Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 61
FRAKKLAND.
63
fundu að sumum djarfmælum ráðherrans eða hvatvísi, og sögðu
eins og Hrafnlcell goði: «Sjaldan myndim vjer þess iðrast, at
r
vjer mæltim færa enn fleira». 1 stuttu máli: nábúar Frakka
og fleiri hafa til þessa tekið sem nákvæmast eptir orðum og
gjörðum þessa manns, og Bismarck sjálfum fórust svo orð í
einni þingræðu sinni fyrir ekki allslöngu, að þá mundi skemmst
til ófriðarins, ef Boulanger næði alræðisvöldum á Frakklandi.
f>á sló heldur í þögn um tíma, er Freycinet hafði (í sept.)
kosið nýjan mann, gætinn og vitran, þann sem Herbette heitir
til erindareksturs i Berlín, og keisarinn hafði tekið honum með
mestu blíðu og báðum farizt öll orð sem vingjarnlegast og
friðsamlegast — já, menn trúðu því á þýzkalandi, er hann
sagði, að allur þorri hinnar frönsku þjóðar væri ófriði frá-
hverfur. hln ógæfan var, að þá var það vandamál upp komið,
Bolgaramálið, sem ekki er enn útkljáð, en Rússar geta gert
að bálkveikju Norðurálfunnar. Hvað í því er hæft, sem talað
hefir verið um sambandsleit með Rússum og Frökkum, er
ekki hægt að segja með neinni vissu, en þvi þó helzt trúandi,
að ekkert bandalag sje hjer ráðið að svo komnu. En hitt er
óhætt að fullyrða, að hvorir unna öðrum sigurs, Frakkar og
Rússar — eða alþýða hvorratveggju — þar sem við þjóðverja
og þeirra vini skal etja. þess má loks hjer geta, að Poul
Déroulóde, sem fyr. er nefndur. gerði sjer i sumar ferð til
Rússlands, hafði tal af mörgum málsmetandi mönnum, en að
máli hans var alstaðar bezti rómur gerður, þar sem hann leit-
aðist við að hneigja hugi manna til vináttu við sina þjóð, eða
setti mönnum fyrir sjónir, að Frakkar og Rússar ættu að vera
i samtökum og samvinnu gegn yfirdrottnan þjóðverja í Evrópu.
A heimleiðinni kom hann til Kaupmannahafnar og ljet hið
bezta yfir ferðum sínum. þó «þjóðvinum» Déroulédes svelli
hið sama i huga, sem honum sjálfum — og þeir eru 200,000
að tölu — má vera, að Herbette hafi satt eitt sagt, en veður skip-
ast þar skjótt i lopti, sem Frakkar eiga í hlut, og því vilja fæstir
trúa, að þeir siti á sjer, ef til.þess ófriðar dregur útaf Bolgara-
málinu, sem þjóðverjar þurfa til að hlutast. þegar hjer var
komið frjettasögu vorri (i lok febrúar) voru veðurspárnar eða