Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 8
10
ALMENN TIÐINDI.
Annars er það af gullföngum að segja, að úr námum eða
jörðu lcoma enn að jafnaði á ári hverju eitthvað um 400
millíónir króna, það næst verður komizt. En nú eru ný gull-
fylgsni fundin i Astralíu, og er mikið gert úr auði þeirra.
Má þá svo þar koma, að likra hreifinga kenni aptur á gróðans
vegum, sem átti sjer lengi stað eptir 1851, eða hjer um bil
í 25 ár.
Leiðarsnndið um Pauamaeiðið. — Nýjar járubrautir og
frjettalínur.
Panamaskurðurinn verður sá ferða- og flutningaflýtir, sem
meiru mun valda um samskipti heimsþjóðanna enn nú má grein
fyrir gera. Til dæmis um leiðarstyttinguna má taka, að sigl-
ingaleiðin frá Lundúnum til Astraliu, Sandvíkureyja, San
Franciskó styttist um 33, 46 og 51 mílu af hverju hundraði,
og frá Newyork til Valparaisó, Callaó og San Franciskó um 63,
73 og 74 af hundraði.
Lesseps ætlaðist til að skurðurinn yrði búinn 1889, og
má vera, að svo takist, en sumir skynberandi menn hafa sagt,
að vart mætti fyr við þvi húast enn 1891 eða 1892. Hjer
standa 14—15 þúsindir manna að verki — menn frá öllum
álfum og löndum — en áhöldin og vinnuvjelarnar hinar stór-
kostlegustu. Graptar- og ristuvjelarnar færa upp 7000 tenings-
fet af mold og möl á hverjum degi, eða sjöfalt meira enn við
skurðargröptinn á Suesseiðinu. Hreifi- og dráttarvjelarnar 300
að tölu, vagnar og kerrur 10,000. Mesta töfin stendur af
klöppunum niðri í jörðinni, sem verður að sprengja, enda hafa
þær orðið fleiri enn fyrir varð sjeð. Kostnaðurinn hefir að minnsta
kosti -orðið langtum meiri, því hlutbrjefafjelagið hefir þegar
varið til þeim 600 millíónum franka, sem ráð var fyrir gert,
og hefir nú orðið að útvega nýtt lánsfje að sömu upphæð.
Hjer er heldur ekki við smágróða búizt. Sumir hafa talið, að
tekjurnar af sundinu og landreinunum beggja megin — svo