Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 96
98
ÞÝZKALAND.
Sumstaðar, t. d. á Nýja Pommern, höfðu hinir vopn Evrópumanna
í höndum sjer (skorubissur), og veittu á einum stað viðnám í
tvær stundir. þeir fjellu hjer hrönnum saman, og hjeldu ekki
fyr undan, en höfðu aftök um að ganga þjóðverjum á hönd.
8 menn af liði jpjóðverja höfðu fengið sár af vopnum eyjar-
búa. þeir tóku nokkra menn höndum og höfðu þá með sjer
i gislingu til Sidney, og munu ætla að gera úr þeim túlka. Á
löngu hlýtur vist að líða, áður þessum skepnum lærist nokkuð
af því, sem siði má kalla. Skip þjóðverja með atvígaliðið
(«Albatros») vitjaði siðar einnar eyjar meðal Hebríða hinna nýju,
og hefndu þar morða tveggja manna, frá f>ýzkal. og Engl., sem
höfðu sezt þar að til verzlunar, haft góðar viðtökur í fyrstu,
en verið drepnir eptir nokkra stund og verið til matar hafðir.
— Við Suðurhafseyjar hafa þjóðverjar nú skip á varðstöðvum,
og eiga þau að leggja hömlur á kaup enskra skipa frá Ástralíu
og Fidsjieyjum, er þau sækja þangað mannfarma, sem kallað
er til atvinnu í plöntunarekrum, en þau kaup eru þó ekki
annað enn mansal í raun og veru. — Á vesturströnd Afriku
verða og opt þeir atburðir, að þjóðverjar verða að taka til
hefndaratfara, enda er þeirra aldri lengi að biða, þegar svo
ber undir.
þar sem til umburðarlyndis kemur við annarleg þjóðerni í
heimalöndunum, er jafnt á komið með Rússum og þjóðverjum.
Hvorutveggju hirða jafnlítið um mannúðina er við Póllendinga
er að leika — eða þeirra nóta. þó sem stytzt verði yfir að
fara, verðum vjer að binda enda á heit «Skírnis» í fyrra og
segja, hvað framar hefir gerzt af hálfu prússnesku stjórnar-
innar og þinganna í þvi efni. Sem vita mátti, var á Prússa-
þingi samþykkisrómur gerður að burtrekstri hinna aðkomnu
Póllendinga frá hinum austlægu pörtum Prússaveldis. Pólskur
þingmaður á rikisþinginu sagði, að tala þeirra hefði verið
40,000, sem vísað var burt frá Austurprússlandi. Á alrikis-
þinginu voru mótmælin mun meiri, því kaþólski flokkurinn tók
málstað trúbræðra sinna, en það gat engin áhrif haft á málið,
þar sem voldugsta ríki sambandsins átti i hlut. Bismarck varði
þau úrræði stjórnarinnar á báðum þingum — hinu prússneska