Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 78

Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 78
78 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM HINN LANDSKUNNI þúsundþjala- smiður Ómar Ragnarsson verður sextugur á morgun og á sunnudag- inn gefst landsmönnum öllum tæki- færi til þess að árna honum heilla í Broadway þar sem haldin verður ein allsherjar afmælisskemmtun honum til heiðurs. Fréttamaður, skemmtikraftur, söngvari, texta- smiður, rallakstursmaður, Tþrótta- fréttamaður, flugmaður, hnefaleika- sérfræðingur, náttúruunnandi og allsherjar lífskúnstner - af einu og öðru þekkir maður kappann. Það gefur auga leið að Bítlana tekur hann fram yfir Rollingana enda lét hann, eins og margir muna eflaust, hina frábæru fjóra baula á Tarsan. ■ En er þessi óferjandi hrekkjalómur reiðubúinn að afhjúpa sitt mesta prakkarastrik? Hvernig hefur þú það í dag? Ágætt, þakka þér fyrir. Hvað ertu með í vösunum í augna- bllkinu? Lítið vasaútvarp, tvær litlar lykla- kippur, áætlun F.Í., tvær minnis- bækur, þrenn gleraugu, starfs- mannakort RÚV, tíu penna og málband. Ef þú værir ekki fréttamaður hvað vildirðu þá helst vera? Stjómmálamaður. Bítlarnir eða Rolling Stones? - Bítlarnir! Hvers konar spurning er þetta?! Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Óperettan Leóurblakan I Þjóðleik- húsinu. Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Myndaalbúminu og rúmlega aldar- gamalli húsklukku skáldkonunnar Asdísar Jónsdóttur frá Rugludal í Austur- Húnavatnssýslu. Hláturmildur hrekkjalómur SOS SPURT & SVARAÐ Omar Ragnarsson Hver er þinn helsti velkleiki Að týna smáhlutum. Sennilega vantar þá heilastöð. Hefurðu tárast í bíó? Já. Á myndinni Titanic, hún snerti mann sem er kvæntur inn í vest- firska sjómannaætt. Finndu fimm orð sem lýsa pers- ónuleika þínum vel. Lífsglaður, hláturmildur, kappsam- ur, sérkennílegur, hrifnæmur. Hvaða lag kveikir blossann? „Love You More Than I Can Say" í upprunalegri útgáfu. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Ég er félagi í Hrekkjalómafélaginu fyrir þaö að hafa fengið Agnesi Bragadóttur til liðs við mig í sjón- varpsþættinum „Á líðandi stundu" 1986 og leitt hana þannig inn á hvert heimili í landinu. Nei, annars. Stærsta prakkarastrikið var að setja, ellefu ára gamall, torfu á Morgunblaðið/RAX stromp á torfbæ þar sem bjuggu þrjár sérkennilegar mæðgur. Strompurinn (stolið klósettrör) féll niður í bæinn, lenti á höfði einnar þeirra og hrekkurinn breyttist í mjög Ijótt skammarstrik. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Kaffi og meölæti Gísla á Uppsöl- um. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Hersey’s súkkulaðiplötu og nýjustu plötu Tom Jones. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Man ekki eftir neinum í augnablik- inu. Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki skrópaö í þættinum Kastljósi í Sjónvarpinu vorið 1976 og flogið út á miðin til að taka fréttamynd aldarinnar af því þegar Falmouth sigldi á Tý. Annars á maður ekki að sjá eftir neinu. Kjör- orð mitt í lífinu er: Það gengur betur næst! Þaö hefur tvöfalda merkingu: Viðurkenningu og greiningu á því sem hefur farið úrskeiöis og ásetn- ing um aö bæta úr og gera betur. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, mér þykir það líklegt. Ég held að óendanleikinn og eilífðin, tvö svip- uð hugtök sem eru ofar mannleg- um skilningi, séu grunnur tilverunn- ar og alheimsins; að líf og dauöi séu eins og tvær hliðar á sama peningi, ekkert líf án dauða og eng- inn dauöi án lífs og að líf og dauöi geti þess vegna skipst á til eilíföar. Þessvegna ekkert fráleitt að það sé líf eftir dauðann alveg eins og það er dauði eftir lífið. Mér fannst Þórunn Magnea Magnúsdóttir, leik- kona, komast vel að orði þegar hún sagði í útvarpsviðtali: „Dauðinn er kóróna lífsins.” FYRIRSÆTU&FRAMKOMUNÁMSKEIÐ Fyrirsætu- & framkomunámskeið 1 Fyrirsætu- & framkomunámskeið 2 6 vikna kvöldnámskeið Leiðbeinandi: Lilja Nótt Þórarinsdóttir • Innsýn í fyrirsætustörf • Förðun • Umhirða húðar og hárs • Undirbúningur fyrir myndatöku • Tískusýningarganga • Myndataka (18 myndir s/h) • Tóbaksvarnarfræðsla • Vídeomyndir • Starfandi fyrirsætur koma í heimsókn • Tjáning Námskeiðið endar með stórri tískusýningu Allir þátttakendur fá Eskimo models boli og lykla- kippur, kynningarmöppu, viðurkenningarskjal og óvæntan glaðning frá Davinas hárvörur. Auk þess að komast á skrá fyrir sjónvarpsauglýsingar. Námskeið fyrir stúlkur sem sótt hafa fyrirsætu- og framkomunámskeið 1 Leiðbeinandi: Ingibjörg Stefánsdóttir • Þjálfun í framkomu fyrir framan sjónvarpsmyndavélar • Auglýsingaleikur • Stílisti gefur ráð með fataval • Réttindi og skyldur á vinnumarkaði / Fulltrúi frá VR • Leikstjóri kemur í heimsókn. • Upptaka á auglýsingu með hverjum og einum þátttakanda • Mataræði • Undirbúningur fyrir áheyrnarprufu Námskeiðið endar með sýningu á auglýsingum þátttakenda fyrir foreldra og vini Allir þátttakendur fá möppu með myndum af sér og auglýsingu með sér til eignar. Aðilar frá Eskimo models verða í Kringlunni föstudaginn 15. sept. og laugardaginn 16. sept. að skrá inn á námskeiðin. Skráning er hafin í síma 552-8012 eða eskimo@eskimo.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.