Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 9
ALMENN TIÐINDI.
11
bæjum settum sem við má búast — muni komast i 100 mill-
íónir á ári.
Nýjar járnbrautir. f>eim fjölgar i öllum löndum á
hverju ári, og upphaf þeirra er svo komið á Sínlandi, að því
mun afar mikið fylgja viðskiptum og samskiptum mannkynsins
til eflingar, en sem flestum mun kunnugt búa hjer 350—400
millíónir manna, eða sem talið er, V« partur heimsbyggjenda.
Má svo nærri geta, hvern samdráttar- og viðskiptaauka það
hlýtur að hafa í för með sjer, þegar brautirnar á Sinlandi
verða tengdar við brautir Englendinga á Indlandi, og það
linunet, sem Rússar eru byrjaðir á i Miðasíu. Hjer er það
mikils visir, er brautin frá Krasnovodsk við Kaspiska hafið er
nú teygð austur til Merwar, 700 mílur. Hjeðan skal hún færð
áfram bæði austur og suður — austur til Amu Darja (fljótsins),
svo til landamæra Sínlands og til eignarlanda Rússlands við
Kyrrahafið. Frá Merw eru 150 mílur suður að Seraks, sem nú
er á valdi Rússa, og grunar flesta, að hjer verði ekki látið staðar
nema, en bærinn verði áfangastaður á herleið Rússa suður að
Indlandi. f>að var seint í júli, að gufumagnið hleypti fyrstu
vagnarununni að Merw, og var fólkið úr grenndarsveitunum
komið þar þúsundum saman að líta hinn ókennda undragest.
Hjer var fyrir Komaroff hershöfðingi — sá sem vann Afgana-
liðið við Kush (sjá «Skírni» 1886 28. bls.) — með hersveitum
sínum og fagnaði Annenkoff hershöfðingja og foringja járn-
brautaliðsins, en herlið Rússa þar eystra hefir allt unnið að
hinu mikla mannvirki. I vestur frá Merw er afarstór eyðimörk,
og yfir hana var brautin svo lögð, að liðið hafði þá vagna —
27 að tölu — til íbúðar, sem vóru tvípallaðir eða tvígólfaðir,
en þar allt til hentisemi, sem á þurfti að hallda. þeirn hjóla-
sölum skilaði fram nokkrar rastirx) á hverjum degi, og á hálfu
öðru ári var þrautin unnin.
Nýjar frj ettalínur. Af kaflínum voru þessar lagðar í
fyrra: frá Waterville á Irlandi til Havre, frá Saloniki og um
eyjarnar Lemnos og Tenedos í Grikklands hafi til Litlu Asíu,
) Röst, rússneskt vegarmál, = 3399 d. fet.