Skírnir - 02.01.1849, Blaðsíða 78
78
Rossi hnífi í hálsinn, og dó hann þegar af sárinu.
Um kvöldib hlupu flokkar manna um götur Rótna-
borgar, og æptu þetta Ublessub sje hönd sú, er
stýröi hnífi þeirn, er í hálsi Rossi stób”. Köllubu
]>eir morbingja Rossi hinn unga Brútus. Daginn eptir
þusti sainan mikill sægur vopnabra manna; slógu þeir
hring um garb páfa, og kröfbust þess, aí> hann gjörbi
kunnugt, ab hann vildi vernda þjóberniltala; búaút her
mót Austurríkismönnum, og kjósa Mamiani, er mestur
þótti frelsis og þjóbernisvinur til ab gæta stjórnar-
málefna, ella kvábust þeir myndu drepa hvert manns-
barn, nema hann einan, er þar var í garöinum.
Páfi var fámennur fyrir, er hann ab eins hafbi 50
manna fyrir til varnar, og varb hann ab láta svo
vera sem þeim bezt líkabi. Um sama leyti, sem
mannfjöldinn var hjá páfagarbi, höfbu abrir átt sjer
samkomu í veitingahúsi einu og kosib þá í stjórn
Sterbini nokkurn og mann þann, er Kanino heitir,
og er einn af ættmönnum Napoleons. Páfi hjelt
vel orb sín, og ljet þá Sterbini og Mamiani takast
á hendur stjórnina. Stjórn þessi kunngjörbi þá skrá
nokkra, sem vonum fremur þótti fribsamleg, segir
þar í, ab stjnrnin skuli láta sjer annt um ab
stofnab verbi þjóbþing í Rómaborg, líka ætli hún af
öllum mætti ab stubla til þess, ab öll smáríki Italíu
geti orbib ab einu voldugu bandaríki. Einhver
stakk þá upp á, á fulltrúaþinginu ab færa skyldi
páfa þakklæti og jafnframt segja honum, ab allur
lýbur vilji honum hollur og trúr vera. Ur þessu
varb þó eigi, því ab Kanino mælti ákaft á móti því.
þess er getib, ab um þessar mundir komu
synir Rossi, sem myrtur var, til Rómaborgar, og