Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 51
ENGLAND.
53
af sjer sökum þess að þeim Giadstone bar á milli um aðferð-
ina á Irlandi. — I lok aprílmánaðar andaðist nafnkendur
náttúrufræðingur, Thomas Edwards að nafni (f. 1814'.
Helzt og einkum gaf hann sig við dýrafræði og kvikindasafni.
Eptir hann eru ritgjörðir í mörgum tímaritum, og hann komst
í fjelagatölu í mörgum fjelögum náttúrufræðinga. Hann var
einn af þeim, sem aldri vilja trana sjer fram, og Iangan tíma
var lítið eptir honum tekið, eða vart fyr, enn Samuel Smiles,
göfuglyndur rithöfundur, hafði ritað æfi hans og sýnt, hversu
ótrúlega erfitt þessi maður hefði átt uppdráttar. I langan tima
við skósmíði um daga, við fræðinám um nætur. «Náttúran er
náminu ríkari», segjum við á Islandi, og saga Tómasar færir
oss heim sanninn, þvi hjer var það náttúruatgerfið, sem heimti
námið1). þegar Tómas var íjögra ára gamall, var hann vak-
inn og sofinn í að veiða fugla, allskonar orma og skorkvikindi.
Ef móðirin sendi hann út að sækja eitthvað til heimilisins,
gieymdi hann opt eiindi sínu, ef hann sá á leiðinni flugur
eða fiðrildi. Hann lenti hjer í eltingaleik og köm svo heim
aptur með veiði sína, en hvorki með brauð, sikur eða rjóma.
þá urðu samt glappaskotin honum til meiri vita, þegar hann
var kominn í barnaskóla, því á leiðinni tii skólans varð hann
stundum svo fengsæll, að úr búxnavösum og vestis skriðu
pöddur og ormar upp á borðin eða á börnin næstu, og varð
þeim heldur enn ekki bilt við, sem nærri má geta. Svo gekk
og námið með mestu tregðu, því hann sló slöku við flestu
öðru enn veiðum sinum og söfnum, og þetta allt olli,
að hann var úr þremur skólum rekinn’ Einu sinni bar það
hjer til, er börnin skyldu gera bæn sína með knjefalli, að álku-
ungi sagði til sín í brók Tómasar, og brjálaði bæna-
gerðinni með skríkjum sinum. Hann hafði lært að lesa — eða
þá heldur að stauta -— en ekki að skrifa, þegar hætt var við
') þegar menn lesa þrautasögu þessa manns, minnir hún á mart áþekkt
á voru landi, á forlög þeirra manna, sem með námfleygum hug voru
bornir, og annaðhvort urðu aptur keyrðir, eða hlutu við miklar van-
efna þrautir að stríða, áður enn þeir komust á framaveginn.