Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Haraldur Ólafsson veðurfræðingur rannsakar myndun vindstrengja í landslaginu Reiknar út hvernig lands- lagið stýrir vindáttinni HARALDUR Ólafsson veðurfræð- ingfur, sem starfar við Háskóla Is- lands og Veðurstofuna, vinnur um þessar mundir að rannsóknar- verkefni sem felst í að reikna út hvar vindstrengir og skjól myndast í flóknu landslagi. Á meðfylgjandi korti má sjá dæmi úr niðurstöðum Haralds og samstarfsmanns hans Ólafs Rögn- valdssonar þar sem sýnd er dæmi- gerð norðaustanátt á höfuðborgar- svæðinu. „Það fer ekkert á milli mála að þessi norðaustanátt er býsna hvöss sums staðar en mun hægari annars staðar. Vindáttin er líka nokkuð breytileg. Sums staðar fer hún yfir í hreina austanátt en annars staðar er vindurinn mjög norðlægur," seg- ir Haraldur í samtali við Morgun- blaðið. „Reikningar af þessari ná- kvæmni á vindi í raunverulegu landslagi hafa ekki verið gerðir mér vitanlega hér á Islandi áður og óvíða í öðrum löndum og þá með mismunandi árangri,“ segir hann. Aðferð til að meta vindafar í flóknu landslagi Aðspurður hvort einnig væri hægt að nota svona útreikninga við veðurspár eða þeir jafnvel komið í stað veðurspár að einhverju leyti sagði Haraldur að engir vísindaleg- ir þröskuldar stæðu í vegi fyrir því að veður væri reiknað með þessum hætti nokkra daga fram í tímann. Tiilit tekið til veðurfars við skipulag íbúðabyggðar Hann sagði að ástæða þess að hann hefði ákveðið að beina athygli sinni að höfuðborgarsvæðinu í þessu verkefni væri sú að unnið væri að skipulagningu byggðar í Hamrahlíðarlöndum við Ulfarsfell og áhugi væri á að taka tillit til veð- urfars við skipulagsvinnu vegna hverfisins. „Þetta gæti Iíka verið tæki til að sjá hvar skynsamlegt er að setja upp vindrafstöðvar,“ segir hann. Haraldur var spurður hvort hægt væri að nota þessa aðferð til að sjá hvar vindstrengir og veðurskjól mynduðust í einstökum borgar- hlutum og hverfum og sagði hann að það ætti að vera mögulegt með nokkurri nákvæmni. niftnTiraíf nfrmrfíiiiTfjji m'i 11 n'\ iirfi 11 ríi hí ' liujli-lljLP-ljtlí-ljUUýuí-.4DDjú11 ui ii imiimf - Rannsóknarverkefni Haraldar Ólafssonar veðurfræðings þar sem reiknað er út hvar vindstrengir og skjól myndast í flóknu landslagi. Miðvikudaginn 22. mars 1999 var norðaustan kaldi á höfuðborgarsvæðinu. Á kortinu hér að ofan má sjá dæmi um hvernig landslagið stýrir vindinum, bæði hvað snertir vindstyrk og vindstefnu. Mest áberandi er hvað Hvalfjarðar- strengurinn er sterkur og hvað hann nær langt út úr fjarðarmynninu. Eins koma fram skjóláhrif bæði af Akrafjalli og Esjunni. 20% nemenda Korpuskóla fóru í leyfí frá skólanum síðasta vetur Skólastjórar þurfa að veita nemendum heimild Að sögn Haralds er samræmið á milli þessara útreikninga og veður- athugana hér á landi býsna gott. „Hér virðist vera komin aðferð til að meta vindafar í flóknu lands- lagi,“ segir hann. Aðspurður segir Haraldur þó reikninga af þessu tagi ekki koma í stað vindmælinga þó að nýta megi þá í veðurfarsrannsóknum. „Þetta eru bara reikningar, ekki raunveruleikinn, og til að hægt sé að vera nokkuð viss um að reikn- ingarnir gefi ekki mjög ranga mynd af raunveruleikanum þarf að vera hægt að bera þá saman við mælingar. Reikningarnir geta hins vegar verið til verulegrar aðstoðar við að ákveða hvar eigi að mæla. Það mætti t.d. hugsa sér að ef ætti að leggja 20 km langan veg og menn vildu vita hversu hvasst verð- ur á veginum, þá væri hægt að reikna vindinn við ýmsar aðstæður, finna þá staði þar sem hvassast er og setja vindmæli þar í stað þess að hafa t.d. 200 vindmæla með 100 metra millibili," segir hann. GUÐNI Olgeirsson, deildarsér- fræðingur í grunnskóladeild menntamálaráðuneytisins, segir að foreldrar eða forráðamenn geti ekki tekið barn sitt tímabundið úr grunn- skóla nema með heimild skólastjóra. Skýrt sé kveðið á um það í lögum um grunnskóla og ennfremur segir hann að sú lagagrein hafí verið ítrekuð í svörum menntamála- ráðuneytisins frá apríl sl. við fyrir- spurn aðstoðarskólastjóra Korpu- skóla í Reykjavík um þetta efni. Greint var frá því í Morgunblað- inu í gær að formaður Skjólastjóra- félags Islands, Þorsteinn Sæberg, líti svo á að með svörum ráðuneytis- ins sé verið að heimila foreldrum eða forráðamönnum að taka börn sín úr skóla án sérstakrar heimildar skólastjóra. Hafa skólastjórar bent á að vetrarleyfi nemenda hafi færst mjög í vöxt á undanförnum árum og tekið sem dæmi að um 20% nem- enda í Korpuskóla hafi verið í fríi síðasta vetur frá einum degi upp í fimmtán daga vegna ferðalaga. Þar af hafi þrjú börn verið fjar- verandi í samræmdum prófum í 4. bekk. Af þeim ástæðum sendi að- stoðarskólastjóri Korpuskóla, Auð- ur Stefánsdóttir, erindi til mennta- málaráðherra, Björns Bjarnasonar, síðasta vetur þar sem hún spurði hver réttur skólastjórnenda væri til að neita foreldrum eða forráða- mönnum um frí fyrir nemendur á starfstíma skóla. I svörum menntamálaráðuneytis- ins við fyrirspurn skólastjórnanda Korpuskóla segir m.a.: „Samkvæmt" 8. gr. [grunnskólalagaj getur for- ráðamaður skólaskylds barns tekið það tímabundið úr skóla og skóla- stjóri, að höfðu samráði við umsjón- arkennara, heimilað það ef gildar ástæður eru til þess. I greinargerð með frumvarpinu eru tilfærð sem dæmi um gildar ástæður keppnis- ferðir í íþróttum, aðstoð við bændur á álagstímum og aðrar tímabundnar fjarvistir sem skólastjóri metur gildar.“ Síðan segir í svari ráðuneytisins: „Menntamálaráðuneytið lítur svo á að fjölskylduferðir geti verið gildar ástæður í þessu sambandi enda hef- ur sú hefð skapast að foreldrar geti tekið börn sín með t.d. í skíðaferðir eða aðrar skemmtiferðir til út- landa.“ Þá er þess getið að í 8. gr. grunnskólalaganna komi skýrt fram að foreldrar eða forráðamenn séu ábyrgir fyrir því að nemandinn vinni upp það sem hann missi úr námi á meðan á undanþágu frá skólasókn stendur. Guðni Olgeirsson ítrekar að ráðu- neytið líti á fjölskylduferðir eins og þær sem að ofan er getið um sem gildar ástæður fyrir því að barn sé tekið úr skóla um tíma en að öðru leyti sé það skólastjóranna að meta gildi ástæðnanna. Deilan snýst um gildu ástæðuna Þegar rætt er við skólastjórnend- ur kemur í ljós að það er einmitt þessi nýja túlkun ráðuneytisins á gildum ástæðum sem veldur því að þeir líti svo á að þeir hafi í raun ekk- ert um það að segja að börnum sé kippt tímabundið úr skóla. „Það er ekki hægt að túlka úrskurðinn öðru- vísi en svo að hann gefi leyfi fyrir því að foreldrar geti tekið börnin sín úr skóla til að fara í skemmtiferðir að vetri til,“ segir Auður Stefáns- dóttir, aðstoðarskólastjóri Korpu- skóla. í sama streng tekur Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafé- lags íslands. En þegar honum er bent á að í svörum ráðuneytisins sé tekið fram að fjölskylduferðir geti verið gildar ástæður en ekki að þær séu gildar ástæður segir hann að skólastjórar geti ekki farið að túlka „loðin svör“ ráðuneytisins. Foreldr- ar muni án efa líta svo á að fjöl- skylduferðir séu gildar ástæður fyr- ir tímabundnu leyfi frá skóla. „Við getum ekki farið að meta það hvort það sé gild ástæða að fara til Kan- aríeyja en ekki gild ástæða að fara til Mallorca,“ útskýrir hann. „Við getum því ekki hafnað ósk- um foreldra þegar um slíkar ferðir er að ræða enda hefur ráðuneytið viðurkennt þær sem hefð.“ Þor- steinn segir að skólastjórar hafi með öðrum orðum ekkert um það segja hvort börn fari tímabundið úr skóla vegna slíkra ferða eða ekki. Þegar foreldrar biðja um skriflegt leyfi fyrir börnin í slíkum tilvikum þurfi skólastjórar því aðeins að rita móttekið á pappírana sem þýði að vinnustaður barnanna hafi vitn- eskju um fjarveru barnsins næstu vikurnar. Þeir skólastjórnendur sem Morg- unblaðið ræddi við af þessu tilefni segjast ekki í vafa um að vetrarleyfi nemenda hafi færst í vöxt á undan- förnum árum. Einkum á haustin og í kringum páskafríin en þá sé, svo dæmi sé tekið, verið að framlengja páskaleyfið um einhverja daga vegna ferðalaga. Ástæðan sé senni- lega breyttur frítími fjölskyldunnar. Fólk sé farið að færa hluta af orlof- inu yfir á vetrartímann og þá spili einnig inn í að margra mati hagstæð verðtilboð á utanlandsferðum á vet- urna. é Oxfordsteinn BM'VALLÁ Breskur stíll í steinlögnum. Kynntu þér spennandi Söludeild í Fornalundi hugmyndir fyrir garðinn þinn Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 á www.bmvalla.is www.bmvalla.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.