Morgunblaðið - 15.09.2000, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Formaður Evrópusambands ljósvakamiðla í ríkiseigu var gestur Ríkisútvarpsins
Miðlar sem eru í eigu al-
mennings tryggja gæði og
menningarlega fíölbreytni
Bob Collins, útvarpsstjóri írska
ríkisútvarpsins og formaður sjónvarps-
nefndar Evrópusambands ljósvaka-
miðla í ríkiseigu (EBU), var gestur Ríkis-
útvarpsins á dögunum.
AÐ EBU standa systur-
stofnanir Ríkisútvarpsins
í löndum Evrópu og Bob
Collins, formaður sjón-
varpsnefndar EBU og útvarpsstjóri
írska ríkisútvarpsins, segir að sam-
tökin gegni þýðingarmiklu hlutverki
við að miðla efni milli þeirra og
marka sameiginlega stefnu fyrir al-
menningssjónvarp, eins og hann kýs
að kalla starfsemi sjónvarpsstöðva
sem ekki eru í einkaeigu.
„EBU er ætlað að breiða út al-
menningssjónvarp og -útvai'p og
gangast fyrir því að ljósvakamiðlar í
eigu almennings í álfunni hafi með
sér samvinnu og skiptist á efni. I
gegnum EBU fara t.d. fram dagleg
fréttaskipti og umsjón með sam-
vinnu um sjónvarpssendingar frá
stórviðburðum á borð við Ólympíu-
leikana," segir Bob Collins. „EBU
stendur fyrir og stuðlar að alls konai’
samvinnuverkefnum svo sem gerð
heimildarmynda, bamaþátta, tón-
listarþátta og leikinna mynda og er
mjög stór aðili á því sviði á evrópsk-
um sjónvarpsmarkaði. EBU á einnig
í samstarfi við Evrópusambandið og
Evrópuráðið um mótun stefnu í ljós-
vakamiðlun og ég held að samtökin
hafi haft mikla þýðingu fyrir ljós-
vakamiðlun í álfunni undanfarin 50
ár, ekki síst fyrir smærri þjóðir og
meðalstórar. Ég held að þeirra
áhrifa muni áfram gæta í framtíð-
inni.“
Bob Collins vill tala um ljósvaka-
miðla í almannaeigu fremur en í rík-
iseigu en það orðalag finnst honum
hafa á sér austur-evrópskt yfirbragð
og gefa til kynna áhrif stjómvalda á
dagskrá og fréttaflutning. Það eigi
hins vegar ekki við heldur sé það
hlutverk ljósvakamiðla í almennings-
eigu að framleiða og miðla gæðaefni
og standa að vönduðum fréttaflutn-
ingi sem hafi hagsmuni almennings
að leiðarljósi en hvorki hagsmuni
pólitíski-a samtaka né fjárhagslega
hagsmuni eigenda sinna. Meðal að-
ildarfélaga EBU er breska ríkis-
sjónvarpið BBC og aðrar þekktustu
sjónvarpsstöðvar álfunnar.
Collins segir að sjónvarpsáhorf-
endur og útvarpshlustendur njóti af-
raksturs samstarfsins á vettvangi
EBU á margvíslegan hátt, t.d. í sam-
hæfðri fréttaþjónustu þar sem aðild-
arstöðvar skiptast daglega á fréttum
og samhæfa fréttaöflun þegar um
stórviðburði eins og átök- ________
in í Kosovo og Tsjetsjníu
er að ræða. Einnig haldi
samtökin utan um sam-
starf í tengslum við stór- ________
viðburði á sviði íþrótta og
menningar, svo sem Ólympíuleikana.
Undanfarin ár hefur orðið gífurleg
þróun á sviði fjarskiptatækni, sem
virðist m.a. vera að leiða til samruna
Nets, síma og sjónvarps. Eiga al-
menningsljósvakamiðlar sér framtíð
í ljósi þeirrar þróunar?
„Ég held að enginn viti í raun hver
þróunin á eftir að verða á næstu
fimm árum eða tíu árum varðandi
sjónvarp, gagnvirkni, Net og nýja
tækni,“ segir Bob Collins. „Það eina
sem menn vita er að umhverfið á eft-
ir að taka róttækum breytingum.
En ég held að ákveðnir hlutir eigi
ekki eftir að breytast: í fyrsta lagi á
innihald dagskrárefnisins eftir að
verða lykilatriði og almennings-
sjónvarp er aðferð til að tryggja
gæði þess. Annað er að tækniþróun-
in hefur aukið og ýtt undir þrönga og
sérhæfða umfjöllun um einstök
áhugasvið fólks. Vissulega hafa allir
sín áhugamál og sérstöku hagsmuni
en flestir hafa líka almennan áhuga á
veröldinni og umhverfi sínu. Ég held
að á því sviði eigi almannasjónvarp
framtíð fyrir sér í því skyni að
tryggja fjölþættara framboð af efni
en einkaaðilar gera og fréttir, sem
eru hlutlausar og ekki háðar pólitísk-
um eða efnahagslegum hagsmunum.
Við lifum í hnattrænu samfélagi en
erum líka hluti af smæina samfélagi
þar sem við eigum heima. Fólk mun
vilja efni sem tengist lífi þess og fjall-
ar á þeirra eigin tungumáli um
þeirra heim og þeirra menningu. AI-
mannasjónvarp er líklegra en einka-
fjölmiðlar til að leggja áherslu á
þessa þætti og tryggja framboð á
efni af þessu tagi.
Einkafjölmiðlunin hefur í vaxandi
mæli hnattrænar áherslur og
stærstu fyrirtækin á því sviði eru í
eigu fjölþjóðlegra samsteypa sem
ekki sinna hinum einstöku samfélög-
um á sama hátt og almenningssjón-
varp getur gert og gerir.“
Bob Collins samsinnir þeirri út-
leggingu á þessum orðum hans að
hann sjái almenningssjónvarp fyrir
sér sem samnefnara þjóðarvitundar í
heimi hnattvæðingarinnar.
„En almenningssjónvarp verður
að taka breytingum í takt við það
hvernig fjölmiðlaheimurinn breytist.
Flestir ljósvakamiðlar og dagblöð
eru á Netinu og við vitum ekki
hvernig það mun þróast en við vitum
að það mun áreiðanlega breytast."
Irska ríkissjónvarpið, sem Bob
Collins, veitir forstöðu rekur fjórar
útvarpsstöðvar, fjórar hljómsveitir
og þrjár sjónvarpsstöðvar og sendir
ein út á gelísku en hinar að mestu
leyti á ensku þótt írskir þættir séu
einnig sýndir þar en þá eru enskir
textar í boði.
Vandi á höndum vegna örtvax-
andi hnattrænnar fjölmiðlunar
,Á írlandi tala allir alheimstungu-
málið ensku og en hluti landsmanna
hefur gelísku að móðurmáli. Það
samfélag er reyndar mun fámennara
____:_____ en hið íslenska. Með
rekstri sjónvarps-
stöðvarinnar fyrir þá
sem eiga sér gelísku að
__________ móðurmáli eigum við
hlut að því að halda gel-
ísku við sem lifandi tungumáli sem
fólk getur tjáð sig á. Mér skilst að
svipað viðhorf eigi við um Ríkisút-
varpið og íslenskt mál og staða
. þeirra gagnvart ásókn hnattvæðing-
ar fjölmiðlunarinnar er svipuð og
okkar hvað þetta varðar. Við leggj-
um áherslu á að fólk sjái greinilega
að þetta sé írsk stöð og að hún sé
auðþekkjanleg fyrir þær sakir. En
okkur er sá vandi á höndum, eins og
mörgum öðrum smærri almannaljós-
vakamiðlum, að vegna stærðarinnar
og hins öra vaxtar í hnattrænni
fjölmiðlun verður okkur sífellt erfið-
Varðstaða um
tungumál og
samfélag
Morgunblaðið/Jim Smart
Bob Collins, útvarpsstjóri írska ríkisútvarpsins.
ara að afla fjár til rekstrarins. Kostn-
aðurinn fer hraðvaxandi og við höf-
um ekki sama afl og fjölþjóðlegu
aðilarnir, sem við þurfum að keppa
við. En við sendum út dagskrá með
tónlistarþáttum, heimildarmyndum,
þáttum um staðbundin efni og ýmis-
legt annað sem enginn annar mundi
sinna. Alveg eins og enginn annar en
RÚV mundi gera efni um íslensk
sérmál fyrir Islendinga."
Gelíska stöðin hefur þó ekki starf-
að nema í um fjögur ár og sendir út í
um 6 klst. á dag en Collins segist
vonast til að útsendingartíminn auk-
ist. Ein fjögurra útvarpsstöðva írska
ríkisútvarpsins sendir einnig út á
gelísku og leggur áherslu á menning-
ar- og heimildarþætti og leiklist.
Líkt og hér á landi er starfsemi
ríkisútvarpsins á Irlandi fjármögnuð
með afnotagjöldum og auglýsinga-
tekjum í bland og standa afnota-
gjöldin undir um 24% heildartekn-
anna. Hver notandi greiðii- um 70
írsk pund eða um 6.500 krónur ís-
lenskar á ári. Auglýsingatekjur hafa
fengið vaxandi þýðingu fyrir fjáröfl-
un stofnunarinnar undanfarið og
kostun hefur þar nokkuð rutt sér til
rúms . Tekjur vegna kostunar nema
um 1,5% af heildartekjunum.
Collins segist búast við að kostun
aukist eitthvað, en ekki að ráði, enda
gæti andstöðu frá áhorfendum við
kostaða þætti og samblöndun
auglýsinga og dagskrárefnis.
Aðspurður segir hann að umræður
um réttmæti þess að fjármagna
reksturinn með afnotagjöldum séu
ekki háværar á írlandi en þó beri á
þeim.
„Ég hef á tilfinningunni að flestir
áhorfendur vildu gjarnan greiða
meira því 6.300 krónur er ekki mikið
fé, um 20 krónur á dag, fyrir fjórar
sjónvarpsstöðvar, fjórar útvarps-
stöðvar og fjórar hljómsveitir. Fólk
fær mikið fyrir peningana. En þetta
er viðkvæmt. Fólk segir í auknum
mæli: „af hverju ætti ég að borga
fyrir þetta?“ en af hverju ætti fólk að
þurfa að borga fyrir menntun og
heilbrigðisþjónustu? Það er mikil-
vægt hverju samfélagi að eiga að-
gang að vandaðri fréttaþjónustu og
dagskrárgerð sem er ekki bundin af
öðru en hagsmunum almennings.
Sums staðar hefur verið farin sú leið
að fjármagna almannaljósvakamiðla
með beinum ríkisfjárframlögum, t.d.
í Hollandi, en vandinn við þá leið er
hættan á auknum áhrifum og ítökum
ríkisins á starfsemina og innihald
dagskrárinnar. Þar á milli ætti að
halda eins mikilli fjarlægð og mögu-
legt er.“
Gæðaefni á jaðarinn?
Collins segist ekki telja að áhrifa
aukinna auglýsingatekna og kostun-
ar gæti í dagskrárgerðinni með bein-
um hætti en hins vegar sé ekki vafi á
að þróun samkeppninnar hafi haft
ýmiss konar áhrif, svo sem á efnisval.
„Það eru alls ekki slæm áhrif. Á ár-
unum 1960-1970 hafði almenningur
ekki um aðra dagskrá að velja en þá
sem við bárum á borð og oft var hún
stórkostlega góð en fólk hafði ekki
val. Nú hefur það val og maður verð-
ur að virða það og bregðast við því
hvernig fólk velur enda væri þetta til
einskis ef ekki væru _______________
áhorfendur.
En hættan við sam-
keppnina er sú að úrvalið
verði minna og gæðaefni
þokist út á jaðrana,
barnadagskráin gjaldi fyrir það,
fréttatímar færist aftar á kvöldin og
skemmtiefni verði allsráðandi á vin-
sælasta tíma. Þetta er að koma fram
á Bretlandi þar sem BBC og ITN
hafa þokað fréttatímum sínum aftur
til klukkan 10 og 11 á kvöldin. Á okk-
ar fyrstu rás höfum við 90 mínútur af
fréttum á hverju kvöldi, hálftíma
fréttaskýringarþætti þrisvar í viku
og mikið af heimildarmyndum.
Hættan er að þetta muni þoka til á
næstu árum og skemmtiefni verði yf-
irgnæfandi. En við verðum að halda
stuðningi áhorfenda með því að
halda jafnvægi og treysta því að fólki
sé umhugað um innihald og gæði
dagskrárinnar sem borið er upp á.“
Irska ríkissjónvarpið hefur aðeins
átt innlendan keppinaut í einkaeigu
síðastliðin 2 ár en þá hóf einkastöð í
eigu kanadísks fyrirtækis starfsemi
á grundvelli starfsleyfis sem veitt
hafði verið þremur árum fyrr.
Ein einkaútvarpsstöð nær til
landsins alls og um 20 stöðvar senda
út staðbundið útvarpsefni, auk fjölda
ólöglegra útvarpsstöðva í borgunum.
Bob Collins segir að útvarpsstöðvar
ríkisins hafi að jafnaði um 50%
áheyrenda en stöðvar ríkissjón-
varpsins hafi að jafnaði um 54%
áhorfenda. 45% heimila í landinu
hafa einnig áskriftarsjónvarp og 75%
áhorfenda horfa reglulega á bresku
stöðvarnar, en það á sér mikla hefð á
írlandi, allt frá því áður en þarlent
ríkissjónvarp tók til starfa í upphafi
sjöunda áratugarins. Gervihnatta-
sjónvarp sæki einnig á og að auki
hafi dregið úr samkeppni vegna
áhrifa Netsins, sem einnig boði nýja
samkeppni fyrir sjónvarp á ýmsum
sviðum.
Sexfalt dýrara að senda út
EM 2008 en EM2004
Stórviðburðir á sviði íþrótta, svo
sem Evrópu- og heimsmeistaramót í
knattspyrnu og Ólympíuleikar, eru
sendai- út af ríkissjónvarpsstöðvum í
löndum EBU og Collins var spurður
hvort hann teldi möguleika á að rík-
isreknu stöðvarnar ættu möguleika á
að halda forgangi að slíku efni til
frambúðar í ljósi þess að kostnaður
við kaup á útsendingarrétti er stöð-
ugt að vaxa. „Mér þætti leitt ef þess-
ir stóru íþróttaviðimrðir færu yfir á
einkastöðvarnar. Við höfum sýnt frá
þessum atburðum á einni af rásum
okkar og höfum ekki þurft að þoka til
fréttum eða öðru efni. Sumir segja
að það sé ekki hægt að réttlæta það
að nota afnotagjöldin til að kaupa
sýningarrétt á þessu efni en ég er því
ósammála. íþróttir eru hluti af
menningunni. En þær hafa verið að
viðskiptavæðast í vaxandi mæli eins
og sést af því að ítalska knattspyrnu-
liðið Inter Milan tapaði rúmum millj-
arði íslenskra króna á því að komast
ekki í riðlakeppni meistaradeildar
Evrópu á dögunum.
Þetta er veruleikinn í íþróttum og
verðið sem þarf að greiða fyrir sýn-
ingarréttinn fer hraðvaxandi.“
Hann nefnir að útsendingarrétt-
urinn frá Evrópumótinu í knatt-
spyrnu vaxi nú hröðum skrefum og
sjónvarpsstöðvar þurfi að greiða 6
sinnum hærri fjárhæðir fyrir réttinn
að EM 2008 en fyrir EM 2004 sem
þegar hefur veirð samið um.
RÚV virkt í stefnumótun
Hvað hefur lítil ríkissjónvarpsstöð
eins og RÚV fram að færa í sam-
starfi á vettvangi EBU?
„Það er vissulega takmarkað hvað
lítil lönd eins og ísland og írland
geta lagt af mörkum en við borgum
hlutfallslegan kostnað og stundum
hlutfallslega meira en stærri lönd.
Við leggum til efni og fréttir og t.d.
þegar atburður á sér stað á borð við
leiðtogafundinn í Reykjavík gegnii’
RÚV lykilhlutverki fyrir EBU og
sjónvarpsstöðvar í allri álfunni. RÚV
hefur líka verið virkt í starfi og
stefnumótun EBU frá upphafi og
virkur þátttakandi í dagskrárgerð.
Það er mikilvægt fyrir okkur að ná
__________ til allrai' álfunnar og
hvað varðar stefnumót-
un hefur RÚV haft áhrif
langt umfram það sem
stærð landsins gefur til
kynna."
Collins var gestur Ríkisútvarps-
ins/Sjónvarps á hátíðisdegi þegar
starfsemi sjónvarps og útvarps var
formlega sameinuð undir einu þaki
eftir áratuga undirbúning og fram-
kvæmdir. Hann sagði að það leyndi
sér ekki að forsvarsmenn stofnunar-
innar væni stoltir og fegnir að losna
úr gamla húsinu og komast í gott hús
þar sem aðstæður væru nútímaleg-
ar. Einnig fylgdu nábýli útvarps og
sjónvarps ótvíræðir kostii- og hægt
væri að ná gagnlegri samvinnu á
ýmsum sviðum og auka samheldni í
starfsemi stofnunarinnar.
Andstöðu
gætir við
kostaða þætti