Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 53
ENGLAND.
55
fangi handa börnum slnum. Hjeðan fór hann svo slyppur
heim aptur og dapur í huga eptir öll vonarbrigðin. Hann tók
nú aptur til atvinnu sinnar, og enn með nýju fjöri til iðkana
sinna og safna. Prestur nokkur James Smith að nafni, sem
bjó I grennd við Banff, og var vel að sjer I náttúrufræðum,
lánaði honum bækur, hvatti hann til stundunar þeirra visinda
og verja til hennar öllum tíma, sem hann mætti, en leið-
beindi honum síðan í byrjun, er hann tók til ritstarfanna.
Mörgum árum siðar var fólki orðið það kunnugra um kapps-
muni þessa manns, að menn í Aberdeen tóku sig saman
og sendu honum pyngju með 333 dúkötum. f>að var upp-
bótin fyrir óheppnisferðina, þó seint kæmi. þegar rit Samuels
Smiles var komið almenningi fyrir sjónir, veitti drottningin Th.
Edwards 900 kr. í árleg heiðurslaun en áður hann var orðinn
forstöðumaður náttúrugripasafnsins í Banff. — Geta skal enn
Macphersons hershöfðingja, sem fyr er nefndur, og ljezt af
pest í Birma. Hann varð 59 ára að aldri, hafði unnið mart
til frægðar og frama í sóknum Englendinga á Indlandi, Afgana-
landi og Egiptalandi, þar sem hann hafði forustu fyrir hinum
indversku sveitum. Hann var þar eystra talinn að hermennsku
og forustudug Roberts næstur, sem eptir hann tók við forust-
unni fyrir her Englendinga i Birma.
Frakkland.
Efniságrip: Inngangsmál. — Burtrekstrar prinsa og fl. — Horfið til
nábúanna. — Viðskipti við páfann. - Um nýlendur Frakka og skjólstæð-
inga. — Um tvo menn í ráðaneyti Freycinets; ráðaherraskipti; sundrung
og samdráttur. — Ný skólalög. — Morð og verkaföll. — Sala krýningar-
djásna. — Frá Pasteur og Verneuil. — IOO ára afmæli Chevreuls. — Al-
þjóðasýning 1889. — Minnisvarðar. — Mannalát.
Orleaningar og einveldisliðar á Frakklandi tala jafnan um
Þjóðveldið eins og sjúkling sem liggur á banasæng, en allir