Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 75
FRAKKLAND.
77
brosti og sagði: «En þjer eruð lögvitringur og vitið of vel, að
þar sem um tvð testamenti er að ræða, er það hið síðara sem
nýtur gildis!» — 17. september dó hertoginn af Décazes
(Louis), 73 ára gamall. A dögum Loðvíks Filippusar gegndi
hann erindrekastöðu i Madrid, og leitaði kappsamlega á gamla
visu að gera mægðir og venzl að tengslum milli Frakklands
og Spánar. Á stjórnarárum Napóleons þriðja varð hann þris-
var apturreka við þingkosningar, og því ekki við stjórnarmál
riðinn, en hafði i þeim staðið mjög frammi á forsetaárum Mac
Mahons, meðan Broglie hertogi stóð fyrir ráðaneytinu. Hann
fór með utanrikismál, og átti þá jafnan i mörg horn að líta,
er bæði stjórnin í Lundúnum (Beaconsfield) sigldi Frökkum á
veður á Fgiptalandi (keypti Suess-hlutabrjefin af Ismail jarli),
og þjóðverjar komust á flugstig að vaða aptur inn á Frakk-
land, «áður enn það næði aptur bolmagni». það voru Rússar
sem hjeldu í þá, og mun það hafa verið vingunarmælum
Décazes að þakka, því það er sagt, að hann hafi verið sambandi
við Rússa mjög meðmæltur. — Enn má nefna Urich hers-
höfðingja, látinn 10. október og Paul Bert, sem dó á Fystra
Indlandix) mánuði síðar. Hinn fyrnefndi ávann sjer lofstír
fyrir vörn Strasborgar 1870, en hinn var einn af vísindaskör-
ungum Frakka, og liggja eptir hann mörg rit og kennslubækur
i ymsum greinum. Einni — í liffærafræði — er á flest Evrópu-
mál snúið, og nefnist á dönsku: <s.lÁvet og Livsjunktionerne hos
MennesJcer og de hoiere Dyr».
) Sbr. «Skírni» 1886 53« — 54' bls.