Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 56
58
FRAKKLAND.
dómsins á Frakklandi, eða í hverjum hávegum þjóðveldið væri
þar haft i raun og veru. Örðugt móti risið í báðum deildum,
og 40 af þjóðvaldsliðum fulltrúadeildarinnar greiddu atkvæði móti
nýmælunum, en 23 yzt vinstra megin af þeim rökum, að þeir
vildu á engar landflæmingar fallast. Málið gekk hjer fram
með yfirburðum 83 atkvæða, eða 315 móti 232. þó meiri
hluti nefndarinnar í öldungadeildinni væri nýmælunum mót-
fallinn hlutu þau þar líka (23. júni) nógan afla til sigurs (141
atkv. gegn 107). Meðal mótmælenda voru hjer 59 af skörung-
um þjóðveldismanna, en 33 greiddu ekki atkvæði eða komu
ekki á fundinn. Daginn á eptir, eða á Jónsmessu, höfðu prins-
arnir sig á burt og fjell hjer, sem von var á, mörgum þungt
um skilnaðinn. Jerome Napóleon hjelt til Svisslands og hafði
minnst við í kveðjum eða ummælum, en Viktor son hans, sem
lagði leiðina til Belgíu, ljet vini sína vita — eða rjettara
þjóðina — að hann skyldi vera reiðubúinn þegar kall hennar
kæmi. Filippus greifi leitaði til Englands, og þaðan kom frá
honum skörulegt ávarp til Frakka og með svo þunglegum at-
kvæðum, að heitingum við þjóðveldið var líkast. Hann kallar
sig í bjefinu «höfuð þeirrar frægu ættar, sem i 900 ár hafi
unnið að þjóðlegri einungu Frakklands, og ásamt fólkinu
skapað á meðlætis og mótlætistímum veldi þess og velmegun».
Hann segir, að stýrendur þjóðveldisins hafi bakað landinu böl
þess og óhamingju, muni koma því á heljarþröm, ef þeir nái
að ráða, en sitt verkefni sje að stöðva fárið og óstjórnina, og
hann skuli með Guðs hjálp gegna skyldu sinni og kalli.
Berara gat enginn kallað til þjóðveldisins: «hjeðan af skaltu
eiga mig á fætiN, og mörgum varð líka að orði þegar þeir
lásu brjefið, að enginn hefði fært ríkari rök eða ástæður fyrir
úrræði stjórnarinnar enn greifinn sjálfur. Mögum varð til að
ámæla henni harðlega i fyrstu, en nú verður ekki betur sjeð,
enn að flestir kannist við, að hjer hafi verið heppilega ráðið.
— því má enn bæta við þessa landrekstrarsögu, að hertoginn
af Aumale hlaut að fylgja frændum sínum nokkru síðar. það
bar hjer til, að hinn nýi ráðherra fyrir hermálunum, Boulanger
hershöfðingi — um hann síðar meira — hafði fengið þvi