Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 71
FRAKKLAND.
73
segja, að það sje einmitt þetta, sem hefir mjög valdið and-
legum ófarnaði, apturförum í trú og siðgæði.
I kolanámum þar sem Décazeville heitir, í Aveyron, heimt-
uðu verkmenn meira kaup og gerðu verkafall, en umsjónar-
maðurinn eða verkmannastjórinn, Watrin að nafni, tók því þver-
lega. Einn daginn i lok janúarmánaðar gerðust þeir svo æstir,
að þeir brutust inn til hans og köstuðu honum út um glugg-
ann úr öðru lopti, en þeir sem niðri fyrir voru spörkuðu í
hann og trömpuðu hann þar til bana. Hjer voru á 11 mönn-
um — meðal þeirra kvenmenn — hendur hafðar, og voru 4
dæmdir i 5—8 ára betrunarvinnu, en verkfallið stóð til þess í
júní, og einatt með miklum hávaða og róstum. í mörgum
blöðum var talað um, að stjórnin hefði haldið hjer slælega á
valdi sinu, og liðið hefði horft þar opt á atgjörðalaust, er at-
göngu skyldi veita. Stundum komu til Décazeville þinggarpar
frekjumanna og svæsnustu blaðamenn, og höfðu þeir eggingar
og æsingar frammi. Loks tók stjórnin þá rögg á sig, að hún
ljet handtaka tvo blaðamenn frá París, og voru þeir dæmdir í
15 mánaða varðhald. Á þinginu reis um atburðina í Décaze-
ville langvinnt rifriidi, og mátti kalia, að hjer hyggi sá sem
hlífa skyldi, því stjórnin fór næstum undan i flæmingi, þegar
hinir óstýrilátu vinstra megin hallmæltu atgjörðura hennar,
jósu hrakmælum á «stórborgarana» og köiluðu á Watrin með
rjettu unnið. J>að þótti hjer votta sem optar, hverning ráða-
neyti Freycinets var í báða skó bundið. — Annan þeirra
blaðamanna, sem fyrir dóminum varð, hugguðu kjósendur í
kjördæmi Rocheforts með því að gera hann að þingmanni
sínum, en R. hafði sagt sig úr þingi, er það frumvarp hans
varð apturreka, að lýsa þá alla sýkna, sem dæmdir hefðu
verið fyrir pólitisk afbrot. — Að áliðnu sumri gerðu smiðir
verkafall í bæ, sem Vierzon heitir og fór hjer á likan hátt og
í Décazeville — utan að engum var sálgað —, er aðkomandi
óstjórnargarpar frá París tældu og æstu verkmennina, og
stjórnin eða embættismenn hennar sýndu hjer sama heigulskap
eða hálfvelgju, er til skyldi hlutazt. Eitt sinn var lið sent til
að skakka leikinn, en helmingurinn sneri aptur, og hinir tóku