Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 1
Útlendar frjettir
frá nýjári til ársloka 1886
eptir
Eirík Jónsson.
f> ------
JL egar höfundur þessa og fleiri árganga «Skirnis» tók
seinast við kosningu, fórust honum nokkur orð um að taka
slíkt til greina, sem fjelagsstjórnin kynni að finna eða fá til
leiðbeiningar um betri tilhögun á þessu riti, efnisvali þess eða
samsetning. Tilsögnin er ekki komin — því það sem stóð i
sumar leið í einu Reykjavíkurblaðinu get jeg ekki því nafni
kallað — og því mega lesendur ritsins ekki við neinum ný-
brigðum búast. Höf. heldur þeirri skoðun enn sem fyr, að
«Skirnir» eigi i fremsta lagi að vera yfirlitsrit pólitiskra tíðinda
erlendis, af horfi, afstöðu og viðskiptum ríkjanna og þjóðanna
sin á milli, þeim ástæðum og orsökum sem hjer ráða; enn
fremur og í annan stað af nýjum aldarmörkum, hreifingum og
kenningum, sem lúta að endurskipun þegnlegs lífs í mannúð-
legri stefnu, að borgaralegu jafnrjetti og svo frv. Vor hin fá-
menna þjóð sýnir i svo mörgu, að hún hefir vakandi eptirtekt á
«táknum timannav, og gefur þar alstaðar góðan gaum, sem bar-
átta fer fram fyrir ■ frelsi og mannrjettindum, og þvi getur oss
ekki dulizt, að það rit gegni að sinu leyti andlegum þörfum
hennar, sém hjálpar henni til að átta sig á fari aldarinnar,
bæði til fyrirmyndar og viðvörunar. Vjer sögðum «í fremsta
lagi», því hjer getur yfirlit orðið til nokkurrar hlitar, og líka
1*