Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 22
24
ALMENN TÍÐINDI.
hefðu dreifzt til muna, er þetta var ritað (í seinna hluta jánúar-
mán.). Hinu gamla orðtaksráði, að hertýgjast til að halda
friði uppi, er nú svo rækilega fylgt sem nokkurn tíma fyr, og
því er algengast á vorum tímum að kalla þjóðafrið Evrópu
«friðinn vopnaða». I friðarins nafni hafa allir aukið herafla
sinn á seinni árum, kostað ný vopn og skæðari, elflt allar
vígs- og varnarvjelar af mesta kappi. En svo mundi þó vart
að farið, og svo miklu stóríje ekki út ausið, ef menn vissu
ekki, hverjir meinbugir eru á sambandslífi þjóða og ríkja. það
er kunnugra enn frá þurfi að greina, að sumum verður af
ymsum orsökum til ófriðarins auðsnúið, annað hvort, t. a. m.
af því, að þeir hafa hlotið fyrir öðrum um sárt að binda (t d.
Frakkar fyrir þjóðverjum 1871), eða þá hinu, að höfðingjar
þeirra þykjast þurfa hernaðinum helzt til að hlíta að auka
veldi sitt meðal þjóða heimsins, til að gera þegna sina öðrum
sælli eða jafnsnjalla, til að bera ægishjáim yfir öðrum, eða
inna það af hendi, sem þeir kalla sögulegt verkefni ættar
sinnar og ríkis. þó fleiri sje til að nefna, þá er það sjerílagi
harðríkishöfðingjar og herdrottnar Rússa, sem slíkt hafa með
höndum. Flestir þekkja það, semmennkalla «testamenti Pjeturs
mikla», sem auk ymsra annara fyrirlaga visar niðjum hans eða
eptirkomendum til Miklagarðs. það er þetta, sem hefir dregið
til hinna mörgu og hörðu viðureigna með Rússum og Tyrkjum,
til landvinninga hinna fyrnefndu við Svartahaf, og á þessari
öld annara eins styrjaldartíðinda og striðin voru 1853— 1856
— með Rússum á eina hönd og á hina Frökkum, Englend-
ingum, Sardiningum og Tyrkjum — og aptur 1877 —1878,
með Rússum og Tyrkjum. I frjettaþættinum frá Balkanslönd-
um gerði «Skirnir» í fyrra grein fyrir undirróðri Rússa þar
syðra, og hvað þeir höfðu fyrir stafni til að færa ráðasvið sitt
út á Balkanskaga og yfir þau takmörk, sem sett voru í Berlin-
arsáttmálanum 1878. 1 sama frjettaþætti þessa árgangs skal
sagt frá, hvað þeir hafa síðan að hafzt — náð að fá Alex-
ander jarl flæmdan frá riki, er hann varð þeim óleiðitamur og
vildi smeygja taug Rússlands af Bolgaralandi. það eru at-
burðirnir á þessu landi, sem allan siðara hlut ársins hafa