Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 14
16
ALMENN TÍÐINDl.
sjá, að hjer er líka sósíalismus undir fólginn, þó farið sje í
svig við nafnið. Hagfræðis- og auðfræðarit þess manns, sem
Henry George heitir, hafa, ásamt ræðum hans á fundum, haft
mest áhrif á verknaðarfólkið J>ar vestra, og það íjelag, sem nú
var nefnt. Hann kallar sig ekki sósíalista, þó sum Evrópu-
blöð gefi honum það nafn, því kenningar hans vikja i mörgu
frá þeirra kenningum, en þær fara fram á endurskipun eða
endursköpun þegnlegs fjelags á nýjum grundvelli *). A þær
skal minnzt í lokagreininni. — Henry George hefir ferðazt
um land á Englandi og haldið þar ræðufundi, og mun eiga
ekki lítinn þátt í, að kvöfurnar eru svo vaknaðar, sem nú gefur
raun á, um breytingar á landeigna ástandinu. Ný fjelög risa
nú upp bæði á Englandi — þar sem mest þarf að gera — og
öðrum löndum, t. d. þýzkalandi, sem kalla sig landeignafjelög
(«landlígur»), og vilja, að landeigninni verði hlutað milli sem
flestra, eða að «þjóðeign», «rikiseign» komi i stað eignar ein-
stakra manna á jarðveginum. — Að þesskonar «sósíalismus»,
sem hjer að framan er komið við, og menn gætu kallað hinn
nýja og am ríkanska, eru jafnvel iðna- og verkmannafjelögin á
Englandi («Trades Unions») farin að sveigjast.
Nú skal minnast á suma fundi sósíalista, sem haldnir hafa
verið í vorri álfu. I lok ágústmánaðar var komið á alþjóða-
fund í París — og það jafnvel frá Norðurlöndum og Astralíu.
Flest ummælin urðu með frekjublæ, og þó menn skirðust að
ógna «stórborgurunum», sem tiðast er á hinum minni fundum
í Paris og víðar á Frakklandi, þá lutu sumar ályktargreinirnar
að kröfum, sem eigi verður fyr gegnt enn skipun þegnlegs
fjeiags stendur á nýjum stofni. Erindrekum verkmanna frá
Englandi þótti nóg um, enda var máli þeirra eða mótbárum
lítill gaumur gefinn, og þeir máttu jafnvel þola ámæli fyrir
') J>að er sagt um þenna mann, að hann í æslcu hafi hafzt við í far-
mennsku, en síðan af sjálfsdáðum tekið til bóknámsins. í hverju
áliti hann er meðal verkmanna og iðnaðarmanna, má af því ráða,
að þeir menn í Newyork höfðu til fylgis við hann að koma honum
fram við kosningu borgarstjórans 68,000 atkvæði (móti 90 þús.).