Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 90
92
BELQÍA.
Að sínu leyti lögðu verkamenn, eða, sem blöðin kalla þá, sósíal-
istar ekki árar í bát, og síðara hluta sumars og i haust voru
verkaföll gerð á ymsum stöðum, þó víðast hvar yrðu ekki langvinn.
A funduui var sjerílagi gengizt fyrir allsherjar samtökum til að
safna fje í viðlagasjóði handa verkamönnum, að dæmi Eng-
lendinga og Ameríkumanna, þegar verkaföll eru ráðin. A aðal-
fund komu fjelög sósíalista um jólin í Brukseli og kváðu hjer á
tillög til sjóðanna, auk annara mála (t. d. um að hafa fortölur
fyrir hermönnum að gera þá fólkinu sinnandi). þeir töldu
síns liðs í Belgíu 150,000 verkmanna, og kváðu vel vinnandi
að koma í sjóði tveim millíómum franka á ári.
Holland
Efniságrip: Af lýðkröfura Holiendinga; nýraæli á þingi og þingslit;
kosningarnar nýju; róstur og uppreisnartilraun í Amsterdam. -• Tveir for-
ustumenn lýðvina og sósíalista.
Hjeðan eru frjettirnar nokltuð með sama svip og frá
Belgiu; æsingar af forsprökkum sósíalista og þar af leiðandi
órói og uppreisn. Fundatextinn hinn sami sem sagt var frá i
seinasta árgangi «Skirnis», kröfur um óbundinn kosningarjett,
en öllu með aftökum svarað af stjórnarinnar hálfu. þingið tvi-
deilt, í öldunga- og fulltrúadeild. í hinni fyrri 39 menn, hinni
síðarnefndu 86. Fámennt þing heldur fyrir land með nær þvi
4,300,000 íbúa. Kjöreyrir fyrir kjósendur fulltrúanna hærri
enn í öðrum löndum, og i höfuðborginni (Amsterdam) skatt-
gjald 112 gyllina1). í hitt eð fyrra bar reyndar ráðaneytið
(Heemskerk) upp frumvarp til breytingar á kosningalögum og
þingsköpum — en langt frá því, sem bænaskrárnar frá fund-
‘) I gyllini = I kr. 48 *urar.