Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 62
64
FRAKKLAND.
getumar ýmislegar um, hvort ófriðarskúrunum mundi skella á
eða ekki, en sú var ískyggilegust, að Bismarck mundi þykja
ráðlegast að láta lúka sjer af við Frakka áður enn þjóðverjar
þyrftu að snúa sjer austur á við (móti Rússum), enda mundi
því svo bezt frestað, ef Frakkar dyttu úr sögunni, eða yrðu
tilhlýðilega aptur settir. En svo var hinu verra bætt við, að
Rússar mundu sjá við þeim leka, og sjá svo til, að Frakkland
yrði ekki troðið undir fótum. þó svo hafi verið á tekið í rússnesk-
um blöðum, mun bezt að láta slíkar spár liggja milli hluta,
en verði um frið eða ófrið útgert áður enn frjettasögu vorri
er lokið, mun á það síðar min-nst i þessum árgangi, eða i
viðaukagrein. — Vjer höfum i Englandsþætti minnzt á, hvað
Frökkum og hinum fyrri bandavinum þeirra ber einkum á milli
og þarf hjer litlu við að bæta. Gagnvart Englendingum og
enskum blöðum er það, að frönsku blöðin leysa frá buddunni
og láta fjúka. Stundum þykir líka, sem ráðherrunum hætti við
stóryrðum, þegar þeir t. d. minnast á egipzka málið. þegar
Freycinet var á ferðum um landið í haust eð var, talaði hann
um, að stjórninni væri einráðið að taka til einbeittra athafna.,
hvar sem leitað væri að hnekkja gagni Frakklands og hagsmunum.
Allir vissu, að þetta var til Englendinga mælt, og ráðherrann
átti við það sem Frakkar kalla gjörræði þeirra á Egiptalandi.
Rjett á eptir túlkaði lika blaðið («varkára») ajournal des Débats»
svo orð ráðherrans, að Frakkland mundi ekki þola það neinu stór-
veldi vorrar álfu að setjast á fastar ráðastöðvar við Nil. það
stoðaði litið, að blöðin ensku fóru undan í stillingu — álíka
og hin frönsku fyrir þýzku blöðunum — því sum hin frönsku
urðu því ákafari. því þótti einu þeirra, «Temps» að nafni, nóg
um þá kergju og komst svo að orði: «Við verðum bráðum
að furða okkur á, að við heyrum ekki köllin: «til Lundúna!
til Lundúna!» óma, sem hin 1870: «Til Berlinar!» og minnti
landa sina á, hvert «afráð» þeir hefðu þó goldið fyrir fólsku-
skap sitt, er þeir hefðu hvorki gætt að málavöxtum eða orku
þeirra, sem þeir áttu við að etja. Um heilt er hjer elcki enn
gróið með «vesturþjóðunum», sem menn kölluðu Frakka og
Englendinga á samheldisárunum, og nýlega hefir borizt, að