Skírnir - 02.01.1849, Blaðsíða 33
33
þá allir. þab var au&sjeÖ, aS Napoleon var ekki
vanur aí) tala á þingum; honum tókst heldur ófimlega á
ræbustúfnum, og var lítill rómur gjör afe máli hans.
Stób þá hinn upp, og kvaSst nú sjá, a6 ekki þyrfti
aö taka uppástungu sína til greina; en þingmenn
hlógu, er þeir vissu hver sneiöina átti. A6 svo mæltu
fjell þetta mál nibur, og öngvum kom þá til hugar,
ab Napoleon myndi verba forseti á Frakklandi. þegar er
júní mánaðar uppreisnin var stöSvufe, ljetu sameign-
armenn fyrst um sinn lítiö á sjer bera, en smátt
og smátt fóru þeir aptur a6 brydda á sjer. Einn af
þeirra tlokki, aö nafni Prouhdon, bar 31. dag júlí
mána6ar fram frumvarp á allsherjarþinginu, þess
efnis, ab eblilegast væri a6 öll eign væri sameigin-
leg; skorar hann á íjáreigundur ab láta af hendi, þab
er þeir hingab til hafi ranglega haldiíi, því ella skuli
þeir sjálfir ábyrgjast. Stjórnarbyltingin í febrúar
mánubi hafi eigi verib annab enn undirbúningur þess
mikla verks, er þegar eigi ab fullkomna; þab er ab
jafna eigurnar allra á milli, eins og nú sje þegar í
orbi um önnur rjettindi. Ut úr þessu frumvarpi
varb hávabi og styrjöld mikil á þinginu, svo ab vib
sjálft lá, ab menn færu í handalögmál, og fjell síban
málib nibur. Eptir þetta stofnubu sameignarmenn
gildi, og áltu samkomur víba í borginni, og voru
þar opt mjög ódælir í orbum gegn stjórninni, eink-
um eptir þab, ab uppreisnin varb í Vínarborg í
sumar; drukku þeir þá minni Robespierre og ann-
ara slíkra manna, en bábu Cavaignac aldrei þrífast.
því komu þeir og til leibar, ab Raspail, er heptur
var í júní mánabar uppreisninni, var kosinn til þing-
(3)