Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ J HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 HAUSVERK.IS Kvihmyml eftir LARS VON TRIER. tónlist eltir BJÖRK 101Reykjavík Sigurvegarinn á kvikmydahátiðinni i Toronto BJÖRK CATHERINE DENEUVE FRUMSYNING IVteirí hraði meira gaman pOWERsýning k' i2 Mynd frá LUC BESSON Synd kl. 5.20, 8 og 10.40. b.u | » 29. Beptember - 12. október 2000 Kvikmyndahátíð í Reykjavík Dagur með Dusan Makavejev gesti kvikmyndahátíðar. Leyndardómur líkamans, Misterije Organizma kl. 2. Ljúf kvikmynd, Sweet Movie kl. 4.30. The Filth and the Fury kl. 10 og 12. Sýnd kl. 2, 4,6, 8,10 og 12 á miðnætti. Sýnd kl. 6 og 8. B. i. 14. Sýnd kl. 8. b. i.12. KEVIN BACON Tæknibrellutryllir ársins sem fer alla leið. Sat 2 vikur á toppnum í Bandaríkjunum. Frá leikstjóra „Basic Instinct", „Starship Troopers", „Robocop" og „Total Recall." íslenski draumurinn fjallar um draumóramanninn Tóta (Þórhallur), en hann hefur hugsað sér að gerast ríkur á því að selja búlgarskar sígarettur á ís- landi. Þess á milli lendir hann í rifrildi við fyrrverandi konuna, sem er eitt- hvað fúl út í Tóta vegna nýju kasrustunnar, sem er 18 ára. Einnig ver Tóti miklum hluta af frítíma sínum í að annað hvort horfa á fótbolta í sjónvarp- inu, eða spilar Football Manager á tölvunni sinni. Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.15. b. i. 16 ára. Vit nr. 129. ■GGDtGfTAL Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 121. ATH! Frikortgilda ekki. Kaupið miða í gegnum VITÍð. Nánari upplýsingar á vit.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson Barði Jóhannsson: „Ég er alltaf glaður.“ Muldrað í fón míkra ÞAÐ er allt að gerast hjá uglu- speglinum Barða „Bang Gang“ Jó- hannssyni enda strákur víst búinn að hreyfa allrosalega við út- gáfurisum ytra og annir því gífur- legar þessa stundina. Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær og reyndi að fá hann til að tjá sig um kjarna málsins en þá var hann staddur á Norðurlandi nýbúinn að ljúka dómnefndarstörf- um í Karaoke-keppni Verk- menntaskólans á Akureyri og við það að stíga upp í flugvél. Barði var svo rétt kominn ofan í baðker þegar blaðið gerði aðra tilraun til að ná af honum tali. í þriðju tilraun tókst að hanka hnokka og garnirnar því reknar skilmerkilega úr honum. „Jú, það ^■verða tónleikar með Bang Gang á ^ Spotlight í kvöld kl. 22.00,“ til- kynnir Barði. „Þetta er gert vegna útgáfu plötunnar You sem kom út hér á landi fyrir tveimur árum síð- an en hún er nú að koma út í Frakklandi og Þýskalandi á east/ west merkinu sem er undirfyrir- tæki Warner. Þetta verða svona ^kynningartónleikar þar sem von er á einhverri hersingu af blaða- mönnum að utan.“ Barði segir Bang Gang verða fímm manna gengi í þetta sinnið. „Þeir verða þarna Addi og Jói Stolíumenn. Þórhallur Bergmann sér um hljómborð. Ester mun syngja. Ég mun leika á gítar og hljómborð og raula með. Muldra.“ Erlenda útgáfan af You er frá- brugðin þeirri fslensku að nokkru leyti að sögn Barða. „Það eru tvö Kid Loco remix og Védís og Sara í Lhooq syngja í þremur lögum í stað Esterar. Einnig er búið að eiga eitthvað við hljóðblöndunina." Barði segir ólíklegt að þau eigi eftir að spila aftur allt prógramm- ið hér á landi en fyrir þá allra áhugasömustu er tónleikaferð til Frakklands í nóvember á teikni- borðinu og Barði hælir Frökkum mikið, segir þá vera vel með á nót- unum. Barði segist feginn því að sjá loks fyrir endann á þessu út- gáfuferli sem hefur tekið um og yf- ir tvö ár. Hann hvetur alla til að kíkja á tónleikana í kvöld og lofar gríðarlegri stemmningu. Nemendur Háteigsskóla voru í essinu sínu á stærðfræðidaginn Heimsins stærsti pappírs- turn Skyldi eggið ienda óbrotið? Vinaflaugin reyndist glæsismíði. STÆRÐFRÆÐIDAGURINN var haldinn fyrr í vikunni með afar góðum árangri. Nemendur landsins tóku sig þá til, gáfu hugarfluginu lausan tauminn og nýttu sér stærðfræðina til hins ýtrasta við að gera hugdettur sínar að veruleika. Nemendur við Háteigsskóla létu aldeilis ekki sitt eftir liggja. Með Morgunblaðið sem efnivið lögðu þau stund á uppbyggilega endur- vinnslu, ef svo mætti að orði kom- ast. Allir nemendur skólans tóku á einn eða annan hátt þátt í bygging- arframkvæmdunum og spáð var af miklum áhuga í stærðir, form og röklega hugsun. Sköpunarverkin urðu mörg og skemmtileg. Nokkrir af yngri nem- endum skólans byggðu vinaflaug. Flaugin var byggð úr pappahólk- um og dagblöðum og kallaði á mikla rannsókn á þrívíðu formi. Tilgangur flaugarinnar er sá að treysta vináttuböndin í bekknum. Inni í hana voru sett sérstök vina- bönd sem krakkarnir bjuggu til með fjörugulli og einnig nafnspjöld nemendanna. Það var þrautin þyngri að reyna að halda turninum háa á lofti. Eldri nemendur bjuggu til upp- finningu sem einnig var gerð úr dagblaðapappír. Þeir festu ósoðið egg við band sem hékk niður úr lofti t.d. í kennlsustofu. Skál var sett á gólfið svolítið frá egginu en ekki beint fyrir neðan það. Markmiðið var að gera svo góðan sleppibúnað og lendingarpall að eggið kæmist óbrotið ofan í skál- ina. Elstu nemendur skólans gerðu sér síðan lítið fyrir og slógu heims- met. Þau bjuggi til pappírslíkan af hinum franska Eiffel-turni og var markmiðið að byggja eins háan turn úr dagblaðapappír og hasgt yrði sem gæti staðið sjálfur. Út- koman var turn 5 metra og 40 Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Stoltir heimsmethafar við sköpunarverk sitt. sentimetra að hæð sem gat staðið sjálfur um tíma. Krakkarnir gengu sjálfir í skugga um hvort um eitt- hvert met væri að ræða og svo reyndist vera, a.m.k. samkvæmt heimsmetabók Guinness. Fögnuðu krakkarnir innilega þessum óstað- festu fregnum að aldrei fyrr hafi verið reistur svo hár turn úr papp- ír einum saman. Allir voru krakk- arnir í skólanum afar stoltir af af- rekum dagsins og má ljóst vera að einum að tilganginum með stærð- fræðideginum hafi verið náð í Há- teigsskóla - að sýna nemendum fram á hagnýtt notagildi stærð- fræðinnar og að það geti vel verið hin mesta skemmtun að nema hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.