Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 139
DANMÖRK.
141
Love» (1857), og «Lysets Naturlœre» (1861). — 12. s. m. Ijezt
einn hinn mesti og frægasti vísindaskörungur, sem háskólinn
hefir átt á þessari öld, JohanNicolai Madvig. Öllum mennt-
uðum mönnum á Islandi er kunnugt, hver afburðamaður hann var
metinn í sinni fræði, latneskri og grískri tungu, bókmenntum og
sögu Forngrikkja og Latinumanna, ekki að eins af Norður-
landaþjóðum, heldur og af öllum menntaþjóðum heimsins. Af
fjölda merkisrita, sem eptir hann liggja, má, aulc «Latneskrar
málfræði», nefna «Adversaria critica» í þremur bindum, «Opuscula
academica» i tveim bindum, útgáfu Liviusar sögu, og siðar
«Emendationes Livianæ», útgáfur ymsra Cicerós rita (t. d. «I)c
finibus bonorum et malorum»), og siðasta höfuðrit hans: «Den
romerske Statsforfatning og Statsforvaltning (Rikisskipan og land-
stjórn Rómverja) í tveim bindum. Madvig er fæddur í Svaneke
á Borgundarhólmi 7. ágústm. 1804, og fjekk kennaraembætti
-við háslcólann þegar hann hafði tvo um tvítugt (1826). Hann
kemur svo við pólitiska sögu Danmerkur, að hann var á grund-
■vallarlagaþinginu 1848, og tók það ár við forstöðu kirkju- og
kennslumála. Skilaði þeim af hendi 1851, en var síðan í tvö
.ár forseti fólksdeildar þingsins. Siðar í mörg ár meðal lands-
þingismanna, eða til 1874. Hann var forseti «rikisráðsins», þess
þings sem breytti grundvallarlögunum, eða bjó til lögin frá 28.
júlí 1866. Madvigs mikla atgerfi og skörungskostir birtust þá
með minnilegasta móti, er hann stóð fyrir júbílhátíð háskólans
1879, og var þar fyrir til allra svara. Hann var frjálslyndur
maður og hjelt fullri tryggð við ríkislögin, og vildi láta halda
þau, sem orð og andi visaði til í öndverðu. A siðasta ritling
hans er minnzt að framan, þar sem hann með fram vítti aðferð
■vinstrimanna. Hann reyndist annars öllum hinn vandaðasti
maður og mesta valmenni.