Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 13 Búist við að 10 þúsund íslendingar fari til Kanaríeyja í vetur Hugmynd um íslenska endur- hæfingarstöð KLARA Baldursdóttir, sem búið hefur á Kanaríeyjum í áratugi, segir Islendinga ættu að nota tækifærið til að koma upp endur- hæfingarstöð á Kanaríeyjum, meðan enn er svigrúm til en Klara segir það mikið hafa verið byggt á Kanaríeyjum undanfarin ár að ekki verði mikið pláss til fram- kvæmda í framtíðinni. Klara segir að m.a. hafi Norðmenn byggt end- urhæfingarstöð og norska ríkið sendi sjúklinga á hverjum vetri til endurhæfingar. Um 10 þúsund Is- lendingar lögðu leið sína til Kan- aríeyja síðasta vetur. „Það kemur svo margt fólki hingað og ég er viss um að það væri markaður fyrir heilsuhæli og endurhæfingarstöð hér auk þess sem það yrði eflaust ódýrara fyrir ríkið enda kostnaður við hvern sjúkling minni hér.“ Klara er þó ekki að leggja til að ríkið standi sjálft fyrir byggingunni, heldur einkaaðilar. „Mér finnst tími til kominn að bjóða upp á þetta hér, þangað sem svo margir íslendingar sækja á hveijum vetri, margir til að hvfla sig á vetrinum og endur- nærast." Klara þekkir íslenska ferðamenn vel því þeir sækja mik- ið á veitingastað hennar. „Eg hef fylgst með ferðum Islendinga hingað síðan 1973. Þeim fer fjölg- andi á hverju ári. Hér eru nokkur hundruð manns að staðaldri yfir veturinn." Aukinn straumur ungs fólks til Kanaríeyja Síðasta vetur lögðu tæplega tíu þúsund íslendingar land undir fót til Kanaríeyja og segjast fulltrúar ferðaskrifstofanna gera ráð fyrir nokkuð svipuðum fjökla í vetur þó að dregið hafi verið úr sætafram- boði. Andri Már Ingólfsson hjá Heimsferðum sagði í samtali við Morgunblaðið að viðbrögð við Morgunblaðið/Golli Fjöldi íslendinga leggur leið sína til Kanaríeyja á ári hveiju. vetrarferðum væru mjög góð og þegar væru 1.180 manns búnir að bóka far. Andri sagði mikið um fastagesti en yngra fólkið væri farið að sækja meira þangað, sér- staklega eftir að farið var að bjóða upp á vikuferðir. Andri _ sagðist búast við að um 4.000 fs- lendingar færu til Kanarí á veg- um Heimsferða í vetur. Páll Þór Ármann, markaðsstjóri hjá Úr- vali-Útsýn, sagðist halda að um 4.300 til 4.500 færu á þeirra veg- um til Kanaríeyja en Sam- vinnuferðir gera ráð fyrir að selja um 1.500 ferðir. Þorsteinn Guð- jónsson, markaðsstjóri Sam- vinnuferða, tók undir með Andra að aukin ásókn yngra fólks í ferð- irnar væri nýjung en Páll Þór benti einnig á að veturinn væri að verða æ vinsælli tími til ferðalaga, fólk vildi greinilega hvfla sig á hörðum íslenskum vetri. Samningar tókust í langvinnum kjaradeilum á Fáskrúðsfírði Náðu fram kröfum um fjölda vaktmanna SAMNINGAR tókust í fyrrinótt á milli Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar og Samtaka at- vinnulífsins fyrir hönd Loðnuvinnslunnar hf. og Kaupfé- lags Fáskrúðsfjarðar. Þar með var bundinn endir á kjaradeilu sem staðið hafði yfir frá júnímánuði en vinna lá niðri í verksmiðju Loðnu- vinnslunnar frá 8. júlí. Auk þess var gengið frá samningum á milli verkalýðsfélagsins og Kaupfélags- ins um löndun á frosnum afurðum úr vinnsluskipum, en sú deila hafði staðið yfir í þrjú ár frá 1997. Meginatriði deilunnar í Loðnu- vinnslunni snerist um starfs- mannafjölda á vöktum. Um síðustu áramót voru sex menn á hvorri vakt, en var fækkað um einn mann í upphafi ársins og í vor stóð til að fækka í fimm manns á hinni vakt- inni einnig. Þetta sættu starfs- menn sig ekki við á meðan stjórn- endur verksmiðjunnar töldu það skýlausan rétt að geta ráðið fjölda starfsmanna í verksmiðjunni. Starfsmenn himinlifandi vegna niðurstöðu samninganna Það sem hjó á hnútinn í deilunni var undirskrifuð yfirlýsing frá stjórnendum Loðnuvinnslunnar, þar sem fram kemur að í verk- smiðjunni muni starfa samtals tólf starfsmenn á vöktum, en það er sá fjöldi sem til staðar var um síðustu áramót, eða 6 manns á hvorri vakt. í yfirlýsingunni segir jafnframt að þegar nýr aðalketill verði tekinn í notkun og/eða aðrar tæknibreyt- ingar gerðar, verði gerð úttekt á starfsmannaþörf þegar unnið sé á vöktum. Úttektina á óháð verk- fræði- og ráðgjafafyrirtæki að sjá um og verður fyrirtækið valið í samráði við þriggja manna trúnað- arráð starfsmanna. Stjórnendum verksmiðjunnar er ætlað að taka mið af niðurstöðum úttektarinnar og standa auk þess að fundum starfsmanna og stjórnenda Loðnu- vinnslunnar um málefni fyrirtæk- isins og taka þar einnig til um- ræðu samskipti starfsmanna við stjórnendur. Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar, sagði að deilan hefði verið leyst á sömu forsendum og byjað var með í upphafi og ósk- að var eftir fyrir fjórum mánuðum þegar viðræður hófust. „Þá var þetta okkar óskastaða. Og þessu var hafnað mánuðum saman. Síðan kemur þessi staða upp á endanum og miklu lengra gengið heldur en við vildum í upp- hafi. Mennirnir eru alveg himinlif- andi yfir því að hafa fengið þessu framgengt. En það er svolítið nöt- urlegt að þetta skuli hafa endað á þeim stað sem við byrjuðum á, eft- ir allan þennan tíma.“ Samhliða því að deilan um starfsmannafjölda var leyst með yfirlýsingu stjórnenda Loðnuvinnslunnar, var gengið frá sérkjarasamningi við starfsmenn sem að sögn Ara Edwald, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins, er nær samhljóða þeim samningum sem gerðir hafa verið fyrr á þessu ári við starfsmenn i fiskimjölsverksmiðjum víðsvegar um landið. Við það bætist önnur yfirlýsing frá stjórnendum, þar sem fram kemur að verði starfs- maður ráðinn til Loðnuvinnslunnar hf. frá Kaupfélagi Fáskrúðsfirð- inga, haldi sá starfsmaður áunnum veikindarétti, en starfsmenn höfðu lagt áherslu á að menn gætu hald- ið réttindum sinum ef þeir réðu sig á milli þessara tveggja nátengdu fyrirtækja. Vonast til að bæta samskipti starfsmanna og stjórnenda Ari Edwald sagði í samtali við Morgunblaðið að verksmiðjan hafi verið tilbúin að greiða ákveðinn bónus þar til tæknibreytingar yrðu teknar í gagnið sem gert er ráð fyrir að spari vinnuafl. En þá hafi komi upp ágreiningur um hversu hár slíkur bónus ætti að vera og hve lengi hann ætti að standa o.s.frv. Niðurstaðan hafi því orðið sú að hafa óbreyttan starfsmanna- fjölda frá síðustu áramótum. Á meðan deilan stóð yfir lögðu stjórnendur verksmiðjunnar ríka áherslu á afdráttarlausan rétt þeirra til að ákveða starfsmanna- fjöldann, og Ari segir það alveg skýrt að stjórnendur séu ekki að afsala sér neinum stjórnunarrétti varðandi starfsmannamál verk- smiðjunnar þótt gengið hafi verið að þeirri kröfu starfsmanna að fækka ekki mönnum á vöktum, miðað við óbreyttar forsendur. „En þetta ferli sem menn setja upp er til þess að skapa þeim ákvörðunum sem teknar eru um þessi mál trúverðugleika hjá starfsmönnum og til þess að bæta samskiptin við þá. Og það er auð- vitað hlutur sem við vonumst til að þróist áfram. Hluti af því hversu erfið þessi deila hefur verið er að hún hefur farið að nokkru í pers- ónulegan farveg sem hefur ekki auðveldað lausn deilumáls í litlu samfélagi. Við erum að gera okkur vonir um að samkomulagið og þær niðurstöður sem þarna urðu leggi drög að því að þessi samskipti komist í eðlilegt horf, þannig að menn geti einbeitt sér að rekstri þessara fyrirtækja til hagsbóta fyrir byggðarlagið." Samið í þriggja ára deilu um löndun úr frystiskipum í fyrrinótt var einnig lokið við að semja í þriggja ára gamalli deilu verkalýðsfélagsins og Kaup- félags Fáskrúðsfjarðar um löndun á frosnum afurðum úr vinnsluskip- um. Ari Edwald segir að það hafi verið gríðarlega mikill áfangi vegna þess að frystigeymsla Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga hafi staðið lítið notuð, þar sem ekki hafði ver- ið til samningur um vinnu við upp- skipun úr frystiskipum. „En nú er von til þess að hægt sé að nýta þau tækifæri sem hún skapar. Lykillinn að því að lausn náðist var að menn ákváðu að gera ákveðna tilraun í tiltekinn löndun- arfjölda og bera saman mismun- andi aðferðir við útreikninga á bónus og sjá hvað félli best að starfseminni þarna áður en endan- leg ákvörðun yrði tekin um það hvaða fyrirmynd myndi ráða.“ Eiríkur Stefánsson segir starfs- menn telja að þarna hafið tekist að ná niðurstöðu sem tryggi að úttekt verði gerð og að greitt verði sér- staklega fyrir þau skip sem eru erfiðari i löndun en önnur. „Það er verið að tala um að sanngjarnt tímavinnukaup í þess- um útskipunum sé á bilinu 1.500- 1.800 krónur á tímann, en menn voru að fara niður í 800-900 krón- ur á þessum skipum okkar árið 1997 og út frá því byrjuðu þessi Doktor í læknis- fræði • MARGRÉT Birna Andrésdóttir varði doktorsritgerð í læknisfræði við háskólasjúkrahúsið í Nijmegen í Hollandi hinn 5. júní síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið „Recurr- ence of glomer- ulonephritis after renal transplant- ation - a single- eentre study“. Leiðbeinendur voru Prof. R. Koene, Dr. J. Wetzels og Dr. K. Assmann. And- mælendur voru Prof. R. ten Berge, Prof. D. Ruiter, Prof. J. Weening, Prof. L. Monnens, Prof. B. de Pauw, Dr. D. Hollander og Dr. A. Hoitsma. I ritgerðinni er fjallað um endur- komu upprunalegs nýrnasjúkdóms eftir nýraígræðslu. Rannsakaðar voru um 2.000 nýraígræðslur sem hafa verið gerðar á háskólasjúkra- húsinu í Nijmegen á tímabilinu frá 1968 til 1997 og voru valdir sjúkling- ar sem hafa gauklabólgu sem orsök fyrir nýrnabilun á lokastigi. Fjallað er um hvernig sjúkdómurinn birtist á ný í hinu ígrædda nýra, skoðuð voru vefjasýni og kannað hvort end- urkomu sjúkdómsins fylgdu ein- kenni eins og eggjahvíta í þvagi og versnandi nýrnastarfsemi. Einnig voru kannaðir mögulegir áhættu- þættir fyrir endurkomu grunnsjúk- dómsins í ígrædda nýrað og hvort sjúkdómurinn komi frekar fram í nýra úr lifandi, skyldum gjafa en látnum. Margrét útskrifaðist úr lækna- deild Háskóla íslands 1984. Hún stundaði framhaldsnám í lyflæknis- fræði í Rotterdam í Hollandi og síð- an í nýrnasjúkdómum sem undir- sérgrein við háskólasjúkrahúsið í Nijmegen. Síðan 1999 hefur hún starfað sem verkefnisstjóri af- komendarannsóknai' Hjartavernd- ar. Margrét fæddist í Reykjavík hinn 14. september 1957, dóttir Andrésar Bjömssonar, fyrrverandi útvarps- stjóra, og Margrétar Helgu Vil- hjálmsdóttur. Eiginmaður Margrét- ar er Jón Þórisson arkitekt og eiga þau tvö böm. Fundu fíkniefni og gaskúta LÖGREGLAN í Reykjavík hafði á miðvikudag afskipti af bifreið með þremur ungmennum innanborðs. I bifreiðinni fundust áhöld til fíkniefna- neyslu og tóbak sem talið er að hafi verið blandað með fíkniefnum. Auk þess vom í bílnum þrú- gas- kútar en granur leikur á að þeim hafi verið hnuplað af bensínstöð. átök.‘ TEATER OG DANS I NORDEN Norræna leiklistar- og dansnefndin TEATER OG DANS I NORDEN er mikilvægur aðili sviðs- listar á Norðurlöndum. TEATER OG DANS I NORDEN styður m.a.: • gestaleiki • norrænar gististöður leikstjóra, danshöfunda, leik- myndahöfunda • norrænar áætlanir sviðsiistar. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðunni: www.nordscen.dk Umsóknarfrestur: 15. október, 15. janúar og 15. apríl. Umsóknareyðublöð má fá hjá TEATER OG DANS I NORDEN eða á www.nordscen.dk TEATER OG DANS I NORDEN Vesterbrogade 26, Dk-1620, Kobenhavn V., Danmörk. Sími: +45 3322 4555. Bréfsími: +45 3324 0157. Tölvupóstur: post@nordscen.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.