Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 4
6
ALMENN TIÐINDI.
hjer gaus upp ölkelduvatn með líku gosmagni, sem sögur hafa
sagt af í Geysi.
Eldgos. í maímánaðar lok gaus Etna með miklum ólát-
um og glóðastraumi. I þeim eldgangi eyddust kastaniuskógar
og eitt klaustur auk annara garða í neðanverðri hlíðinni, og
úr bæ, sem Nicolasi heitir, flýði fólk allt, en þess er þó ekki
getið að flóðið yrði honum að grandi. — Meira tjón gerðist
af eldgosi á Nýja-Sjálandi nóttina milli 9. og 10. júni. Gosið
kom upp í þvi fjalli — á nyrðra eylandinu — sem Tarawera
heitir, en bráðum varð sem kviknaði í heilu fjallabelti, því er
Paessa heitir, þar sem margir gýgir hafa fundizt frá fyrri tim-
um. Bæði bygðir Evrópumanna og hinna þarlendu (Mahóría)
lögðust í eyði, þvi húsin brotnuðu undir öskudyngjunni, en
hún á þykt á sumum stöðum allt að 30—40 feta. Víða fór-
ust um leið fjöldi manna, og fjenaðarmissan stórkostleg, eink-
um vegna fóðurbrestsins. Talið, að hjer hafi lagzt í aldaeyði
land að ummáli 400 enskra ferhyrningsmílna, en 1600 mílna
svæði mun ekki gróðrar vænt fyr en að mörgum árum liðnum.
Loptsteinn í vatn niður kominn. A falli þeirra
steina eða loptbranda bar með meira móti í sumar leið í
Norðurameríku, en sá var bergi líkari, sem kom niður í vatn
— lítið heldur — í Newyorkfylki, og nær því fyllti það.
Vatnið þeystist og leðjan í stórum strokum upp á bakkana,
og með þvi svo mikil silungamergð, að hrannir urðu af, og
voru færðir á burt tunnum saman. Vatnið sjálft komst i suðu,
og það var allt fullsoðið, sem flaut með fram bökkunum af
silungi og öðrum fiskitegundum. I steininum sjálfum málmteg-
undir.
Kólera.
Af henni lítið að segja eða mannskæði hennar umliðið ár
í vorri álfu, í samanburði við hin fyrirfarandi. f>ó hefir hún
stungið sjer niður hjer og hvar á Ítalíu og Austurríki við
Adríuhaf, og gerði um veturnætur vart við sig á Ungverjalandi.