Morgunblaðið - 15.09.2000, Side 78

Morgunblaðið - 15.09.2000, Side 78
78 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM HINN LANDSKUNNI þúsundþjala- smiður Ómar Ragnarsson verður sextugur á morgun og á sunnudag- inn gefst landsmönnum öllum tæki- færi til þess að árna honum heilla í Broadway þar sem haldin verður ein allsherjar afmælisskemmtun honum til heiðurs. Fréttamaður, skemmtikraftur, söngvari, texta- smiður, rallakstursmaður, Tþrótta- fréttamaður, flugmaður, hnefaleika- sérfræðingur, náttúruunnandi og allsherjar lífskúnstner - af einu og öðru þekkir maður kappann. Það gefur auga leið að Bítlana tekur hann fram yfir Rollingana enda lét hann, eins og margir muna eflaust, hina frábæru fjóra baula á Tarsan. ■ En er þessi óferjandi hrekkjalómur reiðubúinn að afhjúpa sitt mesta prakkarastrik? Hvernig hefur þú það í dag? Ágætt, þakka þér fyrir. Hvað ertu með í vösunum í augna- bllkinu? Lítið vasaútvarp, tvær litlar lykla- kippur, áætlun F.Í., tvær minnis- bækur, þrenn gleraugu, starfs- mannakort RÚV, tíu penna og málband. Ef þú værir ekki fréttamaður hvað vildirðu þá helst vera? Stjómmálamaður. Bítlarnir eða Rolling Stones? - Bítlarnir! Hvers konar spurning er þetta?! Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Óperettan Leóurblakan I Þjóðleik- húsinu. Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Myndaalbúminu og rúmlega aldar- gamalli húsklukku skáldkonunnar Asdísar Jónsdóttur frá Rugludal í Austur- Húnavatnssýslu. Hláturmildur hrekkjalómur SOS SPURT & SVARAÐ Omar Ragnarsson Hver er þinn helsti velkleiki Að týna smáhlutum. Sennilega vantar þá heilastöð. Hefurðu tárast í bíó? Já. Á myndinni Titanic, hún snerti mann sem er kvæntur inn í vest- firska sjómannaætt. Finndu fimm orð sem lýsa pers- ónuleika þínum vel. Lífsglaður, hláturmildur, kappsam- ur, sérkennílegur, hrifnæmur. Hvaða lag kveikir blossann? „Love You More Than I Can Say" í upprunalegri útgáfu. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Ég er félagi í Hrekkjalómafélaginu fyrir þaö að hafa fengið Agnesi Bragadóttur til liðs við mig í sjón- varpsþættinum „Á líðandi stundu" 1986 og leitt hana þannig inn á hvert heimili í landinu. Nei, annars. Stærsta prakkarastrikið var að setja, ellefu ára gamall, torfu á Morgunblaðið/RAX stromp á torfbæ þar sem bjuggu þrjár sérkennilegar mæðgur. Strompurinn (stolið klósettrör) féll niður í bæinn, lenti á höfði einnar þeirra og hrekkurinn breyttist í mjög Ijótt skammarstrik. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Kaffi og meölæti Gísla á Uppsöl- um. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Hersey’s súkkulaðiplötu og nýjustu plötu Tom Jones. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Man ekki eftir neinum í augnablik- inu. Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki skrópaö í þættinum Kastljósi í Sjónvarpinu vorið 1976 og flogið út á miðin til að taka fréttamynd aldarinnar af því þegar Falmouth sigldi á Tý. Annars á maður ekki að sjá eftir neinu. Kjör- orð mitt í lífinu er: Það gengur betur næst! Þaö hefur tvöfalda merkingu: Viðurkenningu og greiningu á því sem hefur farið úrskeiöis og ásetn- ing um aö bæta úr og gera betur. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, mér þykir það líklegt. Ég held að óendanleikinn og eilífðin, tvö svip- uð hugtök sem eru ofar mannleg- um skilningi, séu grunnur tilverunn- ar og alheimsins; að líf og dauöi séu eins og tvær hliðar á sama peningi, ekkert líf án dauða og eng- inn dauöi án lífs og að líf og dauöi geti þess vegna skipst á til eilíföar. Þessvegna ekkert fráleitt að það sé líf eftir dauðann alveg eins og það er dauði eftir lífið. Mér fannst Þórunn Magnea Magnúsdóttir, leik- kona, komast vel að orði þegar hún sagði í útvarpsviðtali: „Dauðinn er kóróna lífsins.” FYRIRSÆTU&FRAMKOMUNÁMSKEIÐ Fyrirsætu- & framkomunámskeið 1 Fyrirsætu- & framkomunámskeið 2 6 vikna kvöldnámskeið Leiðbeinandi: Lilja Nótt Þórarinsdóttir • Innsýn í fyrirsætustörf • Förðun • Umhirða húðar og hárs • Undirbúningur fyrir myndatöku • Tískusýningarganga • Myndataka (18 myndir s/h) • Tóbaksvarnarfræðsla • Vídeomyndir • Starfandi fyrirsætur koma í heimsókn • Tjáning Námskeiðið endar með stórri tískusýningu Allir þátttakendur fá Eskimo models boli og lykla- kippur, kynningarmöppu, viðurkenningarskjal og óvæntan glaðning frá Davinas hárvörur. Auk þess að komast á skrá fyrir sjónvarpsauglýsingar. Námskeið fyrir stúlkur sem sótt hafa fyrirsætu- og framkomunámskeið 1 Leiðbeinandi: Ingibjörg Stefánsdóttir • Þjálfun í framkomu fyrir framan sjónvarpsmyndavélar • Auglýsingaleikur • Stílisti gefur ráð með fataval • Réttindi og skyldur á vinnumarkaði / Fulltrúi frá VR • Leikstjóri kemur í heimsókn. • Upptaka á auglýsingu með hverjum og einum þátttakanda • Mataræði • Undirbúningur fyrir áheyrnarprufu Námskeiðið endar með sýningu á auglýsingum þátttakenda fyrir foreldra og vini Allir þátttakendur fá möppu með myndum af sér og auglýsingu með sér til eignar. Aðilar frá Eskimo models verða í Kringlunni föstudaginn 15. sept. og laugardaginn 16. sept. að skrá inn á námskeiðin. Skráning er hafin í síma 552-8012 eða eskimo@eskimo.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.