Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 141
NOREGUR.
143
að banda á móti nýjum straumum aldarbirtunnar, hvaðan sem
hana leggur, kallast þeir «Evrópuliðar» — »Evropœere»
— á nokkuð likan hátt og menn greina á milli í Dan-
mörk, og hafa nafnið á þeim mönnum, sem firrast það
sem þeim þykir þjóðerniseinræni. þeim mönnum eða hinni
yngri kynslóð lízt ekki á hina nýju Kuflunga eða vaðmálsliðið,
og blöð þeirra minna stundum á orð Björnstjerne Björnsons:
«þegar bóndinn vaknar, snýr hann á apturhaldsveginn». þessu
virðist ekki heldur fara alls fjarri. f>að er í þeim flokki, að
klerkavinir, vandlætingamenn af hálfu kirkjunnar, eða Guðs
rikis, sem þeir kalla, stýra miklum afla, þeir menn kallast nú
«Oýtedöler» á þingi og utanþings, eptir Oftedal, presti í Staf-
angri. Hann er einn af ötulustu görpum vinstrimanna, en vinur
hans er Jakob Sverdrúp, kirkjumálaráðherrann og bróðurson
stjórnarforsetans. þessi ráðherra er kallaður oftrúarmaður -—•
eins og klerkurinn —, en stundum lika i blöðum Evrópuliða
«bragðarefurinn móguli». það var Oftedal og hans flokkur,
sem varnaði Kjelland i fyrsta sinn heiðurslaunanna, eða skáld-
launanna (1600 kr.). I fyrra var það Steen rektor, forseti
þingsins, sem reið baggamuninn í þvi máli, þó að eins ræddi
um framlagið í það skipti, og kallað væri veitt manninum til
uppbóta fyrir, að rit hans — sem fleiri norskra rithöfunda —
væru þóknunarlaust útlögð og prentuð i öðrum löndum sökum
samningaleysis við þau af hálfu Norðmanna. Oftedal heldur
blaði út í Stafangri, sem heitir «Vestlandsposten» og, ef oss
minnir rjett, nýstofnuðu blaði í Kristjaníu — «Óstlandsposten»
~ , og ef tekjurnar af hinu fyrnefnda eru, sem sagt er, 25,000
króna, má sjá að blaðið gengur vel út meðal alþýðunnar, og
að klerki verður þar gott til liðs, sem hann kemur. 1 fyrra
sumar fjekk hann orlof hjá stjórninni til ferða um allt land,
og hafði hjer tvennt í takinu, að glæða trúrækni manna með
prjedikunarhaldi, og beiðast tillaga til «vaisenhúss — skóla og
uppeldishúss fyrir munaðarleysingja — sem hann hefir stofnaö
í Stafangri, og «Bethanía» heitir. En með þvi, að tekjur
blaðsins eiga að ganga til stofnunar prestsins, mátti þar kalla
í Guðskistuna safnað, er hann gat fjölgað á ferðinni áskrifend-