Skírnir - 02.01.1849, Síða 108
103
þjóbverja, er menn kalla gesti, og rje& fyrir hon-
um sá mabur, er Tann heitir; eigi voru þeir fleiri
saman, enn 7 eöa 8 hundrufe. Juel hafbi sent
fram varftmenn sín, og sett nokkurn hluta þeirra
í bæ þann, er Hopdrup heitir, þa& voru skot-
menn, en til hægri handar þeim setti hann riddara-
Ifó, er gæta skyldi vegar þess, er liggur til Töndern.
Kvöld þess 6. júní mána&ar heyrbu riddarar vagna-
skrölt á vegi þeim, er rennur frá Haderslev til
Flensborgar; hug&u þeir þar fara allan her þjófe-
verja, ur&u þeir mjög felmtursfullir, yfirgáfu verb-
ina og flú&u skyndilega til Haderslev; vfó þa& var&
hægri armur var&manna í Hopdrup ber, og rjebi þá
Tann a& þeim og rak suma á flótta, en tók suma
höndum; þar tóku og þjó&verjar eina fallbissu.
Juel hjelt sí&an me& li& þa&, er í Haderslev var,
nor&ur til Jótlands, og þykir hann litla sæmd hlotib
hafa af för þessari; tók þá hershöf&ingi Búlow vi&
herstjórn yfir flokk þessum, og hjelt hann honum
aptur su&ur til Haderslev; kom þar Hedemann til
móts vi& hann me& meginher Dana frá Alseyju; en
hershöf&ingi Hansen var látinn vera eptir me& nokkr-
ar þúsundir setuli&s á eyjunni. Ur þessu horf&u
Danir og þjó&verjar hvorir á a&ra, án þess orusta yr&i.
þegar hjer er komife sögunni ver&um vjer í
stuttu máli a& geta þess, hver afskipti þjó&irnar í
Nor&urálfunni höf&u af vi&ureign Dana og þjó&verja
og tilraun þeirra a& skakka leikinn millum hlutab-
eigenda.- þa& er alkunnugt, a& þá er styrjöld og strífe
þa&, er Danakonungar um langan aldur höf&u átt í
vi& Sljesvíkur og Holsetulands hertoga, loks hættu
1720, og enda&i þannig, a& Danakonungur lag&i
undir sig Sljesvík a& fullu og öllu me& vopnum;