Morgunblaðið - 15.09.2000, Page 62

Morgunblaðið - 15.09.2000, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Það gengur betur en ekki nógu vel ÚTKOMA bókar minnar „Hið sanna ástand heimsins“ í Danmörku varð kveikja mikillar um- ræðu. Ótrúlega marg- ir voru ósáttir við að ástand umhverfisins hefði batnað. Því kom 'Jfekki á óvart að fá svipuð viðbrögð á ís- landi þegar Stein- grímur J. Sigfússon, gagnrýnir bók mína og vísar í umræðuna í Danmörku. „Niður- stöður hans og að- ferðafræði hafa enda sætt mikilli gagnrýni heima fyrir í Danmörku og hvorugt jafnvel þótt svaravert..." segir hann. í því framhaldi skrifar hann tvær grein- ar til þess að gagnrýna bók mína. Eftir umræðuna í Damörku standa niðurstöður bókarinnar enn óhaggaðar. Greinar Steingríms breyta engu þar um. í Ijósi umræðunar í Danmörku þekki ég vel þær aðferðir sem gagnrýnendur bókarinnar nota og Steingrímur hefur nú tekið upp. Boðað er að „afar litlar innstæður séu fyrir ýmsum fullyrðingum höf- undar“ eða „afar yfírborðslegri röksemdafærslu“ þrátt fyrir að bókin sé afar vel studd með á sjöunda hundrað tilvísunum til op- inberra talna. Steingrímur dregur gagnrýni sína saman í sex liði. Það gefur betra færi til andmæla. Ég mun hér á eftir sýna fram á að Steingrími skjátlast í öllum sex liðunum. 1. Fyrst nefnir Steingrímur vandamál tengd hungursneyð. Hann telur rangt að helsti vandinn varð- andi matvælaframboð hafi verið leystur, sé litið hnattrænt á mál- ið. Hann vísar í að 1,2 milljarðar fólks séu vannærðir samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðaheilbrigðsstofn- uninni (WHO). Rökin gegn þessu eru tvíþætt. í fyrsta lagi ruglar Steingrímur saman vítamínskorti og hungri, þ.e. skorti á mat. Sam- kvæmt upplýsingum frá Samein- uðu þjóðunum hefur neysla hita- eininga á mann í þróunarlönd- unum aukist úr 1932 hitaeiningum árið 1961 í 2650 árið 1997. í öðru lagi segir í bókinni að ástandið fari batnandi, ekki að það sé nógu gott. Vítamínskortur er að sjálfsögðu vandamál en auðveldari úrlausnar en raunverulegur skortur á hita- einingum. Hlutfall sveltandi fólkst í þróunarlöndunum hefur fallið úr 35% árið 1970 í 18% árið 1996 og SÞ meta það svo að þetta hlutfall verði komið í 12% árið 2010 þrátt fyrir fólksfjöldaþróun! Jafnframt leggja SÞ, Alþjóðabankinn og Bókargagnrýni „Skæruliðataktík“ er ágæt til þess að halda við tálsýn um kjarn- mikla gagnrýni, segir Björn Lomborg, en á lítið skylt við lýðræðis- lega umræðu. IFPRI (International Food Policy Recearch Institute) áherslu á að framboð fæðu á mann muni auk- ast. Með öðrum orðum: Ástandið er að batna. 2. Næst nefnir Steingrímur vatnsskort. Hann telur mig ekki taka tillit til ójafnrar dreifmgar úrkomu, þrátt fyrir að úrkoma sé að meðaltali næg. í bókinni stend- ur: „...dreifist úrkoman ekki jafnt niður á alla jörðina. í nokkrum löndum, s.s. á Islandi, eru u.þ.b. 2 milljónir lítra vatns á hvern íbúa daglega en í Kúvæt eru aðeins 283 lítrar á mann á dag. Spurningin er; hvenær hefur eitthvert land ekki nóg vatn.“ (bls. 139). Hér skiptir máli að bætt vatn- snýting landbúnaðar (sem notar 69% af ferskvatni í heiminum) get- ur sparað mikið vatn. Það er talið að áveitukerfi vannýti vatn um 60- Björn Lomborg 80%. Og bætt vatnsnýting getur minnkað vatnsþörf iðnaðar um 30 til 90%. (Sjá bls. 140). Þá er nú hægt að gera einn rúmmetra af söltu vatni að fersku vatni fyrir einn dollara, sem vissulega gerir vatn að dýrri auðlind en alls ekki ónýtanlegri. 3. Þá er fjallað um gróðurhúsa- áhrif. Steingrímur telur mig gera of lítið úr gróðurhúsaáhrifum og loftslagsbreytingum og að ég telji að „Ríó-Kyoto-ferlið sé þá vit- leysa...“ Aftur nei. Ég segi ekki að Kyoto-samningurinn sé vitleysa en hann er ekki ódýr. Ég geri ekki lítið úr gróðurhúsaáhrifunum. Ég efast um að rétt sé að nota mikið fé til að fyrirbyggja þau áhrif ef það er ódýrara að bregðast við vandanum á annan hátt. Við getum afstýrt hugsanlegum gróðurhúsa- áhrifum og stjórnmálamenn geta fengið atkvæði fyrir að segjast því fylgjandi, en er gáfulegt að eyða miklu nú ef hægt er að leysa vand- ann fyrir minna fé síðar? 4. Hér tekur Steingrímur niður fyrir sig. Takið eftir röksemda- færslunni. „Þeir sem hafa áttað sig á stærðargráðu auðæfa Bill Gates annars vegar og heildarþjóðar- tekna margra fjölmennra Afríku- ríkja hins vegar vita svarið.“ Það er rétt hjá Steingrími að Bill Gat- es á mikið fé, en fræðir það okkur um þróun ójöfnuðar? Nei - í bók- inni segir að alþjóðleg tölfræði sanni að hlutfallslega hefur kaup- máttur fátækasta hluta jarðarbúa ekki minnkað. Hlutfallslega hefur fátækt minnkað örlítið en samtím- is hafa fátækir í raun orðið 200% ríkari. Ástandið hefur batnað þótt við vildum gjarnan meiri jöfnuð. 5. Steingrímur gerir lítið úr að betra sé að búa í borg en í sveit. Hann notar eitt einstakt dæmi. „Kofaþýrpingar undir ruslahaug- um ... Manilla-borgar, sem heims- byggðin fékk að sjá myndir af á dögunum þegar tugir grófust und- ir haugunum og fórust, voru lítið sýnishorn.“ Enn á ný legg ég áherslu á að þótt íbúar í fátækrahverfum stór- borganna búi við slæmar aðstæður væru aðstæður þeirra enn verri byggju þeir í sveitunum. í borgum er minna um malaríusmit, þar er betri aðgangur að menntun og heilsugæslu, betri aðgangur að drykkjarvatni, betra skólplagna- kerfi o.s.frv. Ég sýni fram ú að í hnattrænu samhengi eru vandamál tengd fátækt meiri í sveitum en í borgum (sjá t.d. Naylor og Falcon, 1995, Is the Locus of Poverty Changin for Foodpolicy? í „Food Policy" vol 20,6 pp501-518) 6. Að lokum er ég gagnrýndur fyrir að hafa ekki fjallað um vandamál vegna þrávirkra líf- rænna efna. Enn rangt. Ég fjalla meðal annars um áhrif þeirra á gæði sæðisfrumna karla og á brjóstakrabbamein kvenna - í báð- um tilfellum er svarið að þrávirk lífræn efni auka ekki áhættuna. Steingrímur hefur væntanlega valið sex helstu gagnrýnisatriðin sem hann fann. Þau stóðust ekki rök. Haldi umræðan áfram líkt og í Danmörku munu gagnrýnendur á borð við Steingrím finna önnur at- riði (væntanlega veigaminni og óljósari). Slík „skæruliðataktík" er ágæt til þess að halda við tálsýn um kjarnmikla gagnrýni, en á lítið skylt við lýðræðislega umræðu. Steingrími skal samt þakkað fyrir að hefja umræðuna og fyrir að hafa gert gagnrýnina svo áþreifan- lega að hún er auðvelt skotmark. Höfunduriim er lektor við félagsvís- indadeiid Háskólans íÁrósum og höfundur bókarinnar „Hið sanna ástand heimsins mbl.is Á nýjum Ólympíuvef mbl.is finnur þú allt það markverðasta um Ólympíuleikanna í Sydney 2000 Blaðamenn og Ijósmyndari Morgunblaðsins eru á staðnum og senda nýjar fréttir af framgangi leikanna Einnig eru upplýsingar um íslensku þátttakendurna Saga Ólympíuleikanna. Þátttaka íslendinga í Ólympíuleikum. Tengingar við aðra Ólympíuvefi. Fréttir af helstu greinum og úrslitum. Spjallrás, þar sem jafnvel má hitta fyrir íslensku þátttakendurna. Dagbók tveggja ferðalanga í boði íslands- banka-FBA sem segja frá því sem fyrir augu ber. SMELLTU ÞÉR ALLA LEIÐ TIL SYDNEY Á mbl.ÍS ÓLYMPÍULEIKARNIR Á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.