Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 43
ENGLAND.
45
nein úrræði, en leyfa Irum að verjast svo ofbeldinu, sem föng
og færi væri á og hugurinn byði.
Vjer höfum bent á i almenna kaflanum, hvernig verka-
iýður Englendinga sveigist nú að kenningum og athafnalagi
bræðranna á meginlandinu. Bróðernis- og jafnaðarkenningar,
kenningar móti alveldi og ofríki auðsins, og svo frv., hafa
lengi verið texti blaða, rita og funda á Englandi, en Eng-
lendingar hafa varazt betur framhleypnina enn meginlands-
fólkið, eða sjerílagi grannar þeirra fyrir handan Calaissundið.
Á miðri þessari öld hófst sá flokkur á Englandi, sem kölluðu
sig «chartista»'). þeir menn heimtuðu ný grundvallarlög, lög
sem veittu almennan kosningarrjett, trygging fyrir kjörum
verknaðarlýðsins og fleira lýðkröfunum til fullnustu. Hjer hefir
mörgu verið síðan gegnt, þó þá þætti einber frekjuheimting,
t. d. útfærslu kosningarjettarins, og mörgu öðru, en forustu-
menn samkynja flokka, þeir menn sem menn almennast tákna
með orðinu «sósíalistar», prjedika enn samskonar kenningar
fyrir fólkinu: til dæmis: fyrir verkmannalýð á landsbyggðinni
Joseph Arch, í Lundúnum Hyndman og fleiri ritstjórar sösíal-
istablaða, þingmaðurinn Labouchóre auk margra annara2). í
þessu liði er að vísu flokkadeiling, en á mörg höfuðatriði fall-
ast allir saman. Vjer skulum sumar nefna af lýðrjettarkröfun-
um: almennur kosningarjettur, aðskilnaður ríkis og kirkju,
kirkjueignir lagðar til alþýðuskólanna, sköttum jafnað á auð-
menn eptir lekjuupphæð (þeir eiga að gjalda helminginn til
þarfa þegnfjelagsins), afnám lávarðadeildarinnar, lýðveldi í stað
konungsríkis. Yrði þessu framgengt meðan Viktoría drottning
er á lífi, skulu henni skömtuð eptirlaun til hæfilegs viðurværis,
og Labouchére segir henni megi nægja 10,000 punda sterl-
') Af cliarta brjef, en Magna charta heitir skráin frá 1215, hin
gömlu grundvallarlög eða takmörkunarlög konungsveldisins á Eng-
landi gagnvart lendum mönnum og klerlcum.
2) Annars skal þess getið, að flestir þingfulltrúar verkmanna sem náðu
kosningu eptir hinum nýju kosningalögum og eru forustumenn í þeinr
iðnaðarfjelögum, sem skirrast öll frekjuúrræði sósíalista, eru eins-
konar friðarfjelög verkmanna, og kallast "The friendh/ Sncieties".