Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 52
54
england.
skólanámið. Hann var sex ára, þegar hann íjekk eitthvað
það að vinna í verksmiðju, sem börnum er hent, og hjeðan
kom hann heim færandi hendi með meira enn veiði sina.
Ellefu vetra var hann settur til skósmíðar, og hana lærði hann
eptir ymsa baráttu. Nokkra stund var hann í sveit landavarnar-
liðs, en hjer varð það á fyrir honum, að hann hljóp úr röð
eptir fágætu fiðrildi, og mátti fyrir sæta hörðum átölum. Tvítugur
að aldri fjekk hann skósmiðaratvinnu i Banff, bænum litla, þar
sem hann bjó til æfiloka. Hjer giptist hann nokkru síðar, og
eptir það fór hann að sækja sig í bóklegu námi, og við það
komst reglusnið á safn hans og alla iðkan. Tímanum deildi
hann svo, að atvinnan gat fætt hann og konuna, en mikið af næt-
urtímanum, einkum á sumrin, tók bókiðnin og söfnin. Marga
sumarnótt fjekk hann þann einn blund, sem hann naut undir
berum himni. 1846 voru söfn hans orðin svo auðug — svo
þótti honum að minnsta kosti —, af fuglum, smádýrum, snígl-
um, skorkvikindum, steinum og plöntum, að hann ætlaði, að
sýning þeirra mundi gera sig nógu birgan til að segja skilið
við skósmíðina og gefa sig allan við náttúiufræðinni. Hann
tók sig nú upp frá Banff með konuna og allan auðinn, og
lagði á ferð til Aberdeen, Hann leigði sjer þar sýningarskála
í einu höfuðstrætinu, en öllu var hjer svo lítill gaumur gefinn,
því maðurinn var meðmælingalaus Og af engum kenndur, að
hann átti hingað að eins skuldaerindi, en hvorki frægðar nje
gróða. f>ar kom, að sorg og örvilnun lagðist svo þungt á hann,
að hann einn morgun rann til strandar og hugði að fyrirfara
lífi sínu. Hann hafði farið úr utanhafnarfötunum, en þá skyldi
það honum til bjargar henda, að strandfuglahópur settist í
fjöruna, en á meðal þeirra var einn sendlingurinn svo frábrigði-
legur, að Tómasi varð mjög annars hugar við. Hann gleymdi
áformi sínu, fór aptur í fötin og tók að leggja • fuglinn í ein-
elti. það gekk svo þann dag allan, en hjer vildi ekki veiðast;
bjargvættur hans slapp undan fangelsi, og hann sjálfur undan
handtöku dauðans. Til að borga skuldir sínar í Aberdeen
hafði hann ekki annað til úrræðis enn að selja söfn sín auð-
ugum manni fyrir 20 p, sterlinga. Hann keypti þau að leik-