Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 95
ÞÝZKALAND.
97
og svo frv. Keisarinn svaraði, að Herbette hefði mælt það
eina um samlcomulag og hagsmuni beggja þjóðanna, sem talað
væri út úr sjálfs hans hug og hjarta, og hjet honum sínu ein-
arðlegasta fulltingi í öllu, sem miðaði til sátta með þeim og
samkomulags. — Hjer er báðum alvara; á því enginn efi, og
þó hafði Bismarck rjett að mæla, þegar hann minntist á
hverfulleikann á Frakklandi, og hve skjótt mönnum kynni þar
að skipast hugur, ef svo bæri undir. Herbette segir, að meiri
hlutinn vilji þar halda frið, en þar er líka mikill flokkur, sem
vill ekki hyggja af hefndum, en allt kemur undir — hjer eins
og á Rússlandi — að friðarvinirnir verði ekki undir. En allir
vita, að afl floklcanna fer eptir atgerfi þeirra, sem eiga að
halda þeim saman — oss liggur við að segja: veifa þeim
í kringum sig. — Vjer hnýtum þó því hjer við, að orð hefir
verið stöðugt haft á heimboðum sendiherra Frakka við stór-
menni og stjórnarskörunga í Berlín, og þess við hann aptur,
og á vingjarnlegum viðurmælum, sem hjer fóru fram. Eptir
samþykktirnar á heraukalögunum var hann í hirðveizlu hjá
keisaranum, og þá með glaðasta bragði og sem hann ljeki á
alsoddi. Einhver gestanna á að hafa haft orð á þvi, og hann
svarað: «Menn verða alltjend fegnir þegar heiðir til, því þá
geta þeir slegið saman regnhlífinni».
Vjer höfum í Englandsþætti minnzt á samninginn um eyj-
arnar í Kyrrahafi, og skal hjer nokkru við bætt, sem kemur við
nýlendumál jbjóðverja. I fyrra voru sumar eyjarnár nefndar,
en J>jóðverjar hafa gefið þeim ný nöfn, og nú heitir Nýja ír-
land: Nýja Mecklenborg, og Nýja Britiannía: Nýja Pommern,
og svo frv. Eyjarskeggjar eru flestir mannætur, og «ógegnir»
þegnar heim að sækja, og hafa bæði á fyrri og seinni árum
orðið farmönnum skæðir. þjóðverjar hafa byrjað að kenna
þeim þegnskapinn með því að láta þá kenna á ódáðum sínum.
þeir heimsóttu i fyrra vor bygðir þeirra, sem illvirkin höfðu
unnið á farmönnum eða þýzkum nýlendumönnum, bæði með
ströndum og lengra á landi uppi, brenndu þær eða ljetu skot-
hríðir eyða þeim. þar sem flokkar stóðu fyrir, riðu stórskeyta-
hríðir að þeim og þeyttu þeim á burt eptir töluvert mannfall.
7