Skírnir - 01.01.1887, Page 86
88
PORTÚGAL.
svo bæri undir. I heila tvo mánuði stóðu umræðurnar um
andsvaraávarpið.
Portúgal.
Efniságrip: Brúðkaup krónprinsins. — Af konungi. — Ráðherra-
skipti. — Ófriður í Afríku.
Vjer höfum í Frakklandsþætti getið um mægðir konungs-
sonar, hertogans af Braganza við greifann afParís, og hvað af
þeim leiddi fyrir Orleansprinsana. Brúðkaupið stóð 1 Lissabon
22. maí með svo mikilli dýrðarviðhöfn, að blöðin kváðu
dæmi til hennar ekki finnast í sögu landsins. 50—60 þús-
undir aðkomumanna í borginni til að sjá hátíðarhöldin, auk
tiginna gesta frá öllum löndum. Blöðin höfðu orð á því við
þenna atburð, er stjórn Frakklands jók virðingu sendiherra
sins í Lissabon og gerðu hann að «ambassadör», sem ávallt
er vildar-merki við það ríki, sem erindareksturinn er við, en
honum fórust svo orð við konung, að mægðirnar yrðu ný
tengsli milli beggja ríkjanna. Og það var einmitt um þetta
leyti að verið var að reka á eptir í París landfiæming prins-
anna.
Um miðsumarsleytið lagði Louis konungur á ferð til ymsra
landa álfu vorrar, og kom á henni til Danmerkur og Svíþjóðar.
Konungur er bæði frjálshugaður og þjóðlyndur maður og því
hafa þegnar hans gefið honum nafnið «el Popular (hinn þokka-
sæli)». Hann er vitsmunamaður og menntaður ágætlega, og
hefir þýtt á sitt mál sorgarleika Shakspeares.
í febrúar urðu þau ráðherraskipti, að forustumenn frelsis-
og framfara-vina komust til valda. Aður enn hinir gáfu upp
stjórnarsætin, var víða óspektalega látið á fundum og sum-
staðar á þjóðveldið kallað. Forseti hins nýja ráðaneytis heitir
Lucianno y Castro, en mesti og vinsælasti skörungur þess er