Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 117
TÍÐINDI FHÁ BOLGARALANDI.
119
anum —, en honum boðið að taka við «stjórninni i Eystri
Rúmelíu». Að hverju marki Rússar stefndu, hafði furstinn sjeð
fyrir löngu, og honum var einráðið að rjetta sinn hlut sem
verða mætti. Hann boðaði kosningar (23. maí) til þjóðarþings
í Sofíu (15. júní) frá báðum löndum samt, og skyldi þar sam-
þykki goldið til hinna nýju lagasetninga. Bandað á móti ráði
hans af soldáns hálfu — en eptir undirlagi sendiherra Rússa
— og þingkvaðningin til Sofíu ólögmæt. kölluð, en furstinn
svaraði, að hjer væri um sameiginlegt mál beggja landanna
að ræða. Bæði blöðum Bolgara og fleirum var líka bent á,
að bæði löndin hefðu verið undir samstjórn, síðan umskiptin
gerðust við tiðindin í Filippopel 17. september 1885. Sbr.
«Skírni» 1886, 113. bls. Stjórnin í Miklagarði fór þá skjótt
ofan af þvi máii, en biöð Rússa ljetu sjer að býsnum verða
dirfskuráð furstans, bæði þessi, og hin síðar þó meir, er hann
lýsti yfir í þingsetningarræðunni fullkomnu sambandi landanna.
En hjer verður að taka til býsnasögu af öðru tagi, sögunnar
af napurlegasta undirferli og hræsnisbrögðum, af mútugjöfum
og lygatælingum til illra verka, af vjelum, sem menn skyldu
vart trúa, að fyndust meðal úrræða voldugs rikis á vorum
dögum.
Vjer minnumst fyrst á, að Rússar skipuðu í öndverðu allt
fyrirkomulag á Bolgaralandi á her og landstjórn, og mátti þá
vita, að þar mundi mesta kapps kostað, er her og varnir
snertir, enda voru það eintómir hershöfðingjar og foringjar,
sem með þau erindi fóru af hálfu Rússa eða tsarsins. Dondu-
koff fursti hjet sá hershöfðingi, sem fyrir landstjórnina var
settur. Mönnum þótti það þegar kynlegt, að hjer var sú
stjórnarskipun búin til, sem var svo frjálsleg og þingstjórnarleg
i öllu sniði, að allt öðru fólki enn Bolgörum sltyldi henta með
að fara, slíkir viðvaningar sem þeir hlutu að vera eptir margra
alda alræðisstjórn og áþján. Og þetta sett af Rússum og eptir
fyrirmælum stjórnarinnar í Pjetursborg! Einn gamall Bolgari
furðaði sig á þessu i viðræðu við Dondukoff, og ljet efa í
ljósi, að vel kynni að gefast. Hann svaraði: «En hvað þjer
eruð einfaldur, kæri! Stjórnarlögum fer sem fallegum stúlk-