggja að baki hverju verki. Sin- fóníur Mahlers hljóma eins og þær vilji gleypa allan heiminn. Verk Þor- kels, líkt og japanskar haíkur, færa hlustandanum aftur á móti aðeins einn ákveðinn tónlistarviðburð. Sá grunur læðist þó að áheyrandanum að væri fjöldi verka Þorkels fluttur á einum tónleikum myndu verkin ná að skapa sinn eigin heim. Ég hef heyrt að Þorkell hafi nýlokið við gerð óratóríu í tilefni árþúsunda- skiptanna þar sem leitað sé róta íslenskrar tón- slistar. Ég spái því að á þessum tónleikum muni heill heimur skapast og þetta er verk sem ég verð að heyra og nota frumflutning þess sem afsökun fyrir því að heimsækja ísland á ný. Þorkell Sigurbjörnsson Menning' og nátt- úruauð- æfi - Grindavík Föstudagur 9. júní. Eldborg í Svartsengi kl. 17.30. Námur 1987-2000. Tón- skáldaþing í Illahrauni (III), frummælandi: Þorkell Sigur- björnsson kynnh' eigin verk og Mistar Þorkelsdóttur. Frum- flutt ný hljóðrit af hljómsveitar- verkum þeirra. Kammersveit baltnesku fílharmóníunnar leik- ur. Bláa lónið kl. 20. Illugi Jökulsson flytur „Námaljóð" sitt um Jón Arason, „Velkominn biskup", og önnur ljóð á ljóð ofan og djasstríó Árna Scheving rær á sömu mið. Jenný við Bláa lónið kl. 22. Tríó Eyþórs Gunnarssonar ásamt Ellen Kristjánsdóttur og fleiri gestum. Mörk heiðni og kristni á Egilsstöðum MÖRK heiðni og kristni er sýning sem opnuð verður í Minjasafni Aust- urlands á Egilsstöðum mánudaginn 12. júní kl. 14. Sýningin byggist á fornleifarannsóknum safnsins og Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifa- fræðings á minjum er tengjast iyrstu trúskiptum Islendinga, kristnitök- unni árið 1000. Fjallað verður um trúskiptin út frá þeim merku munum og minjum sem í ljós komu við fom- leifauppgröft ái-in 1997-1999 á ann- ars vegar torfkirkju á bænum Geirs- stöðum í Hróarstungu og hins vegar stafkirkju á bænum Þórarinsstöðum í Seyðisfirði. Byggingarnar og mun- imir verða settir í samhengi við þró- unina í Evrópu á þessu tímabili og uppmni og áhrifavaldar útskýrðir. Merki hátíðarinnar: Mörk heiðni og kristni. Styrkt af Kristnihátíðar- nefnd Sýningin er styrkt af Kristnihátíðar- nefnd, Kristnisjóði og Rannsóknarráði Is- lands. Steingrímur Eyfjörð myndlistar- maður er hönnuður sýningarinnar. Minjasafn Austur- iands verður opið alla daga nema mánudaga í sumar milli kl. 11-17. M-2000 _ Föstudagur 9. júní. Fræðasetrið í Sandgerði. r Kl. 20.30. Mannlíf við opið haf - Fyrirlestur um jarðfræði Reykjanesskagans í umsjá Hauks Jóhannssonar. Dag- skráin er hluti af samstarfs- verkefni Menningarborgar- innar og sveitarfélaga. www.sandgerdi.is. Rvíkurhöfn - Miðbakki Kl. 17. Fíflaskipið er vel þekktur fjöllistahópur sem ferðast á eldgömlu skipi um heimshöfin til að skemmta fólki. Sýningin verður við skipshlið. Miðaverð fyrir fullorðna er 5 kr. á kíló upp að 80 kg eða 400 kr. en 150 kr. fyrir 6-12 ára. Ókeypis fyrir 5 ára og yngri. Fréttir á Netinu vf>mbUs \LLTAf= G/TTH\SA£} A/ÝTT Mynd- ^ bönd í LÍ í TENGSLUM við sýninguna Nýr heimur - stafrænar sýnir era myndbandasýningar kl. 12 og 15 í sal 2, þeim hluta sýningarinnar sem nefnist Islensk og erlend mynd- bönd. I dag, föstudag, verða sýnd tvö verk: Der Westen lebt eftir Klaus vom Brach. Klaus vom Brach er fæddur árið 1952, hefur unnið við gerð mynd- bandsverka og er búsettur í Köln. Sérsýningar á verkum hans hafa m.a. verið í Ríkislistasafninu í Bonn árið 1986 og í Abteiberg-safninu í Mönchengladbach 1988. Hann hlaut Dorothea-von-Stetten-verðlaunin árið 1986. Verkið Either or in Chinatown eftir Gábor Bódy sem oft er kallaður undrabam ungverskrar kvikmynda- gerðar og fæddist í Búdapest árið 1946. Hann stundaði nám í sögu og heimspeki við háskólann í Búdapest árin 1964-71 og lauk námi við kvik- myndaháskólann í Búdapest 1975. Kvikmynd hans, Amerikanische Ansichtskarten, hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Mannheim ár- ið 1976. Bódy hefur gert fjölda kvik- mynda, sjónvarpsmynda og mynd- banda. Ljósmynd/Halldór Bjöm Runólfsson Kyrrmynd af hluta hins hljómræna myndbandsverks „Hraun og mosi“, sem Steina Vasulka samdi fyrir Ljósa- klif, hið nýja gallerí í vestanverðum Hafnarfírði. Inn og út um gjótur MYJVDLIST Ljosaklif, Hafnarfirði MYNDBANDARENNSLI STEINA VASULKA Til 14. júní. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 14-18. LJÓSAKLIF er enn eitt smágall- eríið sem er opnað á höfuðborgar- svæðinu með pomp og prakt, metn- aðarfúllum áformum og miklum myndarbrag, þótt ekkert virðist fjar- stæðara en menn geri sér ferð langt út í hraunið í vestanverðum Firðin- um til þess eins að sjá þar listsýning- ar. En hjónin Einar Már Guðvarðar- son og Susanne Christensen era bjartsýn og vígreif enda verður að segjast að fáir staðir á höfuðborgar- svæðinu búa yfir eins miklum nátt- úralegum töfram og hraunið um- hverfis Ljósaklif. Sýning Steinu Vasulka - Hraun og mosi - er hluti af 2000-dæminu, sem er reyndar eilítið skrítið vegna þess að það hljómar líkast því að Hafnar- fjörður væri tekinn með Reykjavík líkt og hvert annað úthverfi. En ef- laust hef ég eitthvað misskilið menn- ingarborgakerfið, eða það hvernig útfærslan er hugsuð. Það breytir því þó ekki að hér er á ferðinni hörku- sýning, sem ásamt „Myndhvörf“, verki Steinu í Listasafni Islands, telst meiri háttar hvalreki og skerpir til muna þá mynd sem við geram okkur af list hennar. í Ljósaklifi hefur Steina komið fyrir þremur skermum í myrkvuðum salnum. Gestir sitja á stólum og íylgjast með þegar myndbandið fer af stað og upptökuvélin hverfur ofan í gjótur og hraunsprangur. Við- fangsefnið er nálgast frá öllum hugs- anlegum hliðum, þó þannig að skermarnir þrír sýna aldrei ná- kvæmlega sama ferlið. Það er alltaf einhver tímamunur á myndunum sem birtast á tjöldunum þrem. Stundum hverfist upptakan hratt, fer í hringi líkt og upptökuvélinni væri snúið á ási sínum, eða steypist fram eins og foss. Það væri of langt mál að fara ofan í saumana á öllum tæknibrögðum Steinu, en á ákveðnum tímapunkti umbreytir hún hrauninu og mosan- um með því að kubba myndefnið í bita - svokallaða pixla - sem þó halda áfram að streyma þannig að raunsæ útlistun breytist í abstrakt litaspil sem snýst og hnígur fyrir framan áhorfendur. Hljóðið sem fylgir myndmálinu undirstrikar það sem Steina hefur ávallt verið meðvit- uð um, að verk hennar era að granni til hljómræn. Með því að vinna með hreyfanlegar myndir öðlast list Steinu tímanlegt gildi. En ólíkt svo mörgum öðrum myndbandslista- mönnum hefur hún óvenjusterka til- finningu fyrir takti og ryþma. Þannig má skoða þrískiptinguna í „Hraun og mosi“ sem hliðstæðu sin- fóníuhljómsveitar. Öðram megin eru fiðlumar, hinum megin selló og bass- ar, en í miðjunni ber mest á blásturs- hljóðfæranum. Þannig er ekki aðeins hægt að segja að verk Steinu sé mal- erískt, heldur er það jafnframt mahl- eriskt, því taktrænt séð nýtir hún sér skjáskiptinguna líkt og tónskáldið austum'ska nýtti sér hljómsveitina. Stundum eru áhrifin líkust því að hlustað sé eftir tærleik kammer- sveitar, þar sem eitt og eitt hljóðfæri sker sig greinilega úr hópnum en jafnoft tekur hómófónískur alhljóm- ur völdin og verkið streymir fram eins og stórfljót. Ef sýning Steinu Vasulka er til marks um það sem Ljósaklif á eftir að færa okkur mun ekki væsa um galleríið. Það er komið til að vera eins og allur vettvangur þar sem hlutirnir eru ræktir af ástríðu og al- vöra. Til hamingju með opnunina og til hamingju með þetta frábæra opn- unarverk! Haildór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.