Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 149
151
Amerika-
Bandaríkin (norðnr).
Efniságrip: Andspænis útlöndum, — Sambandshugsun. — fdng og
ríkisforseti. Vinnuriddarar. — Róstur. Dæmi aldarlýta. — Dakóta.
— Járnnámar, — Vitavarði. — Cleveland kvongast. — Mannalát.
Árið sem leið — eins og hin á undan — hafa öll við-
skipti Bandaríkjanna við önnur ríki farið í friði og vináttu.
Með þeim og Englandi er nýr samningur — eða viðbót við
samninginn 1842 — kominn á um útsölu stórbrotamanna, og
þeim fyrirmælum inn skotið, sem varða eptirleiðis morðvjela-
menn og tundursprenginga, þá sem undan hafa komizt til
annars hvors ríkjanna. Hjer mun flest í krók og kring skoðað
og sem varlegast farið I sakirnar af beggja hálfu, úr því á
samningagerðinni hefir staðið í 9 ár. Auðvitað, að Englend-
ingum þykir enn fleira kyrt látið — um undirbúninga skaðræða
þar vestra, og svo frv. —, enn þeir mundu kjósa. f>að eina
sem vjer vitum um ágreining við önnur riki, er það, að stjórn-
inni í Peking þótti það of rýrt, sem þingið í Washington veitti
til skaðabóta sinverskum mönnum til handa i Bandaríkjunum
(sbr. «Skírni» 1886). Hvernig stjórn þeirra hefir orðið við
þeim kærum, eða hvort málið er út kljáð til fulls vitum vjer
ekki, en þegnar Bandaríkjanna á Sínlandi munu hafa hvatt hana
til góðra undirtekta, því þeir urðu þar út undan er atvinnu
skyldi fá eða umboð (t. d. við járnbrautir og fl.), í samanburði
við Englendinga og þjóðverja. — Einn af þegnum Banda-
rikjanna, ritstjóri blaðs, — ógegn annars og ekki vel ræmdur
— hafði gert það fyrir sjer með ritníði í Mexikó, sem bakaði
honum harðan dóm, betrunarvinnu í eitt ár og útlát 600 dollara,
en stjórnin í Washington sendi þegar slcorinorð skeyti og
krafðist vægðar á dóminum. Var því og vel svarað, og undan
slegið, enn eptir nokkra tregðu. Vjer látum þessa þvi getið,
að mörgum þótti um tíma til meiri tíðinda horfa, ef ekki hefði