Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 102
104
ÞÝZKALAND.
bjóða, en það vottar um leið, hve langt f>jóðverjar seilast, að
eigi verði með konungsrjettindin misfarið, og hjer má skyldri
sögu við bæta. J>að er siður i Bayern að smyrja ilmandi
jurtasafa og gera að helgum dómum hjörtu látinna konunga,
og svo var nú farið með hjarta Loðviks heitins og látið í
silfurskrín. Siðan var það fært til bæjar við landamerki Aust-
urríkis, sem Alt-Oettingen heitir, en þar er Maríukirkja, mesti
liknarstaður og jartegna í raunum trúaðra manna, og þar eru
hjörtun geymd. Frá járnbrautarstöðinni til kirkjunnar var ekið
með skrinið í sorgarvagni, og fyrir honum G hestar, en í
fylgdinni höfuðvarðasveitir konungs, auk margs stórmennis og
200 presta.
Mannalát. Snemma i febrúar dó H. V. v. Unruh, sem
mjög kemur við þingsögu Prússa (og f>jóðverja) frá 1848, og
var einn af þeim forustumönnum þingflokka, sem mikils var
metinn. Framan af var hann fyrir týðvaldsvinum, siðan einn
hinn fremsti i framfaraflokki, og Bismarck hinn mótdrægasti,
en seinast með forsprökkum þjóðernis og frelsisflokksins, og
vingaðist þá við Bismarck (1867). — Sextugur að aldri dó
skáldið J. V. v. Scheffel 9 april. Flann hafði mikið þjóð-
ræmi á f>ýzkalandi, einkum fyrir söguljóð, sem heita «Trom-
peter von Sackinyen», og skáldsöguna «Ekkeliard». — 23. maí
andaðist sagnaritarinn Leopold v. Rancke, og hafði þá
einn um nirætt. Hann er með höfuðskörungum talinn i sagna-
fræðum, og eptir hann liggja fjöldi rita. Af þeim skal nefna:
«Fursten und Völker von Siidenevropa im 16en und 17'en Jahr-
hundert», «Französische Geschichte im 16en und 17en Jahr-
hundert», «Neue Biicher preussischer Geschichte», «Englische Ge-
schichte, vornemlich im 17en Jahrhundert», auk fl. A gamals
aldri var hann hafinn í herramannatölu. — Degi siðar dó annar
sagnaritari, GeorgWaitz, 73 ára að aldri. Hann var frá
Sljesvik, varð lærisveinn Ranckes, og hefir skrifað mörg sögu-
rit um þýzk lönd og þýzka landstjórn — t. d. Sljesvík og
Holsetaland, «Deutsche Verfassungsgeschichte» i 7 bindum
(1843—75), auk fl. —I október dó «fríherrann» Mayer Carl
v. Rotschild, höfuð auðsbarónanna með því nafni í Frakka-