Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 58
60
FRAKKLAND.
Rausnargjófina hefir akademíið þegið, og fyrir nokkru Ijek orð
á, að stjórnin hefði í ráði að taka aptur landbannið.
Vjer höfum að framan minnzt nokkuð á afstöðu eða horf
tveggja af nábúarikjum Frakklands til þessa ríkis, eða það sem
helzt kann að draga til viðureigna i einn stað með Frökkum
og fjjóðverjum, í annan með hinum fyrnefndu og Englending-
um. Nú skal hjer nokkuð nánara greina, hvernig Frakkar
hafa horft bæði við þessum þjóðum og fleirum. Eins og opt
hefir verið komið við í þessu riti, hafa þess opt merki sjezt,
að Frakkar eiga bágt með að gleyma hörmum sinum í viður-
eigninni við þjóðverja 1870—71. þegar svo bar undir, að
eitthvert franskt blað talaði eitthvað ógætilega, eða það var
mælt á þingi eða öðrum mótum, sem vottaði að vonir frönsku
þjóðarinnar horfðu i aðra átt enn þjóðverjum (Bismarck) lik-
aði, urðu stjórnarblöðin á þýzkalandi aldri sein til að æpa:
«þarna eru þeir komnir! hefndahugurinn leynir sjer ekki, þeir
hugsa ekki um annað enn að sækja Elsass og Lothringen i
hendur okkar!» A hinu líka haft orð, en þó sjaldnar, að
Frakkar ykju mjög her sinn, efldu kastalana, tækju ný vopn
upp og svo frv., en slíkt hefir átt sjer stað hjá öllum þjóðum
álfu vorrar, og þjóðverjar hafa sjálfsagt hugsað með sjálfum
sjer: «Hvað ætli það stoði, okkur standa þeir þó seint á
sporði!» það var ávallt eitt, sem hleypti yglibrún á þýzku
blöðin: ef Frakkar stefndu herdeildum saman til vopnaburðar
eða hersýninga í grennd við hin eystri landamæri. Undir
eins kallað, að þjóðverjar yrðu að vara sig. Arið sem leið
hefir lengst komizt með dylgjur og tortryggð beggja handa,
og það er sannast að segja, að Frakkar hafa þá átt sinn hlut
saka, ef þeim verður til dóms á vopnaþingi skotið. Um þetta
verður nokkrum orðum að fara, Frakkar hafa forðazt allt hól
siðan 1871, látið sem minnst yfir sjer, talað viðhafnarlítið um
afreksverkin i öðrum álfum (i Túnis, Madagaskar og á Eystra
Indlandi), og farið heldur i tómi og kyrþey með endurskipun
og efling hers og flota og allra varna. það kom því heldur
flatt upp á flesta, er rit (508 blss.) kom á prent i Paris i
marzmánuði, sem heitir «Avant la bataille (Á undan bardag-