Skírnir - 02.01.1849, Síða 12
12
efna ríkisins. Konungur hafbi gaman af aí> láta reisa
veglegar hallir; ]>ab fje var tekií) af ríkisins efnum.
Loívíkjós út peningum í embættismenn, þá er vildu
vera honum trúir, en svíkja fósturjöri) sína, en pen-
ingana tók hann eigi af sínu, heldur af þjóbarinnar
eign.
Margir hafa borib Lobvík konungi á brýn, ab
hann væri fjegjarn, og eigi hefbi verib trútt um, ab
hann hefbi haft Frakka fyrir fjeþúfu, meban hann
sat ab völdum, og meb þeim hætti hefbi hann verib
búinn ab raka saman ógrynni fjár, og sagt var, ab
hann hefbi komib því fyrir á vöxtu í útlöndum;
þó sögbu sumir ab lítib væri tilhæft um þetta. En
hitt er víst, ab fjárhagur ríkisins fór æ hnignandi,
meban hann ríkti, hvernig sem svo á því hefur
stabib.
Menn grunabi ab sönnu, ab eigi væri allt meb
feldi; en þótt ab ríkisreikningarnir ab nafninu til væru
skobabir á hverju ári, urbu eigi skorbur reistar vib
prettum hans, er hann hafbi ílesta embættismenn
og meginhluta fulltrúa þjóbarinnar sjer hába. þab
var því eigi kyn, þó fjárefni ríkisins væru báglega
stödd, er hin nýja stjórn tók vib, en eigi er hægt
fljótlega ab kippa í lag, því sem lengi hefur farib
i ólagi. Ríkib þurfti á miklum peningum ab halda;
herlibib varb ab búa út sem bezt, ab þab gæti verib
til taks, ef Frakkland yrbi eigi ásátt vib abrar þjóbir.
Skyldi veita styrk þeim sem særbir voru í uppreisn-
inni, og börnum þeirra, sem fallib höfbu. Hin-
um naubstöddu verkamönnum þnrfti og vib ab
bjarga. A ríkinu lágu miklar innanríkis skuldir, er