Skírnir - 02.01.1849, Blaðsíða 7
sern væri. þeir skyldu halda ver&i í Parísarborg,
og jafnan vera til taks, er einhverjar óspektir hreifbu
sjer, og sefa þær.
þess er getiö í vibbæti frjettanna í fyrra, ab
Lamartine samdi skjal nokkurt, og gjöröi kunnugt
stjórnendum Nor&urálfu, er nokkur viöskipti hafa
viö Frakkland, og segir í því, hvernig hatin ímynd-
aSi sjer stöbu Frakklands sem þjóðstjórnarríkis tii
hinna ríkjanna. Skjal þetta þótti ágætlega vel orBaö,
og fara því einu á flot, er vel mætti sæma, og aörar
þjóöir vel viö una, og fjellust þegar ýms útlend ríki
á það, og Ijetu fulltrúa sína flytja hinni nýju stjórn
vináttumál sín. Uröu þeir fyrstir til þess sendiherrar
Dana og Bandaríkjanna í Vesturheimi. Flutti full-
trúi Bandaríkja langt erindi aö því skipti, og segir
svo, aÖ hann fyrir hönd þjóöar sinnar samfagni
því, er Frakkar, fornvinir Bandaríkjanna, nú heföu
tekiÖ upp þaö ráö, aö kasta af sjer konungsokinu,
en tekiö upp þjóöstjórn.
Nú þó vjer aö eins teijum hjer fáeinar laga-
bætur og nýmæli, er stjórnin gjöröi, má þó af því
ráöa, aö stjóm þessi hafi eigi veriö iöjulaus, heldur
látiö sjer umhugaö um aö koma á friöi og frelsi
í ríkinu.
Tveir voru þeir hlutir, er stjórnin átti örðugast
meö aö koma í gott horf, en það var aö sjá fyrir
daglaunamönnunum, og fjárhag ríkisins. Löngu áöur,
enn stjórnarbyltingin hófst, haföi atvinnuskorturinn
verið mikili í Parísarborg. Daglaunamennirnir og
iðnaðarmenn kvörtuöu og kveinuöu, en fengu litla
ásjá, því stjórnin var dauf og aögjöröalítil í þessu
sem ööru, og ljet reka svona á reiðanum, meöan