Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 70
72
FRAKKLAND.
Raoul Duval — sem nú er látinn — hjelt langa og snjalla
áminningarræðu i nóvember fyrir þingmönnum um samheldi og
sáttfýsi, sem bezti rómur var að gerður, og það því heldur af
þjóðveldismönnum, sem hann kvað öllum jafnskylt að hlynna
að þjóðveldinu og þess þrifnaði. það hefði orðið til i fóstur-
landsins nafni, og í þess nafni bæri öllum það að styðja.
þegar þetta var skrifað (i lok febrúar) var talað um mikið mis-
sætti með þeim Boulanger og Flourens, en í annan stað um,
að þeir Jules Ferry og Freycinet löðuðu saman sína flokka.
Jules Ferry fylgja Gambettuliðar, sem «opportúnistar» — þeir
menn sem aka seglum eptir vindi, eða taka «þar gæs sem
hún gefst» — eru kallaðir. það var sagt, að Freycinet þakk-
aði með mjúkum orðum Raoul Duval fyrir ræðuna, en nú lætur
hann 'nana sjer svo að kenningu verða.
Af laganýmælum Frakka árið sem leið getum vjer að eins
um lögin fyrir alþýðuskólana. Af atriðum skal nokkur hin
helztu nefna. Auk ríkisskóla eða sveitaskóla, sem ríkið kostar
að mestu, skal einstöku mönnum Ieyft að hafa skóla handa
unglingum, en allir lcennararnir skulu vera franskir menn, sem
hinir í rikisskólunum, og fullnægja tilteknum kröfum, hvað
menntun snertir og fl., nema ef skólinn er fyrir börn útlendinga.
þó skal hinn útlendi kennari hafa fengið þegnleg rjettindi á
Frakklandi. I hverri sveit (commune) skal hafa að minnsta
kosti einn ríkisskóla. Að 5 árum liðnum skulu þeir allir vera
óvígðir menn, sem kennslu gegna í skólunum, og af því má
sjá, að trúarfræðum er vísað þaðan á burt. því má nærri geta,
að klerkdóminum segir ekki vel hugur um hið nýja skólaupp-
eldi, enda er bágt fyrir að taka, hvað af því kann að rætast,
sem þeir menn og fleiri trúaðir — t. d. Jules Simon, sem
barðist harðfengilega á móti lögunum í öldungadeildinni —
hafa spáð um böl og ófarnað landi og þjóð til handa, sem af
lögunum mundi leiða, og af hinu sivaxandi trúleysi. En hinir
hafa hjer nóg til andsvara, og mart fram að færa móti fræð-
ingu klerkdómsins, svo blendin sem hún er og full af hjátrú
og hjegiljum — já, þeir hafa ekki lítið fyrir sjer, þegar þeir