Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 92
94
HOLLAND.
höfðu hjer eitthvað um 30 manns bana af bæjarlýðnum, en særðust
nokkuð á annað hundrað. Meðal hvorratveggju börn og konur.
Myrkt var enn orðið, áður enn kyrrast fór og lýðurinn dreifð-
ist. Fjöldi manna í varðhöld keyrðir. Um nokkurn tima
hafði herliðið griðagæzlu i borginni, og síðar voru þau ný-
mæli samþykkt á þinginu, sem banna og óhelga allar sam-
komur og fundi undir beru lopti, sem ekki er leyfi fengið til
hjá lögregzlustjórninni.
Af helztu lýðskörungum og forustumönnum sósialista skal
tvo nefna. Annar þeirra heitir Damela Nieuwenhuys (Níven-
haus), stórrikur maður og vel menntaður, og hefir síðan 1881
stýrt öllum frelsishreifingum Hollendinga. Hinn er úr verk-
mannatölu Fortuyn að nafni, harðvítugur maður, ákafur utn
fundahöld og vel máli farinn.
Svissland.
Vjer verðum i þetta skipti að kenna þeim blöðum um, sem
vjer höfum komizt yfir — og þau, ef til vill, viðburðunum hjeðan
lítt sinnandi —, að vjer vitum ekkert hjeðan að segja sem í frjettum
er færandi. J>að má vart svo telja, að í maimánuði byrjuðu
smiðir á verkafalli í Ziirich, en höfðu krafizt, hjer sem víðar,
að vinnutímanum væri hleypt niður úr 10 i 8 stundir. Af
þessu leiddi róstur, er þeir gerðu tveim vinnusveinum óskunda,
sem höfðu skorazt undan að fylgja hinna dæmi og hjeldu
vinnunni áfram. Löggæzluliðið varð að skerast i leikinn, og
við það særðust nokkrir menn og einn fjekk bana.
þegar Svisslendingum, sem öðrum þjóðum smám og stór-
um, þótti fara að verða svipult um friðinn, gerðu þeir að ann-
ara dæmi, og tóku að halda herafla sínum til vopnaburðar og
efla allar varnir og kastala sína við landamærin og á öðrum