Skírnir - 02.01.1849, Blaðsíða 148
148
Viðbætir viff frjettirnar
frá því um nýárifc.
J)ess er getib í frjettunum hjeraS framan, a?> vopna-
hlje var samifc millum Dana og þjófcverja í ágústs
mánuíii í fyrra, og skyldi þa& standa um sjö mán-
uí>i. Svo var til ætlazt, ab hlutafceigendur skyldu
revna til, aí> semja meb sjer um Sljesvíkurmálilb,
svo a¥> fullur fri&ur mætti á komast millum ríkjanna.
Sáttarfundur var lagfcur í Lundúnaborg; sendu Danir
þangab umbobsmann sinn Treschow, en Bunzen
riddari, sem getib er hjer aí> framan, var þar af
hendi þjóíiverja; Palmerston lávarSur tókst á hend-
ur, sem fvr, a& vera sáttargjör&armabur. Ekki er
alþýbu gjörla kunnugt, hvaíi þeir hafa rætt og ritab
um þetta efni í vetur; en hitt vita menn, aí> þá er
svo var liöií) á vopnahljeb, aö ekki var meira enn
einn mánubur eptir af því, voru menn ekki komnir
lengra áleifcis um fribarsamninginn, enn í haust, og
meí> því stjórn Dana mun hafa vantreyst því, aí>
greibara myndi ganga þenna mánub, sem eptir var,
og á hinn bóginn Danir í norfcurhluta Sljesvíkur
kvábu, aí> yfirgangur uppreistarmanna í hertogadæm-
unum væri óþolandi, Ijet stjórnin sendiherra sinn
í Berlínarborg segja slítib vopnahljenu 26. dag í
febrúarmánubi; þaí> var fullum mánubi ábur, enn
þab skyldi vera úti eptir Málmeyjar samningnum.
Vera má og aí> Danir hafi hugsab, aÖ meb þessu
móti kynni þeim ab takast ab reka eptir þjóbverjum
ab semja fribinn, ef þeim á annab borb væri þab
alvara aí> gjöra hann. þetta varb þó ekki, því þá
er vopnahljeb, var á enda, mæltist riddari Bunzen