Morgunblaðið - 09.06.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.06.2000, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Andleg og skynræn gleði Tónskáldaþing Þorkels Sigur- björnssonar verður haldið í Eld- borg við Svartsengi við Grinda- vík í dag kl. 17.30. Bandaríska tónskáldið William Harper skrifar um Þorkel. Á 18. ÖLD hafði í Vínarborg þróast tónlistar- menning sem flestir íbúar borgarinnar tóku þátt í: tónlistin átti sitt eigið tungumál sem íbúar Vín- ar skildu og skynjuðu. Hver sem var gat skynjað aðgengilegan og meðfæddan þokka Mozarts, áreitið algleymi Beethovens og jarðbundna manngæsku Haydns. I Vín skynjuðu áheyrendur auðveldlega hárfín blæbrigði tónlistarinnar sem báru með sér blæbrigði mannlegra tilfinninga - fyndni, öfundar, kaldhæðni og sorgar. Þessi tengsl tónlistarmanna og áheyrenda finnast nú sjaldan í klassískum tónverkum. I dag hefur klassísk tónlist að mestu verið yfir- gefin sem lifandi listgrein - óperan missti sér- stöðu sína sem ein helsta afþreying manna og djasstónlistin tók við hennar hlutverki sem rót- tæk tónlistarstefna sem átti rætur sínar í samfé- lagi manna. Við lok síðari heimsstyrjaldar hópuð- ust því mörg klassísk tónskáld, full gremju, saman í ríkisreknum stofnunum og tónlistarakad- emíum og sömdu tónlist sem ein- kenndist af hávaða og loftþéttum séreigindum. Klassísk tónlist get- ur stundum virst Bandaríkja- manni sem rykfallinn og yfirgef- inn bær í Arizona þar sem aðeins búa nokkrir gamlii' sérvitringar með köttum sínum og neita að færa sig um set. Þó að Þorkell Sigurbjörnsson hafi numið með nokkrum þessara tónskálda - en þeirra á meðal eru nokkur af leiðandi tónskáldum Darmstadts og Bandarísku akad- emíunnar - þá hefur hann aldrei snúið baki við þeirri tónlist sem einkennir samfélag hans. Tónlist- arkennsla við Tónskólann í Reykjavík og sterk tengsl Þor- kels við íslensku þjóðkirkjuna hafa reynst honum akkeri. Hann hefur af hugmyndaauðgi teygt sig út í margar og ólíkar áttir og fært þjóðfélagi sínu þá andlegu og skynrænu gleði sem í tónlist hans býr. Er ég hlýddi á verk Þorkels, „Góða nótt“, á Voyages-tónlistarhátíðinni við Brown-háskóla í Bandaríkjunum sl. haust heyrði ég melódíska lag- línu sungna af messósópransöngkonunni Lynn Helding. Uppbygging og flutningur laglínunnar kallaði fram í huga mér bæði friðinn og mjúkan styrkinn sem einkenndi flutning Janet Baker á verki Elgars, „Sea Pictures.“ Tónlist Þorkels flæðir úr breskum vötnum á sama hátt og verk Elgars, Vaughn Williams og Britten, en þessi tónskáld tóku líkt og Þorkell öll mikinn þátt í tónlistarlífi samfélags síns. í „Góða nótt“ er einföldu og fallegu stefi end- urtekið velt fram. Það er teygt úr því og því þjappað saman aftur er það líð- ur frá rödd söngvara til hljómsveitar og til baka á ný. Áheyrandanum liður eins og skartgripasali, ástfanginn af gimsteini sínum, sé að sýna honum lit- og ljósbrigði steinsins. Þó að ég sé enn aðeins kunnur fáeinum verka Þorkels þá virðist ein ákveðin tónlistarfor- senda liggja að baki hverju verki. Sin- fóníur Mahlers hljóma eins og þær vilji gleypa allan heiminn. Verk Þor- kels, líkt og japanskar haíkur, færa hlustandanum aftur á móti aðeins einn ákveðinn tónlistarviðburð. Sá grunur læðist þó að áheyrandanum að væri fjöldi verka Þorkels fluttur á einum tónleikum myndu verkin ná að skapa sinn eigin heim. Ég hef heyrt að Þorkell hafi nýlokið við gerð óratóríu í tilefni árþúsunda- skiptanna þar sem leitað sé róta íslenskrar tón- slistar. Ég spái því að á þessum tónleikum muni heill heimur skapast og þetta er verk sem ég verð að heyra og nota frumflutning þess sem afsökun fyrir því að heimsækja ísland á ný. Þorkell Sigurbjörnsson Menning' og nátt- úruauð- æfi - Grindavík Föstudagur 9. júní. Eldborg í Svartsengi kl. 17.30. Námur 1987-2000. Tón- skáldaþing í Illahrauni (III), frummælandi: Þorkell Sigur- björnsson kynnh' eigin verk og Mistar Þorkelsdóttur. Frum- flutt ný hljóðrit af hljómsveitar- verkum þeirra. Kammersveit baltnesku fílharmóníunnar leik- ur. Bláa lónið kl. 20. Illugi Jökulsson flytur „Námaljóð" sitt um Jón Arason, „Velkominn biskup", og önnur ljóð á ljóð ofan og djasstríó Árna Scheving rær á sömu mið. Jenný við Bláa lónið kl. 22. Tríó Eyþórs Gunnarssonar ásamt Ellen Kristjánsdóttur og fleiri gestum. Mörk heiðni og kristni á Egilsstöðum MÖRK heiðni og kristni er sýning sem opnuð verður í Minjasafni Aust- urlands á Egilsstöðum mánudaginn 12. júní kl. 14. Sýningin byggist á fornleifarannsóknum safnsins og Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifa- fræðings á minjum er tengjast iyrstu trúskiptum Islendinga, kristnitök- unni árið 1000. Fjallað verður um trúskiptin út frá þeim merku munum og minjum sem í ljós komu við fom- leifauppgröft ái-in 1997-1999 á ann- ars vegar torfkirkju á bænum Geirs- stöðum í Hróarstungu og hins vegar stafkirkju á bænum Þórarinsstöðum í Seyðisfirði. Byggingarnar og mun- imir verða settir í samhengi við þró- unina í Evrópu á þessu tímabili og uppmni og áhrifavaldar útskýrðir. Merki hátíðarinnar: Mörk heiðni og kristni. Styrkt af Kristnihátíðar- nefnd Sýningin er styrkt af Kristnihátíðar- nefnd, Kristnisjóði og Rannsóknarráði Is- lands. Steingrímur Eyfjörð myndlistar- maður er hönnuður sýningarinnar. Minjasafn Austur- iands verður opið alla daga nema mánudaga í sumar milli kl. 11-17. M-2000 _ Föstudagur 9. júní. Fræðasetrið í Sandgerði. r Kl. 20.30. Mannlíf við opið haf - Fyrirlestur um jarðfræði Reykjanesskagans í umsjá Hauks Jóhannssonar. Dag- skráin er hluti af samstarfs- verkefni Menningarborgar- innar og sveitarfélaga. www.sandgerdi.is. Rvíkurhöfn - Miðbakki Kl. 17. Fíflaskipið er vel þekktur fjöllistahópur sem ferðast á eldgömlu skipi um heimshöfin til að skemmta fólki. Sýningin verður við skipshlið. Miðaverð fyrir fullorðna er 5 kr. á kíló upp að 80 kg eða 400 kr. en 150 kr. fyrir 6-12 ára. Ókeypis fyrir 5 ára og yngri. Fréttir á Netinu vf>mbUs \LLTAf= G/TTH\SA£} A/ÝTT Mynd- ^ bönd í LÍ í TENGSLUM við sýninguna Nýr heimur - stafrænar sýnir era myndbandasýningar kl. 12 og 15 í sal 2, þeim hluta sýningarinnar sem nefnist Islensk og erlend mynd- bönd. I dag, föstudag, verða sýnd tvö verk: Der Westen lebt eftir Klaus vom Brach. Klaus vom Brach er fæddur árið 1952, hefur unnið við gerð mynd- bandsverka og er búsettur í Köln. Sérsýningar á verkum hans hafa m.a. verið í Ríkislistasafninu í Bonn árið 1986 og í Abteiberg-safninu í Mönchengladbach 1988. Hann hlaut Dorothea-von-Stetten-verðlaunin árið 1986. Verkið Either or in Chinatown eftir Gábor Bódy sem oft er kallaður undrabam ungverskrar kvikmynda- gerðar og fæddist í Búdapest árið 1946. Hann stundaði nám í sögu og heimspeki við háskólann í Búdapest árin 1964-71 og lauk námi við kvik- myndaháskólann í Búdapest 1975. Kvikmynd hans, Amerikanische Ansichtskarten, hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Mannheim ár- ið 1976. Bódy hefur gert fjölda kvik- mynda, sjónvarpsmynda og mynd- banda. Ljósmynd/Halldór Bjöm Runólfsson Kyrrmynd af hluta hins hljómræna myndbandsverks „Hraun og mosi“, sem Steina Vasulka samdi fyrir Ljósa- klif, hið nýja gallerí í vestanverðum Hafnarfírði. Inn og út um gjótur MYJVDLIST Ljosaklif, Hafnarfirði MYNDBANDARENNSLI STEINA VASULKA Til 14. júní. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 14-18. LJÓSAKLIF er enn eitt smágall- eríið sem er opnað á höfuðborgar- svæðinu með pomp og prakt, metn- aðarfúllum áformum og miklum myndarbrag, þótt ekkert virðist fjar- stæðara en menn geri sér ferð langt út í hraunið í vestanverðum Firðin- um til þess eins að sjá þar listsýning- ar. En hjónin Einar Már Guðvarðar- son og Susanne Christensen era bjartsýn og vígreif enda verður að segjast að fáir staðir á höfuðborgar- svæðinu búa yfir eins miklum nátt- úralegum töfram og hraunið um- hverfis Ljósaklif. Sýning Steinu Vasulka - Hraun og mosi - er hluti af 2000-dæminu, sem er reyndar eilítið skrítið vegna þess að það hljómar líkast því að Hafnar- fjörður væri tekinn með Reykjavík líkt og hvert annað úthverfi. En ef- laust hef ég eitthvað misskilið menn- ingarborgakerfið, eða það hvernig útfærslan er hugsuð. Það breytir því þó ekki að hér er á ferðinni hörku- sýning, sem ásamt „Myndhvörf“, verki Steinu í Listasafni Islands, telst meiri háttar hvalreki og skerpir til muna þá mynd sem við geram okkur af list hennar. í Ljósaklifi hefur Steina komið fyrir þremur skermum í myrkvuðum salnum. Gestir sitja á stólum og íylgjast með þegar myndbandið fer af stað og upptökuvélin hverfur ofan í gjótur og hraunsprangur. Við- fangsefnið er nálgast frá öllum hugs- anlegum hliðum, þó þannig að skermarnir þrír sýna aldrei ná- kvæmlega sama ferlið. Það er alltaf einhver tímamunur á myndunum sem birtast á tjöldunum þrem. Stundum hverfist upptakan hratt, fer í hringi líkt og upptökuvélinni væri snúið á ási sínum, eða steypist fram eins og foss. Það væri of langt mál að fara ofan í saumana á öllum tæknibrögðum Steinu, en á ákveðnum tímapunkti umbreytir hún hrauninu og mosan- um með því að kubba myndefnið í bita - svokallaða pixla - sem þó halda áfram að streyma þannig að raunsæ útlistun breytist í abstrakt litaspil sem snýst og hnígur fyrir framan áhorfendur. Hljóðið sem fylgir myndmálinu undirstrikar það sem Steina hefur ávallt verið meðvit- uð um, að verk hennar era að granni til hljómræn. Með því að vinna með hreyfanlegar myndir öðlast list Steinu tímanlegt gildi. En ólíkt svo mörgum öðrum myndbandslista- mönnum hefur hún óvenjusterka til- finningu fyrir takti og ryþma. Þannig má skoða þrískiptinguna í „Hraun og mosi“ sem hliðstæðu sin- fóníuhljómsveitar. Öðram megin eru fiðlumar, hinum megin selló og bass- ar, en í miðjunni ber mest á blásturs- hljóðfæranum. Þannig er ekki aðeins hægt að segja að verk Steinu sé mal- erískt, heldur er það jafnframt mahl- eriskt, því taktrænt séð nýtir hún sér skjáskiptinguna líkt og tónskáldið austum'ska nýtti sér hljómsveitina. Stundum eru áhrifin líkust því að hlustað sé eftir tærleik kammer- sveitar, þar sem eitt og eitt hljóðfæri sker sig greinilega úr hópnum en jafnoft tekur hómófónískur alhljóm- ur völdin og verkið streymir fram eins og stórfljót. Ef sýning Steinu Vasulka er til marks um það sem Ljósaklif á eftir að færa okkur mun ekki væsa um galleríið. Það er komið til að vera eins og allur vettvangur þar sem hlutirnir eru ræktir af ástríðu og al- vöra. Til hamingju með opnunina og til hamingju með þetta frábæra opn- unarverk! Haildór Björn Runólfsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.