Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 158
160
ASÍA.
Sínland. Tekið til að leggja tvær miklar járnbrautir, aðra
frá Nanking til Peking (1,100 kílómetra), en hina frá Kanton
til Hanoi. Kostnaðurinn reiknaður á 800 millíónir franka.
Peningarnir lánaðir að mestum hluta á Englandi, sem Sinlend-
ingar eiga að borga á 10 árum. þaðan og frá Belgíu koma
járnbrautarspengur og vagnar.
Siðgæzlumaðurinn í Peking — þá menn hafa Sinlendingar
i öllum borgum — vandlætti í fyrra í brjefi til keisarans um
siðferði kvenna, af æðri og lægri stjettum, og sagði, að þeim
yrði nú reikulla í iðjuleysi á strætum úti enn fyr hefði verið.
þær aðhyltust nú trúðskap og skemmtanir, já mæltu sjer mót á
veitingastöðum og vínstofum, og bærust á óhóflega. Hann skor-
aði á keisarann að leggja bann fyrir slíkt spillingarathæfi, láta
taka þjóna hinna heldri kvenna fasta, eða þær sjálfar ef þær
gengju fylgdarlausar i því erindaleysi, en láta sektir koma niður
á bændum þeirra eða feðrum. Yrðu konur hermanna að því
siðleysi staddar, skyldi bændur þeirra berja. Veitingastöðunum
skyldi loka, sem leyfðu konum inngöngu. Hvað keisarinn hefir
ráðið er oss þó ekki kunnugt.
Japan. Hjeðan hafa fregnir borið, að Múts-Hító keisari
sje fús til að leyfa kristinni trú fullt frelsi i ríki sínu og láta
hana njóta þar sömu rjettinda og heimilda og öðrum trúm eru
veittar, sem þær greinast þar i landi. þetta eigna menn brjefi,
sem keisarinn á að hafa fengið frá Leó páfa 13da.
Ástralia.
Hjeðan (frá Qveensland?) fóru í hitt eð fyrra í landa-
könnun til Nýju Guineu 9 eða 10 náttúrufræðingar, auk ferðar-
stjórans, að fyrirlagi og tilstofnan «Hins ástralska landfræðis-
fjelags», en fengu þar allir herfilegan dauða i atvígi villimanna,
þar sem Flyriver heitir. Englendingar hafa gert að dæmi
þjóðverja og sent herskip til að færa hefndir yfir höfuð ey-
landsbúum, er það svæði byggja, því annað láta þeir sjer ekki
að kenningu verða.