Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 128
130
TYKKJAVELDI.
meiri málalykta í Miklagarði, verður frá því að segja í næsta ár-
gangi þessa rits.
Af fornleifum. þjóðmenningarsaga Egipta er til fyrnsku-
alda rakin, og þvi eru fornleifar þeirra meðal hinna allra
markverðustu. 1881 fundust margar (30) fornkonungakistur
með þornuðum likaleifum frá þeim öldum. I júni í fyrra gerði
fornmenjafræðingurinn Prospero, prófessor i Egiptafræðum og
forstöðumaður menjasafnsins i Búlak, nánari rannsóknir um það
sem geymdist í kistunum, og þótti þá til fulls uppgötvast, að
hjer voru meðal annars likaleifar þeirra Ramsess annars
(Sesostress) og Ramsess þriðja. Ramses annar var á dögum
Móises, og á að hafa ríkt í 67 ár (1180—1113). Blæjur líks-
ins dýrindisvefnaður, og með letri og goðamyndum. Vöxtur
þess heldur þreklegur, en meðalmanns, höfuðið litið að saman-
burði en aflangt, með litlu enni, löngu nefi og bjúgu — og
ein lýsing segir, því ekki ósvipað, sem er á flestum Bourbon-
ingum. Eyrun hafa staðið út og í þeim hafa hringir verið,
kjálkarnir öflugir, varirnar þykkar, hakan skagandi fram —
og allt þykir benda á skörung meiri að líkamlegum kostum
enn andlegum, en með þeim svip, sem alræðisvöldin veita. —
— Annar fornmenjafræðingur, Flinders Petrie, hefir grafið til
fornleifa, þar sem sú Faraóshöll á að hafa staðið, sem Psamme-
tik fyrsti ljet reisa 666 f. Kr., en Jeremías spámaður nefnir
(Takpanjes) i 43. kap. og dætur Zedekíu konungs höfðu leitað
til á flótta sínum (585 f. Kr.). Hjer fundust margskonar dýr-
indi og gersemar. — þá er enn að minnast á, að tekið var
til í fyrra vor, að grafa í kringum Sfinx hjá Gizeh, eða ryðja
burt þeirri dyngju sands og moldar, sem hefir kæft mestan
hluta þessa furðuverks heimsins. Svo þykir hlýða að kalla
þessa líkneskju, sem af klöpp er mynduð, en á lengd 70 metra,
eða á annað hundrað álna, og menn ætla verði miklum húsum
hærri, þegar nóg er frá grafið og rutt. Sumir fræðimenn segja
það muni vera 6000 ára gamalt, og þá líkast eldra enn allt
annað, sem ber mannshanda merki.
Mannslát. Vjer getum hjer manns, sem hefði átt að
koma í röð látinna manna í Englandsþætti. það er Hobart